Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 25
25
Internetsamband er talið jafn sjálfsagt í dag og aðgangur að
rafmagni og vatni. Það eru þó ekki nema rétt rúmir tveir áratugir
síðan þetta grunnsamskiptalag var innleitt hér á landi. Ekki var
sjálfgefið á árunum fyrir 1990 að það samskiptaumhverfi sem við í
dag köllum á vondri íslensku IP-samskipti (Internet Protocol) yrði
ráðandi. Þessi grunnsamskiptahögun hafði verið að þróast í
háskólasamfélögum árin á undan. SURIS (Samtök um Upplýsinga-
net Rannsóknaraðila á Íslandi) voru stofnuð 1987 og tengdust 10
aðilar saman á rannsóknarneti.
Það var 21. júlí árið 1989 sem Ísland tengdist Internetinu eins og
má lesa í grein eftir Maríus Ólafsson á Vísindavef Háskóla Íslands.
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6358
Einurð og framtíðarsýn þurfti til að innleiða Internettæknina hér á
landi. Þar var Maríus Ólafsson fremstur í flokki. Á þessum tíma lagði
hann þrotlausa vinnu í að koma á réttri högun á Internetið á Íslandi.
Tryggja þurfti að allir netþjónar tengdust rétt inn á Netið, að það væri
rétt upp byggt, að íslenska væri gjaldgeng á vefsíðum o.s.frv.
Í úttekt World Economic Forum 2011 (The Global Information
Technology Report 2010 – 2011) kemur fram að Ísland skarar
framúr á einu sviði, en það eru tæknilegir innviðir hér á landi. Við
erum með best aðgengi að rafmagni, best aðgengi að stafrænu
efni og síðast en ekki síst hæsta hlutfallið af öruggum netþjónum í
þeim 138 löndum sem tóku þátt í úttektinni. Fagmennska og elja
Maríusar í að ala upp og fræða íslenska tæknimenn í því hvernig
byggja á upp öruggt netumhverfi skilar sér í þessum niðurstöðum.
Hann á því stóran þátt í að byggja upp gott starfsumhverfi og
jákvæða ímynd fyrir upplýsingatækni á Íslandi.
Maríus Ólafsson er virtur af samstarfsmönnum sínum. Þá virðingu
hefur hann hlotið vegna mikillar þekkingar sinnar á uppbyggingu
Internetsins, sterkrar og góðrar framtíðarsýnar, mikillar rökfestu
samhliða einstakri ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og
verkefnum.
Það er því mikill heiður að veita Maríusi þessa viðurkenningu.
um upplýsingatækniveRðlaun ský
Upplýsingatækniverðlaun Ský eru heiðursverðlaun fyrir framúr-
skarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Skýrslutæknifélag
Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd og
er veiting þeirra er árleg frá árinu 2010.
tilFneFningaR og val
Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða
verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað
verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsinga-
tækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með
afgerandi hætti.
Allir í tengslaneti Ský geta sent inn tilnefningar. Valnefndin getur
einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina
tilnefningu og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur
velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera
einróma um valið og rökstyðja það vel.
Tilnefningar skulu sendar í tölvupósti til sky@sky.is og skal
rökstyðja tilnefningu svo valnefnd hafi forsendur til að meta hvort
um sé að ræða framlag sem kemur til álita við val á verðlaunahafa.
valneFnd
Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og
reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur
síðustu verðlaunahöfum, fulltrúa frá samtökum upplýsinga tækni-
fyrirtækja, fulltrúi háskóla, fulltrúi styrktaraðila, fulltrúi stjórnar Ský
ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský.
veRðlaunaHaFaR FRÁ uppHaFi
Friðrik Skúlason fékk fyrstu UT-verðlaun Ský 20. maí 2010.
Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra afhenti honum verðlaunin
á UT-deginum.
Reiknistofa bankanna fékk önnur UT-verðlaun Ský 18. mars 2011.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á
UT messunni.
Maríus Ólafsson fékk þriðju UT-verðlaun Ský 9. febrúar 2012.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR afhenti verðlaunin á UTmessunni.
Rökstuðningur valnefndar er birtur á vef Ský ásamt myndum frá
verðlaunaafhendingum.
Við hvetjum alla sem tengjast UT geiranum til að senda inn
tilnefningar og auka þannig breidd þeirra sem koma til greina við
næstu veitingu verðlaunanna sem verður á UT messunni 2013.
maRíus ólaFsson FæR
utveRðlaun ský 2012
Valnefnd Upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélags Íslands er sönn ánægja að veita Maríusi Ólafssyni
Upplýsingatækniverðlaun Ský 2012. Maríus er af þeim sem best þekkja talinn faðir Internetsins á Íslandi.
Verðlaunin voru afhent á UTmessunni þann 9. febrúar af Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík.
Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir listakonuna Ingu Elínu.