Bændablaðið - 09.07.2015, Page 43

Bændablaðið - 09.07.2015, Page 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 þá versnar samkeppnisstaðan. Þá eru dönsk kúabú þau langstærstu á Norðurlöndunum og raunar í allri Evrópu, með rúmlega 160 kýr að jafnaði. Á hverju meðalbúi starfa 1–2 starfsmenn auk ábúandans og því er skiljanlegt að hefðbundnar mjaltir henti betur. Alls voru um áramótin 4.293 kúabú á Norðurlöndunum með mjaltaþjóna og á þeim alls 6.894 mjaltaþjónar. Norðurlöndin framleiða 12 milljarða kg Eins og sést við lestur á töflu 2 þá er mjólkurframleiðsla Norðurlandanna nú komin yfir 12 milljarða kg á ári en slíkt magn hefur ekki verið framleitt á Norðurlöndunum í á annan áratug. Sem fyrr ber dönsk mjólkurframleiðsla af með rúmlega 5 milljarða kílóa en þar á eftir kemur sænsk mjólkurframleiðsla með tæplega 3 milljarða kílóa. Tæknihópur NMSM hefur áætlað að af þessum rúmlega 12 milljörðum kílóa mjólkur þá komi um 3,5 milljarðar kílóa frá mjalta- þjónabúum eða nærri 29% allrar mjólkur. Eru þessir útreikningar m.a. byggðir á upplýsingum um bústærðir og meðalnyt. Nærri 30% af kúnum mjólkaðar með mjaltaþjónum Þó svo að mjaltaþjónar séu á rúmlega 16% búanna þá er ljóst að hlutdeild þessara búa í heildar mjólkurframleiðslunni er mun meiri og felst skýringin á því í bústærðinni eins og sjá má við lestur á töflu 3. Þar kemur m.a. fram að meðal kúabúið á Norðurlöndunum er með 53 árskýr en séu mjaltaþjónabúin dregin út fyrir sviga er myndin töluvert önnur. Meðalbúið sem er með hefðbundna mjaltatækni er með 46 kýr en meðalbúið sem er með mjaltaþjón er með 91 kú. Mjaltaþjónabúin eru með öðrum orðum tvöfalt stærri að jafnaði en þau kúabú sem nota hefðbundna mjaltatækni. Sé svo horft til heildarfjölda norrænna kúa, sem voru 1.398 þúsund um síðustu áramót, þá eru nærri 28% þeirra á mjaltaþjónabúum. Hlutfallslega flestar eru í Noregi þar sem 33,8% allra kúa eru á mjaltaþjónabúum. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Lokað frá og með 20. júlí til og með 7. ágúst Vegna sumarlokunar eru bændur minntir á að panta nautgripamerkin tímanlega. Starfsþjálfunar – og enduhæfingar vinnustaður Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur Furuvöllum 1, 600 Akureyri. Opnunartími: Mánudaga – föstudaga, kl. 08.00-16.00 Sími 461-4606, Fax 461 2995 Netfang pbi@akureyri.is Bændablaðið Dreift í 32 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði og á yfir 5.000 býli á Íslandi Vínræktandi í Búrgúndí-héraði í Frakklandi, sem leggur áherslu á lífræna ræktun, á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt fyrir að neita að úða akra sína með skordýraeitri. Stjórnvöld hafa fyrirskipað vínræktendum í Búrgúndí- héraði að úða vínekrur sínar með skordýraeitri til að stemma stigu við bakteríusýkingu sem herjar á vínviðarplöntur í nágrenni héraðsins. Rök þess sem neitar að eitra er að það komi ekki til greina að eyðileggja jarðveginn með eiturefnum. Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna. Bakterían berst milli plantna með skordýrum og því talið mögulegt að hefta útbreiðslu hennar með skordýraeitri. Um 140 þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við bóndann auk þess sem fleiri ræktendur í héraðinu eru líklegir til að fylgja í fótspor hans. /VH Lífræn ræktun: Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri Sýkt planta. Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.