Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Síða 272
Hagstofa Islands
gcfur út cftirtalin rit:
1. Hagskýrslur íslands koma út öðru liverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar
eru birtar ýtarlegar skýrslur um efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Verzlun-
arskýrslur, Búnaðarskýrslur, Iðnaðarskýrslur, Manntal, Mannfjöldaskýrslur,
Alþingiskosningar, Sveitarsjóðareiltningar, o. fl.). 1 I. útgáfuflpkki Hagskýrslna,
sem hófst 1914, voru 132 rit, í II. útgáfuflokki, sem liófst 1951, hafa komið
út 47 rit. — Áskrifendum Hagskýrslna er tilkynnt útkoma rita jafnóðum og þau
koma út, og þeir eru beðnir að senda greiðslu. Að lienni móttekinni eru rit
send þeim í pósti.
2. Hagskýrslur íslands, aukaflokk. í honum eru sams konar rit og í aðalflokki Hag-
skýrslna, nema hvað þau eru í öðru broti (kvartbroti) og ,,off-set“-fjölrituð.
3. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar skýrslur um utauríkisverzlun,
fiskafla, þróun peningamála, framfærsluvísitölu o. fl., og árlegar skýrslur um
ýmisleg efni, sem ekld þykir taka að hirta í sérstöku liefti af Hagskýrslum. — Ár-
legt áskriftargjald Hagtíðinda er 150 kr.
4. Statistical Bulletin er sameiginlegt rit Hagstofunnar og Seðlabanka íslands. Það
er á ensku —- enda ætlað útlendingum — og kemur út ársfjórðungslega (frá og
með 1963, þar áður var það mánaðarrit). — í Statistical Bulletin eru birtar
ýmsar töflur úr Hagtíðindum, og úr Fjármálatíðindum, riti Seðlabanka íslands.
— Erlendir áskrifendur þessa rits fá það ókeypis, en innanlands er árlegt áskrift-
argjald þess 85 kr.
5. íbúaskrá Reykjavíkur kemur út á hverju vori. í henni eru alhr íbúar Reykjavíkur
næstliðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá, með þeim upplýsingum, sem hún
liefur að geyma um hvern mann. íbúaskrá Reykjavíkur 1. desemher 1968 var
1340 bls., og verð 2200 kr. í bandi. Upplag þessarar bókar cr mjög takmarkað,
enda við það miðað, að hún seljist upp.
6. Skrár yfir dána, með fæðingardegi, dánardegi, lieimili og fleiri upplýsingum
um dána, koma út árlega í fjölrituðu liefti. Fyrsta lieftið, með dánum 1965
—67, kostar 130 kr., en skrár yfir dána 1968 kosta 65 kr.
Afgreiðsla ofan greindra rita er í Hagstofunni, Arnarhvoli (inngangur frá Lindar-
götu), Reykjavík. Simi 24460. — Rit eru send gcgn póstkröfu, ef þess er óskað.