Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Qupperneq 22
20*
Mnnntalið 1960
c) Sveitarfélöglsýslufélög, atvinnufyrirtœki: T. d. bæjarútgerð, frystihúsrekstur o. fl.
d) Opinberar og hálfopinberar stofnanir. Hér eru in. a. ríkisbankarnir, fjárfestingar-
sjóðir, Búnaðarfélagið, Fiskifélagið o. fl. — Menningar- og velferðarfélög. Hér
teljast ýmis samtök til menningar- og mannúðarstarfsemi o. þ. h., en ekki
t. d. hagsmunasamtök, skemmtifélög o. þ. h. Trúfélög (nema þjóðkirkjan)
teljast til þessa flokks.
e) Samvinnufélög og starfsemi þeirra. Auk kaupfélaga er hér t. d. Samband ísl.
samvinnufélaga, Samvinnubankiun og hlutafélög, sem eru að mestu eða
öllu eign samvinnuaðila (ekki þó Olíufélagið).
f) Varnarliðið, verktalcar þess o. fl. Hætt cr við því, að tala þessara launþega sé
of lág, vegna þess að eittlivað vanti á, að allir launþegar verktaka í fram-
kvæindum fyrir varnarhðið séu taldir sem slíkir.
g) Einstaklingar ogfélög. Hér eru öll fyrirtæki rekin af einkaaðilum, þ. e. einstakl-
ingum, sameignarfélögum og hlutafélögum. Þó eru t. d. Áburðarverksmiðjan
og hlutafélög samvinnuaðila undanskilin, en öll hlutafélög í útgerð eða fisk-
vinnslu falla í þennan flokk, og það jafnt þótt opinber aðili sé hluthafi og eigi
jafnvel meiri hluta lilutafjár. \ mis samtök falla og hér undir, svo sein stéttar-
samtök, fagfélög, æskulýðsfélög, skemmtifélög, o. s. frv.
Menntun og nám.
í leiðbeiningum fyrir teljara var brýnt fyrir þeim að vanda skráningu náms og
prófs fyrir alla 15 ára og eldri. Þó mun skorta allmikið á, að fullnægjandi upp-
lýsingar hafi fengizt um þetta. Of oft var spuruingu um menntun ekki svarað,
eða próf ónákvæmlega tilgreint, og stundum var upplýst um menntun, er skyldi
eigi tilfærð, svo scm um minni liáttar námskeiðspróf. Við úrvinnslu manntalsins
var reynt að bæta úr ágöllum, þannig voru t. d. minni námskeiðspróf felld burt og
stúdentsprófi bætt við þar, sem það lilaut að hafa verið tekið vegna upp gefins
sérgreinds prófs. Upplýsing uin lokið nám var að jafnaði látin jafngilda teknu
prófi. Á þetta einkum við listapróf.
Við spurninguna uni tekin almenn próf voru í skýringum á manntalseyðu-
blaðinu ncfnd sent dæmi unglinga-, miðskóla-, béraðsskóla-, gagnfræða-, og stúdents-
próf, cn við úrvinnslu voru slík almenn próf aðeins flokkuð í þrennt: 1) Stúdentspróf,
2) gagnfræðapróf og önnur próf skyld því (t. d. landspróf, kvennaskólapróf), og
3) önnur próf frá framhaldsskólum — eða engin slík próf, sjá töflur 36—38 og 40.
Ef einstaklingur taldi fram 2 eða fleiri sérgreind próf, var það látið gilda, sem
var með lengstum námstima, en væri hann álíka langur, þá það próf, sem var
nánast tengt starfsstöðu hlutaðeiganda. Þá var og ónákvæmlega tilgreint sérpróf
oft fært til ákveðins horfs með hhðsjón af starfsstöðu (t. d. „trésmíði“ eða „iðnskóli“
= sveinspróf í liúsasmíði).
í töflu 40 er dýpsta sundurliðun á sérgrcindum prófum. Þar er einnig sam-
dráttarflokkuu þeirra, sem eru í töflum 39, 41 og 42. Sama samdráttarflokkun er
notuð \ ið skiptingu nemenda eftir tegund náms í viðkomandi töflu, en þar bætist
við einn flokkur nemenda við almennt nám í framhaldsskólum (þar með nemendur
í 5. og 6. bekk Verzlunarskólans), sjá töflur 43 og 44.
Einkaheimili og fjölskyldukjarni.
Heimili eru tvenns konar í manntalsskýrsluin, cinkalieimili og stofnunar-
heimili (sjá um þau hér á eftir). Einkaheimili er annað hvort cins manns lieimili
eða heimili fleiri einstaklinga, sem eru saman í húsnæði og eru að jafnaði með