Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 42
42
Tímarnir breytast og mennirnir með og það sama á við um
gildismat fólks. Þeir hæfileikar og færni sem menn tileinka sér og
hvað þykir eftirsóknarvert í þeim efnum er því breytingum
undirorpið. Sem dæmi má taka að eitt sinn þótti ekki mikið til þess
koma að spila biljard sem var talið meira fyrir iðjuleysingja í
reykfylltum bakherbergjum. Gamlar bíómyndir í svart-hvítu eins og
t.d. „Hustler” með Paul Newman endurspegluðu þennan
tíðaranda. Fleiri mætti áreiðanlega tína til. Nú er svo komið að
hundruðir þúsunda, jafnvel miljónir manna (og kvenna) hafa atvinnu
af því að keppa í biljard og hafa af því góðar tekjur í verðlaunafé,
auglýsingar og greiðslur frá styrktaraðilum. Fyrir hundrað árum
síðan hefði mörgum líklega þótt undarlegt að fullorðnir menn
fengju greidd laun á við ársframleiðslu smáríkis fyrir að sparka í
uppblásinn leðurbolta.
Að horfa á ástundun íþrótta frá þessu sjónarhorni vekur til
umhugsunar þann sess sem tölvuleikir og spilun þeirra hefur í
skapað sér í samfélaginu í dag. Nokkuð ber á að eldri kynslóðum,
fjölmiðlum og þeim sem sinna menntun barna þyki lítið til þess
koma að ungmenni noti fleiri klukkustundir á dag í spilun tölvuleikja.
Aftur á móti eru færri dæmi um það að ungt fólk sé í dag skammað
fyrir að spila of mikinn fótbolta.
Á sama tíma og atvinnumenn í knattspyrnu, biljard eða öðrum
greinum hafa góðar tekjur af sinni iðkun hefur athyglisverð þróun
átt sér stað hjá þeim sem spila tölvuleiki. Áður fyrr kepptu menn í
tölvuleikjum fyrst og fremst upp á heiðurinn og það að skapa sér
nafn. Nutu þeir bestu oft töluverðrar virðingar. Nú er svo komið að
á hverju ári eru haldin fjölmörg mót þar sem keppt er í ýmsum
frægum leikjum þar sem spilað er fyrir verðlaunafé. Hæstu verðlaun
sem undirritaður hefur heyrt um er 1.000.000 USD fyrir sigur á
móti sem haldið var í júlí árið 2005 í BNA. Nú er ekki óalgengt að
bestu tölvuleikjaspilarar í heimi séu að vinna sér inn um 250
þúsund USD á ársgundvelli. Þessi þróun er einnig byrjuð á Íslandi
og nýverið var haldið tölvuleikjamótið Hringurinn þar sem
peningaverðlaun voru í boði. Um er að ræða árlegan viðburð sem
er skipulagður af Tvíund, nemendafélagi tölvunarfræðideildar
Háskólans í Reykjavík. Þarna mættu um 200 manns til að etja
kappi í tölvuleikjunum League of Legends, Counter Strike,
Starcraft II og fleiri leikjum.
Þegar haft er í huga að hversu hröð útbreiðslan er á leikjatölvum
inn á heimili og þann almenna áhuga sem tölvuleikir vekja þá er
alveg hægt að ímynda sér að að þeir bestu í heiminum innan
einhvers tiltekins leiks geti á endanum haft sömu laun og stjörnur í
hefðbundnari íþróttagreinum.
Til að átta sig betur á hvert stefnir þá má rifja upp að í nóvember
2010 var leikurinn „Call of Duty: Black Ops” gefin út. Fólk stóð í
biðröðum eftir að komast yfir leikinn, sumir voru svo heppnir að
komast yfir boðsmiða í útgáfu partý sem voru send út í beinni á
Netinu. Meira að segja Chrysler framleiddi jeppa sem var nefndur
eftir leiknum. Activision, sem framleiddi leikinn, var einn mánuð að
selja fyrir 1.000.000.000 USD (einn milljarður dollara!) þar af seldist
fyrir 650.000.000 USD á fyrstu fimm dögunum. Til samanburðar
þá var innkoma af Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2
aðeins 169.000.000 USD fyrstu sýningarhelgina. Leikurinn „Call of
Duty: Modern Warfare 3” toppaði þetta svo með sölu fyrir
750.000.000 USD á fyrstu 5 dögunum eftir útgáfu. Þetta er til
marks um að tölvuleikjaiðnaðurinn er ekki lengur bílskúrsiðnaður
sem lifir á að selja leiki til þröngs hóps létt nördaðra og feitra hvíta
karlmanna heldur iðnaður með fjöldahylli sem er að slá við öðrum
greinum skemmtanaiðnaðarins eins og samanburðurinn við
sölutölur á Harry Potter gefa til kynna. Annað sem má nefna í
þessu samhengi er að í dag er svo komið að 42% iðkenda eru
konur. Könnun á aldursdreifingu hafa einnig leitt i ljós þær
athyglisverðu niðurstöður að stór hluti spilara í heimahúsum í dag
er miðaldra fólk sem ólst upp við tölvuleiki níunda áratugarins, eins
og Pac-Man og Space Invaders í spilakössum í leikjasölum. Þessi
hópur er að spila tölvuleiki í bland við ungt fólk sem ólst upp við
Playstation og Xbox.
Aðdráttarafl tölvuleikja er að þeir gera leikmanninum kleift að
upplifa ævintýri í ímynduðu umhverfi allt frá geimóperum í
fjarlægum vetrarbrautum til hlutverkaleikja sem gerast t.d. á hinum
myrku miðöldum. Spilun tölvuleikja í hófi getur veitt skemmtun og
eR Hægt að HaFa
líFsviðuRvæRi aF
spilun tölvuleikja
Jón Harrý Óskarsson, Microsoft Services Iceland
Frá ónefndu tölvuleikjamóti