Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 8
8 Hvað eRu tölvuleikiR? Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað tölvuleikur er; annað hvort er tiltölulega auðvelt að yfirfæra einhvern leik svo sem skák og sjá hann fyrir sér í tölvu eða að viðkomandi hafi reynslu af tölvuleik og spilun þeirra. Færri gera sér hins vegar grein fyrir því að gerð og viðhald (ef það á við) nútíma tölvuleikja er afskaplega umfangsmikið. Gróflega er hægt að skipta tölvuleikjum í þrjá flokka: einstaklingsleiki (e. singleplayer game), hópleiki (e. multiplayer game) og fjölspilunar- leiki (e. massively multiplayer game). Flestir leikir sem gefnir eru út eru einstaklingsleikir sem bjóða upp á að spila með öðrum. Leiknum er þá í rauninni skipt í tvennt þar sem að annar hlutinn er einstaklingsleikur og hinn er hópleikur með sama útlit en markmiðin eru þá yfirleitt önnur. Fyrstu persónu skotleikir eru gott dæmi um þetta, þar sem einstaklingur getur þá spilað einn leikinn og þar er oft sögð einhver saga sem leikmaðurinn er þátttakandi í, yfirleitt sem aðal sögupersónan. Hópleikurinn notast svo við sama umhverfið en markmið þess hluta leiksins eru þá miðuð við hópinn þar sem leikmenn þurfa að vinna saman. Fjölspilunarleikir eru svo yngstir á leikjamarkaðnum, þar sem að tengst er miðlægum miðlurum (e. server) í gegnum netið og spilað nær eingöngu með öðrum. Munurinn á hópleikjum og fjölspilunarleikjum er fjöldi þátttakenda, hópleikir hafa yfirleitt ekki fleiri spilara en 64 (þ.e. 32 gegn 32) á sama miðlara á meðan fjölspilunarleikir hafa nokkur hundruð til nokkra tugi þúsunda spilara á sama miðlara. eve online CCP Games er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem var stofnað árið 1997. Árið 2003 gaf það út fjölspilunarleikinn EVE Online, leik sem verður tíu ára árið 2013. Tíu ára gamall tölvuleikur, sem enn nýtur vinsælda (notendum hefur alltaf fjölgað milli ára), er nú orðið ekki einstakur þó það séu ekki margir leikir sem lifa svo lengi. En þá vaknar spurningin hvernig er hægt að hafa gaman af tíu ára gömlum tölvuleik? Og svarið við því er viðhald og uppfærslur. Þegar EVE kom út árið 2003 unnu u.þ.b. 30 manns að gerð hans, nú, árið 2012, vinna um 270 manns að EVE og kerfum tengd leiknum. Þegar EVE kom út var leikurinn sem slíkur nokkuð „hrár“ (ef svo má segja). Grunnstoðir hans voru til staðar en ekki mikið meira. Segja má að ef leiknum væri líkt við íbúðahverfi, þá hefði gatnakerfið, lóðir og vatns- og skólplagnir verið til staðar við útgáfu en annað hafi vantað. Með útgáfum á uppfærslum var kerfum stöðugt bætt við inn í leikinn; aftur ef íbúðahverfið er notað þá má segja að verslunum og þjónustu hafi verið bætt við. CCP hefur haft það að markmiði að gefa út tvær uppfærslur á ári í sex ár núna og því er auðvelt að sjá hversu hratt er hægt að byggja upp innviðina og bæta við kerfum. Svona leikir þarfnast viðhalds. Að útrýma ósamræmi, betrumbæta lítið notaða hluti í leiknum og uppfærsla á tækninni (grafík, hljóði og undirkerfum) er dæmi um viðhald. Allt þetta hefur hjálpað til að gera EVE Online svona langlífan og vinsælan. En viðhald og uppfærslur er einungis nauðsynlegt skilyrði fyrir langlífinu, en ekki nægjanlegt. Þar komum við að leikjahönnuninni. leikjaHönnun Leikjahönnun EVE Online er um margt frábrugðin því sem almennt er kallað „leikur“. Hann er leikur að því leyti að í honum er ákveðin baksaga, skáldsaga sem CCP hefur skrifað og þróað og er enn að þróa, og á þessu sögusviði spila leikmenn. Einnig eru ákveðnar reglur sem kveða á um hvað spilarar geta gert og hvað þeir geta ekki gert, en auðveldast er að hugsa um þær reglur sem náttúru- lögmál, forritaðar takmarkanir sem allir verða að fylgja. Það sem er sérstakt við EVE er að leikurinn gefur spilurum engin markmið innan leiksins, þau verða að koma frá leikmönnunum sjálfum. Það ekkert hæsta stig sem hægt er að ná, enginn „endakall“ til að sigra, engin stigatafla til skera úr um hver sé sigurvegari. Þessi nálgun á leikjahönnun hefur verið kölluð „leik völlurinn“ eða „sandkassinn“. Leikurinn skaffar spilurum vettvang til að spila á og tól til að framkvæma hluti en hvernig leikmenn svo nota umhverfið og tólin er undir þeim komið. Vilji leikmaður vera fremstur meðal jafningja (hugsanlega er hægt að mæla það með því að bera saman veltu leikmanna í EVE peningum) í framleiðslu geimskipa er ekkert því til fyrirstöðu að hann reyni það, það er ekkert annað en hinir spilararnir gera. Vilji leikmaður stýra stórum her leikmanna þá er það hægt, að því gefnu að hann fái leikmenn til að vera í hernum. Öll hönnun EVE tekur mið af þessari hugmynd, að leikmenn hafi ofan af fyrir sjálfum sér og öðrum í leiðinni. Með þessari aðferð stjórna leikmenn sjálfir hverju þeir vilja taka þátt í, hvað þeir gera og hvernig þeir gera það. Sem dæmi má nefna að nokkrir hópar leikmanna reka skóla í EVE – þ.e. þeir kenna nýjum spilurum að spila EVE. Þeir eru með námskeið (bókleg og fagleg), fá gestafyrir lesara og útskrifa svo að lokum þá sem hafa náð tökum á EVE. Þessir nemendur launa svo skólanum með því að láta fé (EVE peninga) af hendi rakna til skólans. Aðrir einstaklingar hafa stofnað flutninga- félög, þar sem þeir taka að sér að flytja hráefni og vörur fyrir aðra. Enn aðrir hafa stofnað banka, þar sem þeir lofa að ávaxta fé spilara. Flestir þessara banka hafa lagt upp laupana í kjölfar þess að hæstráðendur þeirra stungu af með allt féð. Í rauninni má segja að flestar þær þjónustur sem raunveruleg samfélög bjóða uppá fyrirfinnast í EVE, að því leyti að þær henti í sýndarheimi. HugbúnaðuR EVE er ekki eitt forrit heldur stórt kerfi, sem samanstendur af mörgum forritum og þjónustum, sem að mestu leyti eru skrifuð í CCP Stackless Python (sérútgáfa CCP af Stackless Python sem aftur er útgáfa af Python með míkróþráðum), T-SQL, C++ og C#. Grunnurinn er leikjaforritið sjálft og leikjaþjónninn (Stackless tölvuleikiR og eve online Pétur Jóhannes Óskarsson, Senior Researcher, CCP Games Erlendur S. Þorsteinsson, Software Director, CCP Games

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.