Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 46

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 46
4 6 | T Ö LV U M Á L 29. ágúst Hádegisverðarfundur um stjórnsýslu – þar sem umræðutorg, netspjall og rafrænar kannanir var meginþema fundarins. 28. september Vefráðstefna Ský bar heitið Sátt og samstarf að þessu sinni og var farið inn á hlutverk vefstjórans, leiðir til árangurs og samstarfs við aðra innan fyrirtækis. Ráðstefnan var á Grand Hótel Reykjavík. 10. október Boðað var til fundar í Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands í fundarsal ICEPRO í Húsi verslunarinnar. Á dagskrá var félagsstarfið í vetur, væntanleg ráðstefna um norræna tölvusögu, húsnæðismál, Söguvefurinn og annað sem orðið gæti félaginu til framdráttar og eflingar. 18. október Ný tækni á bak við afþreyingu og fjölmiðlun var kynnt á ráðstefnu Ský sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík um miðjan október. Þar var spurt m.a. hverjar væru núverandi og framtíðar ógnanir við tölvu- og dreifitæknina. 16. október UT-konur voru með skemmtifund og vínkynningu á Amokka seinni part dags sem tókst mjög vel og var vel mætt. 14. nóvember Hugbúnaðarráðstefna Ský var á Grand Hótel Reykjavík og var m.a. kynnt “microformats” í veflausnum, dreifilyklavirkni, veikleikaprófanir og UBL-NES verkefnið. Að venju fjölmenn ráðstefna. 16. nóvember Á degi íslenskrar tungu opnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra nýjan leitaraðgang að fjórðu útgáfu Tölvuorðasafns á vef Skýrslutæknifélags Íslands, www.sky.is. Jafnframt veitir menntamálaráðuneytið árlega Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þá eru jafnframt veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls en Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hlaut þá viðurkenningu í ár. 22.nóvember Rafræn lyfjaumsýsla- til hvers og fyrir hvern? var yfirskrift Fókus ráðstefnunnar sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík en Fókus er faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. 1. desember Jólafundur Ský var haldinn fyrsta desember í ár og var hann haldinn á Hótel Nordica . Heiti fundarins var “Örar bylgjur. Þráðlaus fjarskipti – yfirvofandi kynslóðaskipti í farsímakerfum og þráðlausum netum. Þetta var fjölmennur fundur með hátt í 200 þátttakendur og í kjölfar hans mun félagið stofna faghóp um fjarskiptamál. 14. desember Ársfundur Fókus var haldinn í Hringsal Barnaspítala Hringsins en á dagskrá voru venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum faghópsins. 14. desember Á vegum Fókus var svo kynningarfundur og umræður um Heklu og heilbrigðisnetið í Hringsal Barnaspítala eftir aðalfund faghópsins en Benedikt Benediktsson, verkefnisstjóri íslenska heilbrigðisnetsins kynnti Heklu. Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands seinni hluta ársins 2006 Síðan síðast... 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3546

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.