Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 44

Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 44
4 4 | T Ö LV U M Á L Rafræn innritun auðveldar yfi rsýn yfi r umsóknir um skóla og námsbrautir þar sem fyrr verður ljóst hverjar óskir nemenda eru og því auðveldara að bregðast við þeim. Þjónusta við nemendur verður betri og nýir möguleikar opnast til að tengja innritunina námsráðgjöf og öðrum þáttum skólastarfs grunnskóla í samvinnu við framhaldsskóla. Umsóknatímabil núverandi skólaárs stóð yfi r í þrjár vikur vorið 2006. Nemendur sóttu um á Netinu og gátu breytt umsóknum sínum allt fram á síðasta dag. Við útfyllingu umsóknar er framhaldsskóli valinn ásamt skólum til vara en einnig námsbraut og önnur þjónusta sem er í boði í einstökum skólum. Einkunnir berast milli gagnagrunna Vegna rafrænna einkunnaskila er ferlið þannig að einkunnir berast með umsóknum úr gagnagrunni sem fl estir grunnskólar nota (mentor.is) í gagnagrunn framhaldsskóla (inna.is). Einkunnir samræmdra prófa fl ytjast einnig milli gagnagrunna (namsmat.is). Með því að námsferill berst með umsóknum nemenda verður afgreiðsla umsókna auðveldari og fl jótlegri. Skólar geta meðal annars raðað í hópa og séð betur fyrir nýtingu skólahúsnæðis. Þær umsóknir sem skólar geta ekki orðið við eru sendar rafrænt í skóla sem nemandi velur til vara. Ef varaskóli er ekki í boði, annaðhvort vegna þess að nemandi valdi hann ekki eða vegna þess að allir skólar sem voru valdir höfnuðu umsókn, berst hún rafrænt til menntamálaráðuneytis. Þaðan er hún send áfram til skóla sem kerfi ð fi nnur laus pláss í og fyrirsjáanlegt er að geti tekið við nemandanum. Að umsóknarferli loknu geta nemendur farið inn í kerfi ð og fengið upplýsingar um afgreiðslu umsókna sinna en einnig fá þeir bréf frá viðkomandi skóla með tilkynningu um skólavist. Vefl ykill til að komast inn í kerfi ð Vefl yklar til að komast inn í innritunarkerfi ð voru Rafræn innritun síðastliðið vor tengdir kennitölum og afhentir 10. bekkingum í grunnskólum en einnig var hægt að fá þá senda með tölvupósti. Forráðamenn nemenda, skólar og nemendur fengu bréf frá menntamálaráðuneyti með upplýsingum og leiðbeiningum um notkun vefl ykla og útfyllingu umsókna. Til að sækja um var hægt að nýta allar tölvur með netaðgangi, til dæmis í grunn- og framhaldsskólum en einnig á heimilum. Þeir umsækjendur sem ekki voru að ljúka grunnskóla sóttu um vefl ykil á menntagatt.is, ýmist í gegnum umsóknarvefi nn eða með tölvupósti. Leiðbeiningar voru á vefnum og hægt var að komast í samtímaspjall við umsjónarfólk á Netinu til að fá nánari upplýsingar. Áfram í þróun Innritunarferlið var fyrst notað vorið 2005 og að fenginni reynslu var það talsvert lagað síðasta vor. Nú þegar er hafi nn undirbúningur við áframhaldandi þróun kerfi sins og endurbótum fyrir innritun í framhaldsskóla vorið 2007. Nemendur notuðu tölvur heima eða í skólunum og fengu vefl ykil sem tengdur var kennitölu. Jóna Pálsdóttur, Deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu í framhaldsskóla Rafræn innritun í framhaldsskóla hefur verið að þróast undanfarin tvö ár og er ljóst að haldið verður áfram á þeirri braut. Síðastliðið vor sóttu nálægt 8.000 nemendur um framhaldsskóla í gegnum skólavef menntamálaráðuneytis, menntagatt.is. Umsóknirnar bárust beint til upplýsingakerfa framhaldsskóla ásamt einkunnum. Rafræn innritun í framhaldsskóla fór fram á skólavef menntamálaráðuneytis, menntagatt.is 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3444

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.