Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 18
1 8 | T Ö LV U M Á L
til að koma skeytum til skila. ,,Flutningsaðilar munu veita ýmsa virðisaukandi
þjónustu, s.s. vörpun milli skeytaforma, afhendingarstaðefstingu og
ítarupplýsingar. Í Danmörku hafa einstaklingar nýtt sér þjónustu netgátta
sem til dæmis bankar hafa sett upp. Þar skráir reikningssendandi inn reikning
og þjónustuveitandi kemur honum til skila. Þessi markaður er ómótaður og
verður spennandi að sjá hvernig hann muni þróast. Ríkið mun líklegast skipta
sér sem minnst af honum.“
Staða mála á hinum Norðurlöndunum
Staða innleiðingu rafrænna reikninga á Norðurlöndunum er ólík á milli
landa. EDIFACT staðallinn er notaður af mörgum íslenskum fyrirtækjum í
samskiptum þeirra við Tollstjóra og hefur skilað miklu hagræði. Ennfremur
skiptast sum fyrirtæki á rafrænum pöntunum og reikningum. Ríkið tekur ekki
við rafrænum reikningum í dag en það mun breytast á árinu 2007.
Sænska fjársýslan stefnir að innleiðingu rafrænna reikninga hjá sænska
ríkinu árið 2008. Norðmenn hyggja á það sama árið 2009. Finnar nota snið
á reikninga sem kallast Finvoice en bankar þar í landi hafa þróað og notað
Finvoice í nokkur ár.
Danir settu reglugerð þess efnis í febrúar 2005 sem fól í sér að fyrirtæki voru
skyldug til að senda danska ríkinu og sveitarfélögum, rafrænan reikning.
Pappírsreikningar voru gerðir útlægir í viðskiptum við danska ríkið en um 15
milljón reikningsfærslur bárust danska ríkinu árlega á pappír áður en þessi
breyting var knúin í gegn á miklum hraða. Bergþór og Örn eru sammála um
að framtak Dana hafi verið gott en það hafi reynst þeim erfitt á ýmsa lund.
,,Mistök Dana voru kannski þau að stjórnvöld drógu úr fjárframlögum til
stofnana án þess að gefa þeim færi að ná fram sparnaði,” segir Bergþór. Örn
bætir við að tíminn sem kaupendum og seljendum var ætlaður til aðlögunar
hafi verið fullstuttur. Danir studdust við UBL 0,7 staðalinn en ætla sér að
stökkva yfir í UBL 2,0 staðalinn á þessu ári.
Í Bretlandi er verkefnið undir forræði Innkaupastofnunar breska ríkisins
(OGC) og hafa Bretar ákveðið að vera hlutlausir í verkefninu í þessum
áfanga. Þeir hafa tekið þátt í að fjármagna það, en að sögn Bergþór hafa
þeir ekki áætlanir um taka staðalinn í notkun. ,,Þeir munu endurmeta þáttöku
sína eftir áramót og vonandi koma þeir þá sterkar inn. Önnur ríki Evrópu hafa
sýnt áhuga á verkefninu og þar má sérstaklega nefna Þýskaland, Austurríki
og Spánn.”
UBL staðallinn er framsækinn
Að sögn Bergþórs og Arnar eru margir kostir við UBL staðalinn. ,,Hann er ekki
í eigu hagsmunasamtaka og mjög framsækinn og fylgir 80/20 reglu: tekur til
80% af virkni með 20% af flækjustigi,” segir Örn.
Samstarfsnefndin vinnur einnig að því að UBL verði alþjóðlega viðurkenndur
staðall af UN/CEFACT. Bergþór segir að markmið verkefnisins er ekki aðeins
að skilgreina innihald XML skeyta, heldur setja upp viðskiptaferla eða
svokallaða “Profiles”. Viðskiptaferill lýsir “samtali” – hvaða skeyti fara á milli
í viðskiptum, hvernig þau eru útfyllt og hvaða reglur gilda um þau viðskipti.
Dæmi um viðskiptaferil er stakur reikningur eða (“Stand Alone Invoice”) sem
er reikningur vegna vöru eða þjónustu, án þess að formleg pöntun hafi verið
send. Einnig er til viðskiptaferillinn “Basic procurement” sem byggir á pöntun,
reikningi og tengdum skeytum. “
,,Á þessu stigi erum við að horfa á grunn ferla og skeyti, en markmiðið er að
takast líka á við flóknari ferla s.s. Vörulista (“Catalog”) og flóknari innkaup
(“Advanced procurement”). Það er mikil eftirspurn eftir stuðningi við flóknari
innkaupaferla meðal aðila í þeim geira og það er alveg ljóst að það er vilji til
staðar til að koma til móts við þarfir þeirra í næsta áfanga,” segir Bergþór.
Frumkvæði ríkisins skiptir miklu máli
Bergþór er bjartsýnn á framgöngu verkefnisins en bendir á að XML hafi
verið nýtt í afmörkuðum verkefnum hér á landi. ,,Ástæðan er helst að margir
svipaðir XML staðlar hafa verið í boði og hver aðili ýtt sínu fram. Það sem
breyst hefur nú er að íslenska ríkið hefur ákveðið að fylgja fordæmi Dana og
nýta UBL staðalinn.”
Hann bendir á að það þurfi að taka á ýmsu í lögum og reglulegerðum svo
hægt sé að ná sem mestri hagkvæmni með innleiðingu rafrænna reikninga.
,,Þar má nefna útreikning virðisaukaskatts, aukastafi í skjölum, meðhöndlun
afslátta, skýra má betur hvað er löglegur lágmarksreikningur, hvað er
pappírslaus reikningur og hver er ábyrgð flutningsaðila.” Að sögn Bergþórs
hefur frumkvæði ríkisins dugað til að ná samstöðu með samtökum atvinnulífs
og kalla hagsmunaaðila á markaðnum að verkefninu.
Bergþór segir að Fjársýslan og Fjármálaráðuneytið séu að kanna leiðir til
þess að íslenska ríkið taki einungis við rafrænum reikningum. ,,Hugsanlega
mun þetta taka gildi á árunum 2009 – 2010 ef allt gengur samkvæmt áætlun,”
segir Bergþór en bætir við að það sé erfitt að spá fyrir um hvað löggjafinn
muni vilja gera. ,,Reynsla Dana af lagasetningu er góð og íslenska ríkið
fylgist mjög vel með framgangi mála. Það eru margar spurningar sem er
ósvarað s.s. hvað er verið að binda í lög og hvort löggjöfin eigi að ná til
sveitarfélaga eins og í Danmörku. Það sem við leggjum áherslu á er að ef
lagasetning kemur til, að hún taki mið af íslenskum aðstæðum sem ekki eru
endilega þær sömu og í Danmörku en það er ljóst að frumkvæði Dana hefur
dugað til að slá á allar úrtöluraddir,“ segir Bergþór að síðustu.
Mynd 1:Viðskiptaferlar eða Profiles í Norður Evrópska UBL verkefninu.
2.tbl-31.arg.indd 16.1.2007, 22:3518