Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Page 13
Manntalið 1960
11*
Bráðabirgðaíbúatala 1. des. 1960, tiltæk í janúar 1961
(börn fædd í nóv. 1960 ekki með).................... 177 073
Við bætist:
Börn fædd í nóv. 1960 .............................. 388
Aðrir, seui við bætast til leiðréttingar, þar af 87 börn
fædd í okt. 1960, að öðru leyti aðkomnir einstaklingar 338
------- 726
177 799
Frá dregst:
Dánir í nóv. 1960 til viðbótar þeirn, sem áður voru
teknir af skrá .................................... 11
Farnir úr landi 1/12 1960 samkvæmt upplýsingum
eftir þann dag .................................... 496
------ 507
Endanleg íbúatala 1/12 1960 samkvæmt þjóðskrá . . 177 292
Slíkur útreikningur endanlegrar íbúatölu cr gerður árlega, og breytti mann-
talið 1. desember 1960 litlu um íbúatölu þann dag samkvæmt honum. Aftur á
móti var mikill stuðningur af þjóðskránni við athugun á fjarverandi og stöddum í
manntalinu, o. 11. Við samanburð manntalsskýrslna við þjóðskrárspjöld 1. des.
1960 kom í ljós, að um 1 500 einstaklingar voru skráðir sem lieimilisfastir í mann-
tali á tveimur (og stunduin þremur) stöðum, þ. e. a. s. tví — eða þrítaldir. Enn
frcmur, að um 1 800 einstaklingar voru í manntali aðeins skráðir sem „staddir",
en livergi sem heimilisfastir. Þá kom það fram við samanburð við þjóðskrá, að um
1 200 einstaklinga vantaði alveg í manntalið (um 900 í húsum, sem engar skýrslur
komu um, um 200 í íbúðum, sem lilaupið var yfir, og um 100 nýfædd börn). Þá
voru og nokkur dáin börn ranglega tekin á skýrslu. Þegar manntalið hafði verið
Ieiðrétt hvað allt þetta snertir, liefði mátt búast við því, að heildaríbúatala samkv.
manntali væri nálagt endanlegri íbúatölu eftir þjóðskrá 1. des. 1960, eða um 177 300.
En hún reyndist vera 175 680 eða liðlega 1 600 lægri. Þessi munur stafar aðallega
af því, að í þjóðskrá \ oru um 1 700 einstaklingar heimilisfastir hér en staddir erlendis,
sem eftir athugun \’ar talið rétt að hafa ekki í manntali. Ilér var aðallega um að
ræða fyrrverandi námsfólk komið í starf erlendis og hliðstæða einstakhnga, og
margir þeirra með fjölskyldu. Margt af shku fólki óskar að vera skráð á íslandi, og
grciðir iðgjald til almannatrygginga meðan svo er, en aðrir eru enn á íbúaskrá
vegna hirðuleysis hlutaðeigenda, og viðkomandi sveitarstjórn hefur ekki enn gert
ráðstafanir til að fá þá tekua af íbúaskrá. — Af þessum ástæðum er eðlilegt, að
íbúatala samkvæmt þjóðskrá sé hærri en hún er samkvæmt manntali. Til frá-
dráttar þessum 1 700 einstaklingum komu tæplega 100 inanns — aðallega Færey-
ingar á íslenzkum fiskiskipum — sem voru ekki tilkynningarskyldir hér á landi og
því ekki í þjóðskrá, en áttu liins vegar að ltoina í úrvinnslu inanntalsins. Lang-
flestir þeirra 1 700 + 100 einstaklinga, sem hér um ræðir, eru tengdir Reykjavík og
Reykjanessvæði, en um kyn og aldur þessara 1 600 einstaklinga (nettó) má segja
þetta: Um 850 karlar og 750 konur. Um 300 á aldursbilinu 0—19 ára, um 1 000
20—39 ára, en aðeins um 300 40 ára og eldri.