Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 39
39 ekki sé hægt að læra forritun aðeins af bókum heldur verða nemendur að forrita, en margir nemendur nýkomnir í háskóla halda annað af reynslu úr öðrum fögum. Í öðru lagi er forritun yfir- leitt alveg nýtt viðfangsefni fyrir nemendur. Þeir þurfa því að aðlaga sig námslega að því að læra forritun. Að lokum þá loðir sá orðrómur við forritun að aðeins „nördar“ kunni að forrita og að það sé mjög erfitt að læra hana. Ef nemendur hafa það viðhorf þegar þeir koma í skólann getur það haft áhrif á hversu móttækilegir þeir eru (Jenkins, 2002). Með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik náum við að sýna nemendunum að forritun sé bæði áhugaverð og skemmtileg. Carnegie Mellon University í Pittsburgh hefur þróað Alice – þrívítt forritunarumhverfi – sem notað hefur verið með góðum árangri sem fyrsti áfangi í forritun í háskólaumhverfinu. Við viljum nýta þessa þekkingu, bæta við tengingu við atvinnulífið og setja upp umhverfi í kringum Skema. Nota aðferðafræðina til að gera kennurum kleift að setja upp slíkan áfanga í sínu umhverfi?. Það eru ekki bara nemendur sem hræðast tækninám heldur kennarar líka. Með því að láta kennurum í hendur tól og tæki til að nýta og kennslu í aðferðafræðinni náum við að vinna á þessum ótta og fá kennarana í lið með okkur. Hluti af aðferðafræðinni er að nýta sér jafningjakennslu en slík aðferð hefur reynst mjög vel. Jafningja- kennslan veitir kennara stuðning, gefur nemendum tækifæri til að fá nálgun jafningja og eykur færni og áhuga jafningjakennara. Þar sem að Menntavísindasvið virðist ekki vera vinna í takt við þarfir samfélagsins hvað tæknimenntun kennara varðar þá er nauðsynlegt að gefa kennurum tækifæri til að kynnast hinum skemmtilega heim sem tæknin hefur upp á að bjóða. Í sumar fór Skema af stað með námskeið í grunnforritun fyrir kennara í samstarfi við 3F - Félag um upplýsingatækni og menntun. Það var ótrúlega gaman að sjá áhugasama kennara taka sér frí frá sumarfríinu og forrita eins og vindurinn með stuðning frá ungum aðstoðarkennurum. Það sem skiptir verulega miklu máli hér er að kennarar læri að skilja „egó-ið“ eftir fyrir utan kennslustofuna og njóta þess að læra með og af nemendunum sínum. Það verður nefnilega að viðurkennast að við gamlingjarnir náum aldrei að vera öflugri en krakkarnir í að meðtaka og læra nýja tækni. Mynd 2 Samvinna ­ mynd tekin á kennaranámskeiði Skema í sumar ÁRanguR og maRkmið Nú þegar hafa nokkrir grunn- og framhaldsskólar tekið skrefið með Skema í þágu uppfærslu á menntun í takt við tækniþróun og má þar nefna Vífilsskóla Hjallastefnunnar, Hofsstaðaskóla, Sjálands- skóla, Lágafellsskóla, Klébergsskóla, Fjölbrautarskólann í Breið- holti og Háskólann í Reykjavík. Skema hefur einnig fengið stuðning frá atvinnulífinu og má þar nefna samstarfssamning við CCP sem felur í sér stuðning við innleiðingu á forritunarkennslu í grunnskóla landsins auk þátttöku starfsmanna í kennslu. Við vonumst til þess að fleiri skólar bætist í hópinn og stuðningur frá atvinnulífinu haldi áfram að eflast, en eitt af markmiðum Skema er að sjá forritunar- kennslu í boði í að minnsta kosti 70% af grunnskólum landsins fyrir árið 2015. Árangurinn aðferðafræðinnar leynir sér ekki en fyrsti nemandinn, Ólína Helga Sverrisdóttir (11 ára), sem lærði forritun með Skema aðferðafræðinni sigraði í vor forritunarkeppni á vegum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Keppnin er haldin í samstarfi við Carnegie Mellon University til að stuðla að öruggri netnotkun barna og unglinga. Mynd 3 Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna afhenti Ólínu Helgu viðurkenninguna frá FBI og Carnegie Mellon University. Með þeim á myndinni er fjölskylda Ólínu Helgu. FoRskot til FRamtíðaR ­ samFélagsleguR ÁvinninguR Menntun í takt við tækniþróun mun styrkja stoðir íslensks atvinnulífs með því að auka tækniþekkingu og draga úr líkum á því að íslensk fyrirtæki þurfi að flytjast úr landi sökum skorts á tæknimenntuðu starfsfólki. Hagvöxtur munu aukast með eflingu á hugverkinu en hagvöxtur er háður þekkingu og þekking er einn stærsti lykilþátturinn í framleiðni – við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi nýtt “Forskot til Framtíðar”. HeimildiR: sjÁ veFútgÁFu Á www.sky.is Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni, tæknilæsi og þekkingu. Mikil eftirspurn er eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki og fjölbreytt tækifæri í boði. Má þar nefna mikla aukningu á tölvuleikjafyrirtækjum síðastliðinn ár.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.