Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 43
43 hvíld frá raunveruleikanum um stund. Leikir sem eru spilaðir yfir Netið veita fólki tækifæri til að vingast við aðra spilara um allan heim. Vandamálin geta aftur á móti hafist ef leikjaástundun einstaklingsins breytist frá áhugamáli í þráhyggju, en slíkt getur haft alvarleg félagsleg og sálfræðileg áhrif. Of mikil og þráhyggju- kennd tölvuleikjaspilun getur jafnvel eyðilagt fjölskyldulíf og starfsferil þess sem fyrir því verður. Þótt of mikil spilun tölvuleikja sé talin af mörgum geta leitt til vandamála eins og félagslegrar einangrunar, offitu vegna of mikillar kyrrsetu og árásargirni, þá er það með tölvuleikjaspilun eins og allt annað; sé þetta gert innan skynsamlegra marka þá getur margt gott hlotist af tölvuleikjaspilun. Rannsóknir vísindamanna við Nottingham Háskóla hafa sýnt að fyrstu persónu skotleikir geta skerpt sýn og aðrir staðhæfa aukna samhæfingu hugar og handar sem beina afleiðingu. Leikjatölvur sem bjóða upp á íþróttaleiki (t.d. Xbox eða Wii) geta bætt jafnvægi, styrk og þrek. Merkilegustu niðurstöðurnar eru þó að tölvuleikir geta í raun aukið félagslega færni. Þátttakendur í netleikjum geta upplifað aukið traust á öðrum og aukið sjálfsálit sem afleiðingu af sameiginlegum sigrum einstaklinga sem vinna saman sem hópur. Vinsælir leikir eins og „Eve Online“, „The Sims“ eða „World of Warcraft“ þykja efla tímastjórnunhæfileika, auka hæfileika til teymisvinnu, vandamálalausna og fjárlagagerð sem undirbýr fólk fyrir lífið seinna meir. Aðrar rannsóknir hafa bent til að börn með athyglisbrest geti einnig notið góðs af tölvuleikjum. Leikjaspilun getur hjálpað þeim að þróa hæfileikann til að fókusera og beina athygli að smáatriðum sem skorti áður. Ýmis svið atvinnulífsins njóta góðs af þeirri þjálfun sem tölvuleikjaspilun veitir ungmennum, t.d. hefur bandaríkjaher greint frá því að nýliðar hafi oft betri viðbragðsgetu, eigi auðveldara með að halda ró sinni í skothríð og þola meiri streitu ásamt því að ná markmiðum sem þeim eru settir. Í bandaríska heilbrigðisgeiranum eru tölvuleikir notaðir til að keyra líkön fyrir læknanema og lækna sem vilja fá meiri þjálfun á ákveðnum sviðum eins og skurðlækningum án þess að stofna lífi sjúklinga í voða. Til eru leikir sem hafa verið þróaðir til að hjálpa skurðlæknum að „hita upp“ fyrir uppskurð með því að láta þá spila leik þar sem markmiðið er árangursríkur uppskurður. Fleiri dæmi má finna þar sem tölvuleikir eru notaðir í svipuðum tilgangi. Það má leiða líkur að því að hæfileg tölvuleikjanotkun geti haft jákvæð áhrif á þroska og færni og að þeir bestu í sinni grein geti unnið fyrir sér í framtíðinni með tölvuleikjaspilun, rétt eins og knattspyrnumenn og biljardspilarar gera í dag. Hér er jafnvel upplagt tækifæri fyrir íslenska unglinga ef þeir hafa brennandi áhuga á tölvuleikjum og finnst að þeir geti virkilega skarað framúr. game on! Greinarhöfundur spilar sjaldan tölvuleiki og ámælir börn sín (og yngri samstarfsmenn) iðulega fyrir of mikla tölvuleikjaspilun. Tímanum hlýtur að vera betur varið í einhverja heilbrigðari tómstundaiðkun eins að sparka í uppblásinn leðurbolta. Aðdráttarafl tölvuleikja er að þeir gera leikmanninum kleift að upplifa ævintýri í ímynduðu umhverfi allt frá geimóperum í fjarlægum vetrarbrautum til hlutverkaleikja sem gerast t.d. á hinum myrku miðöldum. Fundaraðstaða hjá Vodafone.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.