Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 19
19 um 70-80% af notendum vefsins en frá því í október s.l. hefur vefurinn fengið heimsóknir frá yfir 60 löndum. Kennarar í Danmörku nota vefinn talsvert í kennslu og hef ég fengið marga tölvupósta frá kennurum og foreldrum þaðan þar sem ánægju er lýst með vefinn. Næstu skref eru að halda áfram að leita leiða til að bæta við fleiri leikjum og fleiri tungumálum á paxel123.com. Á allra næstu vikum kemur einn leikur af paxel123.com á Apps og vonandi eiga fleiri leikir af vefnum eftir að rata í spjaldtölvur. Þá mun það skýrast mjög fljótlega hvort paxel123.com taki þátt í stóru ESB samstarfsverkefni ásamt SAFT og Rannsóknarstofu um mannlegt atferli. Verkefninu verður stýrt af þýskri systurstofnun SAFT og mun fjalla um þróun og prófun á gæðaefni fyrir börn á internetinu. Á þessu rúmlega eina og hálfa ári sem liðið er frá því að fyrsti styrkur fékkst hefur paxel123.com þróast hraðar og orðið mun stærra verkefni en lagt var af stað með í byrjun. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni enda hef ég notið þeirra forréttinda að hafa í kringum mig frábært lið fólks sem hefur lagt á sig mikla og oft óeigingjarna vinnu til að gera vefinn að því sem hann er í dag. Það er ómetanlegt því þótt styrkir séu nauðsynlegir verkefninu þá væri paxel123.com ekki svona vel heppnað verkefni án þessa fólks og fyrir það ber að þakka. Ég hlakka til að halda þessu verkefni áfram, þetta er draumur sem hefur ræst og hefur veitt mér dýrmæta reynslu. Í svona verkefni er mikilvægt að gefast ekki upp því þegar sótt er um styrki koma fleiri nei en já en trúin á verkefnið allan tímann hefur gert paxel123.com að veruleika. Að endingu datt ég niður á það að gera námsleikjasíðu sem væri ókeypis, með engum auglýsingum og engum upplýsingum yrði safnað um notendur því mér finnst mikilvægt að börn geti leikið og lært á netinu í öruggu umhverfi.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.