Morgunblaðið - 10.08.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 10.08.2015, Síða 4
Ljósmynd/Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn Mývatn Í venjulegu árferði eru tugir þúsunda unga á vatninu en í ár hafa nær engir ungar komist upp. „Eins nálægt núll- inu og hægt er að komast fyrir flestar tegundir,“ segir Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar. SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Það var dapurlegt um að litast í ungatalningu á Mývatni sem lauk í seinustu viku. Eftir kalt vor sem lagðist á sveif með niðursveiflu í vistkerfinu hafa nær allir ungar margra andategunda drepist. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir ástandið mjög slæmt. Niðurstöður talningarinnar segir Árni ekki enn fullunnar en einungis tíu til tuttugu ungar hafa fundist af hverri tegund. Í venjulegu árferði hleypur talan á tugum þúsunda. „Þetta er eins nálægt núllinu og hægt er að komast fyrir flestar teg- undir,“ segir Árni. Orsökina segir hann rekjanlega til fæðuskorts. Mý- flugnastofnar hafi hrunið og ung- arnir soltið í framhaldi. Kalt vor hafi orðið til þess að seinka lífsferli sumra átustofna og misræmi orðið milli þess hvenær ungarnir þurftu á mýinu að halda og hvenær mýið fór á stjá. „Þær tegundir sem verptu snemma eins og rauðhöfðaönd náðu mýinu áður en það hrundi og ungarnir eru komnir á grænmet- isfæði þannig að það er dálítið af rauðhöfðaungum. Aðrar tegundir hafa þetta alls ekki af. Það er mjög lítið af andarungum af flestöllum tegundum. Sárafáir hafa komist upp og það mætti kalla þetta ör- deyðu.“ Fokið í öll skjól „Bitmýinu í Laxá seinkar í svona köldu vori og andarungar sem ann- ars gætu þrifist þar ef Mývatn brygðist geta það ekki,“ segir Árni. „Það eru sárafáir andarungar á Laxá og það stafar líklegast af því að bitmýið var ekki komið þegar andarungarnir voru tilbúnir til að éta það.“ Árni segir bitmýið í Laxá annars í góðu standi og á von á vænni bitmýsgöngu seinna í sumar. „Við þurfum ekki að kvíða vargleysi í Mývatnssveitinni.“ Fleiri tegundir en endur hafa far- ið illa á Mývatni í seinni tíð. Árni segir bleikjustofn vatnsins hafa ver- ið í lamasessi í áraraðir. „Það eru innan við þúsund bleikjur í vatninu af veiðanlegri stærð. Þetta er lang- varandi ástand og mýleysið mun ekki koma til með að bæta úr því.“ Tíð áföll í lífríkinu Lífríkið í Mývatni hefur síðustu áratugi orðið fyrir reglubundnu bak- slagi að sögn Árna. „Það er sveiflug- angur í lífríkinu. Hann er ekki alveg reglulegur, þetta gerist á svona fimm til níu ára fresti. Þetta er óstöðugleiki sem byrjar í Mývatni um 1970 og hefur haldið áfram síð- an. Grunnorsökin er talin vera námugröfturinn í vatninu.“ Áhrif námugraftarins segir Árni aðallega vera tvíþætt. Námugröft- urinn feli í fyrsta lagi í sér að grafin sé djúp hola. Það sé þekkt að slíkar holur safni í sig lífrænu efni í miklu magni. Þegar niðursveifla verði í vistkerfinu reiði lífverur eins og mýlirfa sig á þessi næringarefni sem hún kemst ekki lengur að og stofninn hrynur. Í öðru lagi fylgi henni mengun næringarefna P og N sem getur reynst erfitt að skilgreina nákvæm- lega og meta áhrifin af. Mengun langtímaáhrifavaldur Nýlega birtust fréttir af því að Mývatn væri orðið hvítt á um tíu hektara svæði nálægt þéttustu byggðinni við vatnið. Orsök og eðli mengunarinnar eru ekki þekkt en Umhverfisstofnun hefur undir höndum sýni úr vatninu og beðið er niðurstöðu efnagreiningar. Þörunga- og bakteríubreiður hafa blossað upp í vatninu lengi og haft neikvæð áhrif á lífríkið. „Það sem kallað er leirlos er viðvarandi hérna. Það eru blágrænar bakteríur sem ganga undir ýmsum nöfnum. Þetta hefur verið grasserandi í allt sumar og byrjaði mjög snemma.“ Bakteríurnar hafa alltaf verið til staðar í vatninu en í seinni tíð hafi þær byrjað að valda vandræðum og náð miklum þéttleika á tímabilum. „Undanfarna áratugi hafa hins vegar verið langvarandi bakteríu- og þörungablómar sem hafa úti- lokað allt ljós neðar í vatninu. Ef það stendur langt fram á haust eða byrjar snemma á vorin þá hamlar þetta vexti þörunga. Svona breiður eru algengur fylgifiskur landbún- aðar og þéttbýlis, næringarefna- og áburðarmengun. Menn leysa það yfirleitt með því að takmarka fosfór sem berst í vötn og minnka af- rennsli af ökrum og túnum og frá þéttbýlinu. Það hefur borið árangur en það tekur langan tíma að ganga til baka því efnin eru lengi í vist- kerfinu. Þau dreifast í setlögin og berast þaðan árum saman.“ Nær allir andarungar drápust  Nánast engir andarungar hafa komist á legg við Mývatn í sumar  Tíðar sveiflur í lífríki vatnsins  Fæðuskorti er um að kenna en kuldi og margvísleg umhverfisáhrif ollu hruni í mýflugnastofninum Ljósmynd/Claudio Gratton Mývatn Dauðir ungar hafa því miður verið tíð sjón í sumar á Mývatni. Hungur lagði að velli meirihluta unganna sem reiða sig á mý til átu. Árni Einarsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Bodrum Frá kr.99.900 m/allt innifalið 20. ágúst í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Bitez Garden Life 49.900 Flugsætifrá kr. Hvalveiðar hafa gengið vel í sumar að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Kristján segir að veður hafi verið gott í sumar fyrir utan slæmt skyggni við upphaf vertíðarinnar. 80 langreyðar hafa verið veiddar, sem er aðeins meira en á sama tíma í fyrra en 70 langreyðar höfðu verið veiddar hinn 9. ágúst 2014. Veiðar hófust fyrr á síðasta ári, um miðjan júní samanborið við lok júní í ár. Aðspurður hversu lengi fram á haustið veiðar standi yfir svarar Kristján því til að það fari allt eftir veðri og aðstæðum, en yfirleitt standi veiðin fram yfir miðjan september. „Ef það er bræla þá hættum við bara, en við getum verið hér fram undir lok september,“ segir Kristján sem er að vonum ánægður með betra veður í ár en í fyrra. „Í fyrra voru eilífðar brælukaflar en í sumar hafa ekki verið neinar brælur,“ segir Kristján. Hann segir ferðir flutningaskipsins Winter Bay sem hlaðið er um 1.800 tonnum af frosnum hvalafurðum ganga vel. „Það siglir bara á fullri ferð og hafa engar hindranir verið, segir Kristján en skipið verður komið til Japans fyrri hluta septembermánaðar. Nákvæm dagsetning ræðst af veðri og sjólagi. Búnir að draga 80 lang- reyðar á land á vertíðinni  Segir engar hindranir hafa verið á siglingu Winter Bay Morgunblaðið/Þorvaldur Hvalveiðar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir hvalveiðarnar hafa gengið vel það sem af sé sumri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.