Tölvumál - 01.10.2012, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.10.2012, Qupperneq 37
37 Skortur á tæknimenntuðu fólki er farinn að hafa áhrif á íslenskt atvinnulíf og grípa þarf strax til aðgerða. Það þarf að efla vitundarvakningu í þjóðfélaginu og auka áhuga á tæknimenntun með samvinnu menntastofnana og atvinnulífs. Þær leiðir sem farnar hafa verið undanfarin ár hafa ekki skilað árangri. Það þarf að byrja nógu snemma á að vekja áhuga á tækni, kenna forritun á nútímalegan máta og gera tækninám aðgengilegra. mikill skoRtuR Á tæknimenntuðu Fólki Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni, tæknilæsi og þekkingu. Mikil eftirspurn er eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki og fjölbreytt tækifæri í boði. Má þar nefna mikla aukningu á tölvuleikjafyrirtækjum síðastliðinn ár. Það þarf að byrja strax í dag að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni í þágu þverfaglegrar hæfni. Börn þurfa að læra að vinna með tölvuna en ekki bara vinna á hana, líkt og þau þurfa að læra að skrifa jafnt sem lesa. Þá þarf að gera umbætur á kennslu í takt við tækni- og þjóðfélagslegar breytingar og góð lausn væri að koma kennslu í forritun inn í grunn- og framhaldsskóla landsins. Í dag eru ekki margir kostir í boði hvað varðar nám í forritun fyrir börn og unglinga. Nánast enga kennslu er að finna í grunnskólum landsins og val á áföngum í forritun fer fækkandi í framhaldsskólum. Í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti var reynt að setja upp hugbún- aðar línu en hún stóð ekki undir sér og var lögð niður. Aðrir skólar hafa svipaða reynslu. Það vantar kennara á sviðinu, það vantar þekkingu nemenda á tæknigreinum og útkoman verður sú að kennsla í t.d. forritun leggst af. Það eru einhver fjarnámskeið í boði en þau eru illa nýtt. Erlendis er það sama upp á teningnum og fer vandamálið einungis vaxandi þar sem börn, unglingar og kennarar velja sig frá áföngum í stærðfræði- og tæknigreinum . til Hvaða aðgeRða ætla menntayFiRvöld að gRípa? Mynd 1 sýnir hvernig verja á tíma nemenda í hinar ýmsu náms- greinar. Aðgerðirnar eru „skýrar“ – grunnskólanemendur fá 2,68% eyrnamerkt í upplýsinga- og tæknimennt. Það þýðir að nemandi í 8.-10. bekk fær 80 mínútur á viku sem samsvarar einni tvöfaldri kennslustund á viku. Það telja menntayfirvöld nóg fyrir upplýsinga- og tæknimennt. Mynd 1 Upplýsingar úr nýrri Aðalnámskrá grunnskólanna Þetta sýnir meira en margt annað að þó að Aðalnámskráin sé ný, er ekki tekið tillit til nútímaþjóðfélags og þarfa atvinnulífsins sem byggja að miklu leyti á tækniþekkingu og tæknilæsi. Hún vísar reyndar til þess að upplýsinga- og tæknimenntun skuli dreifast þverfaglega yfir námsgreinar/námssvið. En er það nóg? Dugar þetta til að byggja upp tæknimenntun í landinu? Þarf ekki meira til? Þróunin er alls ekki í samræmi við breytta tíma. Það er sorglegt til þess að vita að með upplýsinga- og tæknimennt er meira átt við lífsleikni og ritvinnslu en nýtingu á tækninni sjálfri. Það er enn verið að ala upp kynslóðir sem eru einungis neytendur tækninnar í staðin fyrir að vera virkir þátttakendur. Miðað við fjárhagsstöðu sveitafélaganna þá gefur þetta sveitafélögunum tækifæri á að fresta uppfærslu á tækjabúnaði. Skólinn þarf einungis að uppfylla 2,68% til að uppfylla nýja aðalnámskrá grunnskólanna. Það er mikilvægt að menntayfirvöld kippi hausnum upp úr sandinum og byggi upp menntakerfi og menntun sem er tengd lífi barna og ungmenna utan skólans og atvinnulífið kalla eftir. Tækni er ekki einhver bóla sem kemur til með að hverfa - hún er komin til að vera og börn, unglingar og fullorðnir þurfa að kunna að nýta hana hvort sem er við nám, vinnu eða leik. menntun í takt við tækniþRóun­ eRu menntayFiRvöld enn í toRFkoFanum? Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema ehf. Sjá umfjöllun í fjölmiðlum, m.a. http://www.visir.is/skortur-a-folki-med-taeknimenntun-hamlar-hagvexti/article/2011110539751, http://www.visir.is/mikill-voxtur- kallar-a-folk/article/2011110539885 og http://www.ruv.is/frett/skortur-a-taeknimenntudu-folki Sjá umfjöllun um ástandið í Bretlandi http://www.youtube.com/watch?v=MkSEUb2LWX0&feature=player_embedded 1.-­‐4.bekkur 5.-­‐7.bekkur 8.-­‐10.bekkur Vikulegur   kennslutími Vikulegur   kennslutími Heildartími  í    1.-­‐ 4.bekk.   Mínútur  á  viku Heildartími  í    5.-­‐ 7.bekk.   Mínútur  á  viku Heildartími  í    8.-­‐ 10.bekk.   Mínútur  á  viku Heildartími  í    1.-­‐ 10.bekk.   Mínútur  á  viku Hlutfall Íslenska,  íslenska  sem  annað   tungumál  og  íslenskt  táknmál 1,120 680 630 2,430 18.08% Erlend  tungumál;  enska,  danska  eða   önnur  Norðurlandamál 80 460 840 1,380 10.27% List-­‐  og  verkgreinar 900 840 340 2,080 15.48% Náttúrugreinar 420 340 360 1,120 8.33% Skólaíþróttir 480 360 360 1,200 8.93% Samfélagsgreinar;  trúabragðafræði,   lífsleikni,  jafnréttismál,  siðfræði 580 600 360 1,540 11.46% Stærðfræði 800 600 600 2,000 14.88% Upplýsinga-­‐  og  tæknimennt 120 160 80 360 2.68% 10/24/12 Til  ráðstöfunar  /Val 300 160 870 1,330 9.90% Alls 4,800 4,200 4,440 13,440 100% Námsgreinar  -­‐  Námssvið

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.