Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 11
11 tölvuleikina heima hjá sér. Á tíunda áratugnum var leiktækjasalurinn Freddabar í miðbæ Reykjavíkur og tveir leiktækjasalir voru í Kringlunni: Galaxy og Sega (-salurinn) [17]. „nintendo­æðið“ Árið 1993 hafði Nintendo (NES og GameBoy) náð miklum vinsældum hér á landi og var jafnvel talað um „Nintendo-æðið“ og síðar „Sega- æðið“ [18]. Fyrirtækið Hljómco var þáverandi umboðsaðili Nintendo á Íslandi og Japis umboðsaðili Sega [19]. Japis ætlaði í harða samkeppni við Nintendo með því að bjóða upp á mikið og fjölbreytt leikjaúrval fyrir leikjatölvur frá Sega. Sega hætti útgáfu sinni á leikjatölvum eftir Sega Dreamcast sem kom út um aldamótin 2000 og umboðsaðilar þeirra hérlendis fóru á hausinn um svipað leyti [20]. Nintendo þykir enn vera mjög öflugt leikjatölvu- og tölvuleikjafyrirtæki og eru Bræðurnir Ormsson með umboð fyrir Nintendo á Íslandi [21]. ólaFuR jóHann og playstation Þegar Sony gaf út PlayStation (PS) leikjatölvuna á tíunda áratugnum svipaði sú markaðssprenging í tölvuleikjaiðnaðinum til Nintendo á níunda áratugnum og varð hún ein vinsælasta leikjatölva sögunnar. Íslendingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson starfaði sem forstjóri hjá Sony þegar að fyrsta PS tölvan var gefin út og var auk þess með umsjón yfir tölvuleikjaframleiðslu [22]. Ólafur nam eðlisfræði við Brandeis Univer sity í Bandaríkjunum og kynnti einn kennarinn hann fyrir Micheal Schulhof sem starfaði þá hjá Sony. Ólafur hóf störf hjá Sony árið 1985 og vann sig upp í stöðu forstjóra árið 1991, þá 29 ára gamall. Meðal verkefna hans var að vinna að nýrri leikjatölvu fyrir Sony og var Ólafur sagður „standa í eldlínunni í baráttu Sony og Nintendo um framtíðar þróun sjónvarpsleikja“ [23]. Ólafur hafði ýmislegt til málanna að leggja hvað varðar leikjatölvu- iðnaðinn og virkaði oft sem óbein auglýsing fyrir PS. Árið 1994 stofnaði hann sérstaka deild innan Sony í þeim tilgangi að þróa og hanna nýja leikjatölvu sem átti að verða helsti samkeppnisaðili risanna tveggja, Nintendo og Sega [24]. Ólafur Jóhann og Sony sáu bjarta framtíð í tölvuleikja- og skemmtanaiðnaðinum sem varð til þess að miklar skipulagsbreytingar voru gerðar hjá fyrirtækinu á stuttum tíma, m.a. voru nýjar deildir stofnaðar og nafninu Sony Electronic Publishing Company breytt í Sony Interactive Entertain ment. Ólafur var einn þeirra sem tók mikinn þátt í markaðssetningu PlayStation tölvunnar víðsvegar um heiminn [25]. Árið 1995 barðist hann fyrir verðlækkun á PlayStation leikjatölvunni í Japan og að verð hennar færi ekki yfir 300 bandaríkjadali (sem þá voru 19.500 ÍSK.) [26]. Hugmynd Ólafs var sú að tölvuleikirnir í PS leikjavélina yrðu aðaltekjulind Sony, í stað leikjavélarinnar sjálfrar. Til ágreinings kom vegna þessara mála sem endaði með því að honum var vikið úr starfi og var Bruce L. Stein, fyrrum starfsmaður Dreamworks, fenginn í hans stað. Haldið var í verðhugmyndina engu að síður og varð vélin ekki dýrari en 299 bandaríkjadollarar [27]. Þrátt fyrir gott verð í Japan og Bandaríkjunum var gripurinn talsvert dýrari hérlendis og kostaði árið 1995 35.990 kr. og leikir í vélina voru seldir á 4.900 kr. í verslunum Skífunnar [28]. Verð PS lækkaði töluvert á u.þ.b. einu og hálfu ári (kostaði í kringum 16.000 kr. í B.T. Tölvum árið 1997) en verð á tölvuleikjum hækkaði (kostuðu í kringum 5.000 – 6.000 kr. í B.T. Tölvum árið 1997) [29]. Líklega hafa fyrirtæki gengið að svipuðum hugmyndum og Ólafur boðaði um að tölvuleikir yrðu þeirra helsta tekjulind, þar sem leikjatölvurnar lækkuðu í verði á meðan leikjaverð stóð í stað eða hækkaði. Samkeppnisaðilar á borð við Sega buðu sína nýjustu tölvu, Sega Saturn, á 14.900 kr. og var PS ekki lengur nýjasta leikjatölvan á markaðnum. Þessir tveir þættir hafa haft mikil áhrif á verðlækkun PS [30]. Aldamótin 2000 tilkynnti Skífan í auglýsingu, sem þeir birtu í Morgunblaðinu, að PlayStation væri orðin „Mest selda leikjatölvan á Íslandi“ [31]. Hefur sala PS því gengið vel líkt og erlendis þar sem hún braut öll eldri sölumet [32]. leikjatölvuR nútímans Helstu leikjatölvurnar á markaðnum í dag eru Microsoft Xbox 360, Nintendo Wii og Sony PlayStation 3 og voru leikjatölvur á 40,2% íslenskra heimila árið 2011 [33]. Leikjatölvur nútímans bjóða upp á fleiri möguleika en áður þekktist. Microsoft gaf Xbox 360 út árið 2005 og Sony gaf þriðju PlayStation leikjatölvuna (PS3) út ári síðar. Kraftur þeirra beggja er mun meiri en í eldri leikjatölvum og má líkja grafík og hljóðgæðum leikja við tölvugerðar kvikmyndir. Stjórntæki eru þráðlaus og bjóða tölvurnar upp á þráðlausa nettengingu. Í leikjatölvunum er þannig hægt að spila og spjalla við aðra tölvuleikjaspilara, versla í gegnum netið og hlaða niður tölvuleikjum og öðru afþreyingarefni. Xbox 360 og PS3 geta spilað kvikmyndir og tónlist og bjóða upp á ýmis konar afþreyingarefni í háskerpu mynd gæðum. Nintendo hefur komið fram með áhugaverðar nýjungar í leikjatölvu- spilun og var fyrst þessara þriggja leikjatölva til að nota hreyfingar spilarans sem stjórntæki, þ.e.a.s. þegar spilarinn stjórnar því hvað gerist í tölvuleiknum með því að hreyfa sig á tiltekinn hátt. Sony og Microsoft bjóða upp á aukahlutina PS Move og Kinect í leikjatölvur sínar sem gerir spilurum kleift að nota hreyfingar til að framkvæma aðgerðir í leikjum. íslendingaR búa til tölvuleiki Þó að margir íslenskir tölvuleikir hafi verið gefnir út fyrir borðtölvur hafa þeir þó ekki ratað til leikjatölvanna. Það mun þó breytast með tilkomu DUST 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP síðar á þessu ári, en DUST 514 er fyrstu persónu fjölspilunarskotleikur (MMOFPS) fyrir PlayStation 3 þar sem spilarinn fer í hlutverk hermanns sem berst á einum af mörgum plánetum EVE heimsins. Spilarar DUST 514 og fjöl- spil unarleiksins EVE Online (sem einnig er frá CCP) munu hafa áhrif á mótun og framtíð hins gríðarstóra EVE heims sem CCP hefur skapað. Íslendingar hafa auk þess verið duglegir að gefa út leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem verða sífellt öflugri og bjóða upp á fleiri spilunarmöguleika en áður. Þar má meðal annars nefna leikina Tiny Places, Maximus Musicus, The Moogies, 28 Spoons Later og Godsrule sem íslenska leikjafyrirtækið Gogogic vinnur að um þessar mundir. Þó snjallsímar og spjaldtölvur flokkist seint sem leikjatölvur þá kjósa sífellt fleiri notendur að spila tölvuleiki á þeim sem hefur veitt leikjafyrirtækjum aðgang að nýjum og stórum hópi leikjaspilara. Greinin er byggð á kafla í BA ritgerð minni í sagnfræði, Nörd norðursins. Leikjatölvur og tölvuleikir sem (sagn)fræðilegt viðfangs efni frá 2009. HeimildiR: sjÁ veFútgÁFu Á www. sky.is

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.