Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Side 21
Manntalið 1960
19
Launþegar:
Forstöðumenn, forstjórar.
Fólk við ólíkamleg störf (svo sem skrifstofufólk, búðarfólk o. s. frv.).
Fj ölskylduhj álp.
Fiskimenn í annarra þjónustu.
Verkafólk á viku- eða inánaðarkaupi.
Verkafólk á tímakaupi.
Verkafólk í ákvæðisvinnu (þar ineð uppmæling).
Vinnustétt ótilgreind.
Uppgjöf vinnustéttar á skýrslu skyldi að sjálfsögðu miðast við „nóvember-
vikuna“, og flokkast atvinnurekandi, sem var með aðkeypt vinnuafl í þeirri viku,
sem vinnuveitandi. — Svör við spurninguin um vinnustétt voru alloft ófullkomin,
stundum t. d. starfstitlar aðeins í stað þess, sem átti að upplýsa. Tölur manntals-
ins um vinnustétt eru af þessum sökum ekki áreiðanlegar, einnig af þeirri ástæðu,
að þótt rétt upplýsing væri látin í té, var stundum vikið frá reglunum um merk-
ingu. Sem dæmi um það má nefna, að þegar forstjórar hlutafélaga, sem alinennt
skyldu flokkaðir sem launþegar, töldu sig á skýrslu vera atvinnurekendur, var það
látið gilda við merkingu. — Margir atvinnurekendur, einyrkjar, eru jafnframt
launþegar, einkum í landbúnaði, og var flokkun þeirra oft vafa undirorpin, en til-
bneiging var til að merkja þá frekar sem einyrkja en sem launþega. — Um fjölskyldu-
hjálp er það að segja, að til liennar voru aðeins merktir þeir, sem tilheyrðu sama
fjölskyldukjarna og atvinnurekandi sjálfur. — Til verkafólks sem vinnustéttar-
floklts telst jafnt iðnlært fólk sem óiðnlært. Lagermenn og verkstjórar teljast til
verkafólks. Aðaltafla um vinnustétt er nr. 28 (tekur til atvinnufólks annars en
atvinnurekenda), en auk þess kemur hún fyrir í töflum 23 og 27.
Flokkun eftir þjóðfélagsstöðu (classification by socio-economic category). Þessi
flokkun er vinnustéttarflokkun með þeirri breytingu, að allir þeir, sem eru í starfs-
stöðuflokki 4 (þ. e. vinna landbúnaðarstörf) eru teknir brott þaðan, sem þeir eru í
vinnustéttarflokki, og ýmist látnir mynda sérstakan þjóðfélagsstöðuflokk: Fólk við
búrekstur, eða greindir í sundur: bændur vinnuveitendur — bændur einyrkjar —
fjölskylduhjálp í landbúnaði — aðrir við landbúnað. Sama var gert við alla í
starfsstöðuflokki 5 (þ. e. veiðar í sjó og vötnum) — þeir voru látnir mynda sérstakan
flokk (þar með 454 atvinnurekendur): fiskimenn. Þeir, sem þá urðu eftir í vinnu-
stéttarflokkum, mynduðu síðan samnefnda flokka þjóðfélagsstöðu, sem koma fram
meira eða minna samandregnir í töflum. Stundum — þegar við á — er bætt við
flokki: Starfslausir, með fólki ekki virku í atvinnulífi. — Flokkun eftir þjóðfélags-
stöðu er í töflum 29—31 og 47—51.
Flokkun eftir vinnuveitanda. í töflu 28 eru launþegar flokkaðir eftir vinnu-
veitanda. Hér á eftir er gerð grein fyrir því í stórum dráttum, hvað fellur undir
hvern flokk í töflu 28.
a) Ríkið, embœtti og stofnanir: I þennan flokk falla allir ríkisaðilar, þó ekki ríkis-
bankarnir og eiginleg at\ innufyrirtæki í eign ríkisins. Tryggingastofnun ríkisins
telst til þessa flokks, enn fremur sjúkrahús, flestir skólar, o. s. frv. Ríkið,
fyrirtœki: Hér teljast Síldarverksmiðjur ríkisins, Tunnuverksmiðjur ríkisins,
Sementsverksmiðjan, Áburðarverksmiðjan (þótt hún sé að formi til rekin af
hlutafélagi), Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, ríkisbú, o. fl.
b) Sveitarfélöglsýslufélög, embœtti og stofnanir: Þessi flokkur er hliðstæður
samsvarandi ríkisflokki. í hann falla t. d. rafveitur reknar af sveitarfélögum,
Sogsvirkjunin, sjúkrasamlög o. s. frv,