Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Side 23
Muimtalið 1960
21
sameiginlega matseld og sameiginlegt húsliald að öllu leyti. Óskyldir einstaklingar
mynda heimili jafnt og fjölskylda, og sömuleiðis fjölskylda ásamt með óskyldum
einstaklingum í sama húsnæði, þar á meðal ,,kostgöngurum“. Leigjandi telst ekki
til heimilis, nema liann fái að minnsta kosti aðra aðalmáltíð dagsins hjá þeim,
sem hann leigir hjá, ella telst hann mvnda sérstakt eins mauns heimili. Séu leigjendur
fleiri en einn, myndar hver þeirra sérstakt heimili, enda fái hann ekki a. m. k.
aðra aðalmáltíð dagsins hjá þeim, sem hann leigir hjá. — Einbýlingar, þ. e. þcir,
sem húa cinir í íbúð eða húsi (geta þó haft leigjanda, einn eða fleiri), mynda hver
um sig sérstakt einkaheimili. — Mæðgur og mæðgin, feðgar og feðgin, og systkin,
sem eru saman í húsnæði, teljast mynda heimili, þó að ekki sé um að ræða sam-
eiginlega matseld. — I stofnuuum er oftast um að ræða eitt eða fleiri einkaheimili
utan stofnunarheimilisins.
Heimili eru flokkuð eftir því, af hverju þau samanstanda, livort um er að ræða
einn eða fleiri fjölskyldukjarua, annars konar sambýli, eða ekki-sambýli. Fjölskyldu-
kjarnar eru þrenns konar: 1) Barnlaus lijón eða maður og kona í óvígðri sambúð án
barna. 2) Hjón eða maður og kona í óvígðri sambúð með börn/kjörbörn/fósturbörn,
án tillits til aldurs þeirra. 3) Foreldri (maður eða kona) með börn/kjörbörn/fóstur-
börn, án tillits til aldurs þeirra. — Karl og kona, sem eru lijón eða í óvígðri sambúð,
inynda ekki kjarna með foreldrum eða foreldri annars livors, sem kann að vera á
heimili með þeim, heldur aðeins með börnum sínum. Fjölskvldukjarni tekur þannig
aldrei yíir meira en tvo ættliði. Bróðir eða systir foreldris telst ekki til fjölskyldu-
kjarna þess, og systkin, sem eiga heiinili saman, mynda ekki kjarna. Enginn getur
talizt til tveggja fjölskyldukjarna samtímis.
Einkaheimili eru siðan flokkuð eftir tegund sambýlis, sem hér segir:
1) Heimili með aðeins cinum fjölskyldukjarna, og liúsbóndi heimilisins tilheyrir
lionum.
2) Heimili með tveimur eða fleiri fjölskyldukjörnum og húsbóndi heimilisins
tilheyrir einum þeirra.
3) Annað sambýli, þ. e. sambýli systkina, veuzlafólks eða amiars fólks, sem
mynda saman einkaheimili. Hér til heyrir enn fremur heimili með einuin eða
fleiri fjölskyldukjörnum, en með húsbónda utan kjarna.
4) Ekki sambýli:Það er lieimili einbýlinga og leigjenda, þ. e. eins manns heimili.
I heimilum með fjölskyldukjarna, einum eða fleiri (sbr. 1) og 2)), getui verið
fólk utan kjarna. í heimili með hjónum, börnum þeirra og ömmu barnanna, telst
liún ekki til kjarnans, og licimilið er eins kjarna heimili. — Það skal tekið fram,
að þótt karlmaður sé að jafnaði liúsbóndi heimilis, getur baru hans eða maki,
þegar svo ber undir, verið húsbóndi, eða einhver annar í heimilinu, sem er utan
fj ölskyldukj arna.
Yarðandi töflur um eiukaheimili (nr. 45—53) skal þetta tekið fram: 1) í töflum
45—46, 48—49 og 53 vantar 523 einstaklinga á tölu heimilisfólks. Ástæðan er sú,
að vegna óhapps í úrvinnslu var ekki reiknað með því, að tala heimilisfólks vrði
liærri en 10, og vantar því þessa 523 einstaklinga í þessar töflur. 2) Af hliðstæðri
ástæðu vantar um 250 einstaklinga á tölu framfærðra í töflum 50—52. 3) í stað
11 heimila leigjenda með 52 einstaklingum skyldi reikna með 52 heimilum stakra
leigjenda.