Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 2
RitstjóRnaRpistill Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála Ágæti lesandi Þema Tölvumála í ár er tölvuleikir og fengum við fjölbreyttar og spennandi greinar í blaðið að vanda. Tölvuleikjaiðnaðurinn er gífurlega umfangs- og áhrifamikill. Fyrirtæki framleiða tæki til spilunar sem og hugbúnaðinn sjálfan, leikina, og samkeppnin er mikil. Sum fyrirtæki hafa sérhæft sig í tækjunum á meðan önnur framleiða aðeins leiki og svo eru það risarnir sem framleiða hvoru tveggja. Ekki má gleyma dreifingu og markaðssetningu, þar sem mikið er í húfi og margir um hituna. Mikil þróun hefur átt sér stað síðan Pac-Man var og hét og notendahópurinn hefur einnig breyst mikið. Undanfarna áratugi hafa tölvuleikir spilað sífellt stærra hlutverk í tómstundaiðkun almennings, ekki bara barna og unglinga, heldur einnig fullorðinna og jafnvel komið í staðin fyrir aðra tómstundaiðkun, sem var vinsæl áður fyrr. Tölvuleikir bjóða upp á spennandi atburði og þátttöku spilarans og virðast sífellt vaxa að vinsældum. Í mínum huga getur spilun tölvuleikja verið bæði gagn og gaman og getur spilun þeirra aukið samvinnu, leyst streitu og spennu úr læðingi og örvað einbeitingu. En á sama tíma getur mikil spilun haft neikvæð áhrif og aukið tilfinningalega- og félagslega einangrun og heltekið einstaklinginn. Margir hafa áhyggjur af ofspilun unglinga á meðan aðrir leita leiða til að auka notkun tölvuleikja í uppfræðslu og menntun og enn aðrir hafa lifibrauð sitt af því að spila tölvuleiki. Flestir leikir reyna á hugann, geta verið fræðandi og með mikið skemmtanagildi, en það er eins og með margt annað, ofnotkun er ekki af hinu góða. Eins og í kvikmyndaheiminum og skemmtanaiðnaðinum almennt þá geta tölvuleikir verið bæði góðir og slæmir og því haft misjöfn áhrif. Það er algengur misskilningur að það séu aðallega börn og unglingar, og þá sérstaklega strákar, sem spili tölvuleiki. Raunveruleikinn er sá að meðalaldur þeirra sem spila tölvuleiki er vel yfir þrítugt og kvenfólk spilar leikina ekki síður en karlar. Með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva má ætla að spilun einfaldari leikja hafi aukist til muna og meðalaldur spilara hækki enn. Í blaðinu er m.a. fjallað um tölvuleikjaiðnaðinn, rannsóknir og þróun á aðferðum við gerð tölvuleikja og sögu og þróun þeirra. Menntun skiptir miklu máli í að efla tölvuleikjaiðnaðinn í landinu og eru í blaðinu t.d. settar fram hugmyndir um kennslu í forritun í grunnskólum til að efla áhuga ungmenna á tæknigreinum sem geta eflt þennan iðnað. Að þessu sinni eru nokkrar greinar á ensku í blaðinu, eins og í síðasta tölublaði. Stefna ritnefndar er að reyna hverju sinni að laða að hugmyndir sem flestra, hvort sem þær eru settar fram á íslensku eða ekki. Ritnefnd félagsins sér um vefútgáfuna ásamt prentútgáfu Tölvumála og liggur mikil vinna að baki við að finna áhugaverðar greinar, prófarkalesa og setja upp þannig að vel fari. Allir sem áhuga hafa á tölvumálum geta sent inn greinar á ritstjóra Tölvumála á asrun@hr.is. Þeir sem ekki komu greinum að í þessu blaði er bent á útgáfu okkar á netinu en þar birtum við greinar á fimmtudögum kl. 12:00. Þar er ekkert þema í gangi, áhugaverðar greinar um allt sem tengist upplýsingatækninni eru alltaf velkomnar. Sjá nánar á síðu félagsins www.sky.is. Tímaritið Tölvumál fagtímarit um upplýsingatækni. Tölvumál hafa verið gefin út frá árinu 1976 af Ský. prentvinnsla Litlaprent Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásrún Matthíasdóttir aðrir í ritstjórn: Ágúst Valgeirsson Ása Björk Stefánsdóttir Jón Harry Óskarsson Júlía Pálmadóttir Sighvats Sigurður Jónsson Þorfinnur Skúlason Skýrslutæknifélag Íslands, Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. stjórn ský: Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Ragnheiður Magnúsdóttir Guðjón Karl Arnarson Hjörtur Grétarsson Guðmundur Arnar Þórðarson Sigurður Friðrik Pétursson Ólafur Tr. Þorsteinsson Þorvarður Kári Ólafsson Framkvæmdastjóri ský: Arnheiður Guðmundsdóttir aðsetur: Engjateigi 9, 105 Reykjavík Sími: 553 2460 www.sky.is / sky@sky.is Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út í 1.200 eintökum. Áskrift er innifalin í félagsaðild að Ský 2

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.