Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir það aðeins tíma- spursmál hvenær tappað verður vatni á flöskur í sveitarfélaginu og þvertekur fyrir að draumurinn um átöppunar- verksmiðju í sveitarfélaginu sé úti eftir að hús- næði átöppunar- verksmiðju var keypt en nýir eig- endur hyggjast rífa húsið niður. „Þá veit ég ekki hvort ég er að tala um einn mánuð, eitt ár, tíu ár, eða tuttugu. Allir þeir sem fylgjast með vatnsbú- skap í heiminum átta sig á því að þetta er að verða vandamál í mörg- um löndum,“ segir Kristinn og bætir við: „Forsenda alls lífs er að hafa vatn. Alla daga er verið að tala við okkur um vatn,“ segir Kristinn. Voru stórhuga árið 2007 Félagið Móabyggð hefur fest kaup á húsinu sem átti að hýsa vatnsverksmiðju Iceland Glacier Products í Rifi á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn vatnsverksmiðj- unnar höfðu háleit markmið í fyrstu, en hinn 15. ágúst 2007 greindi Morg- unblaðið fyrst frá því að samningar hefðu náðst á milli sveitarfélagsins og IGP. Framkvæmdir áttu þá að hefjast stuttu síðar og átti verksmiðjan að taka til starfa ári síðar, árið 2008, og áttu 40 til 50 ný störf að skapast með tilkomu verksmiðjunnar. Flytja átti út vatn til Bandaríkj- anna í plastflöskum og gerðu sveit- arfélagið og verksmiðjan með sér einkaréttarsamning til 95 ára. Í júlí 2009 kom hins vegar babb í bátinn þegar hæstaréttardómari í Ontario-fylki í Kanada úrskurðaði að félög í eigu athafnamannsins Ottos Spork, sem var forkólfur verksmiðj- unnar í Rifi, skyldu tekin til gjald- þrotaskipta og í ársbyrjun 2012 aug- lýsti þrotabú IGP til sölu verk- smiðjuhúsið. Áður hafði samstarfs- samningur bæjarins við fyrirtækið runnið út þar sem það hafði ekki stað- ið við skilyrði um framgang verksins. Annað verksmiðjuhús ónotað Kristinn segir það þó ekki vera neikvætt í sjálfu sér fyrir sveitarfé- lagið að missa þetta 8.200 fermetra húsnæði úr sveitarfélaginu en nýi eigandinn, félagið Móabyggð, hyggst rífa það niður og flytja ylein- ingar hússins til Reykjavíkur. Krist- inn tekur þó fram að auðvitað hefði verið best að fá starfsemi í húsið í Rifi. „Nei, nei. Það verður þá bara byggt annað síðar,“ segir Kristinn og bætir við að við ákvarðanatöku sem þessa séu hlutirnir skoðaðir út frá viðskiptalegum hagsmunum sveitarfélagsins. „Við höfum fengið töluverðar tekjur af öllu þessu brölti, en auðvit- að vill maður sjá það gerast að það verði hér vatnsútflutningur og það skapi störf í byggðinni,“ segir Krist- inn. Vatnslagnirnar sem lagðar hafa verið til átöppunar vatns eru til stað- ar í Rifi og með þeim er hægt að tappa á 90 lítrum af vatni á sekúndu að sögn Kristins. „Af besta vatni sem þú færð í heiminum í dag. Við erum náttúrlega með þetta flotta forðabúr sem er Snæfellsjökull,“ segir Kristinn og bætir við að þetta vatn renni nú ein- faldlega til sjávar og að ekki sé verið að nýta það. Kristinn segir aðspurður að það sé engin hindrun fyrir því að húsið verði tekið niður en áður en það verði gert þurfi að ganga frá nokkr- um formsatriðum. „Ástæðan fyrir því er að við gerð- um samning við skiptastjóra á sínum tíma en hann taldi að hann myndi ekki finna kaupanda nema að það yrði leyfður flutningur á húsinu,“ segir Kristinn. Í Rifi stendur annað verksmiðju- húsnæði, sem einnig átti að hýsa átöppunarverksmiðju, autt. Að sögn Kristins er húsið 1.100 fermetrar að stærð en hann veit ekki hvaða áform eru með það hús. Fín not fyrir húsið í bænum Sigurður Ingi Halldórsson, lög- maður og skiptastjóri Iceland Gla- cier Products ehf., segir að eina eign búsins hafi verið verksmiðjuhúsið í Rifi, sem nú sé búið að selja. Skipta- ferlið hafi því að mestu snúist um sölu hússins og býst hann því við að það styttist í skiptalok. Brynjar Þorkelsson, sem er í for- svari fyrir Móabyggð, segir að hing- að til hafi enginn verið tilbúinn að nota húsið í Rifi og engin ástæða hafi verið til þess að láta svona fínt hús standa ónotað. „Það eru fín not fyrir það hér í bænum,“ segir hann en húsið verð- ur ekki tekið niður fyrr en búið er að ganga frá bæði frágangi í Rifi og eins frá staðsetningu þess í bæn- um. Brynjar segir að líklegast sé að húsið verði reist í heilu lagi, það eigi þó enn eftir að skýrast og vel geti farið svo að einingar hússins verði notaðar á fleiri en einum stað.  Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir drauminn um vatnsátöppun í sveitarfélaginu ekki vera úti þrátt fyrir að rífa eigi niður húsnæði vatnsverksmiðju í bænum  Ýmsir aðilar hafa sýnt átöppun í Rifi áhuga Niðurrif svífur yfir vötnum í Rifi Vatnsátöppun Félagið Mófugl sem hefur fest kaup á húsnæðinu í Rifi hyggst rífa það niður og flytja einingarnar. Átöppun á vatni í Rifi » Félagið Iceland Glacier Pro- ducts var stórhuga árið 2007 og ætlaði félagið að flytja vatn- ið til Bandaríkjanna. » Erfiðleikar komu upp í rekstrinum og auglýsti þrotabú ICP húsnæðið til sölu árið 2012. » Nýr eigandi, Móabyggð, ætl- ar að rífa húsnæðið niður og reisa það í heilu lagi í Reykjavík eða nýta einingar hússins öðru vísi. Kristinn Jónasson Garðar Svavarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs hjá HB Granda, seg- ir að sala á makríl til Rússlands hafi verið með venjubundnum hætti nú fyrstu vikuna í ágúst. Þar á bæjum séu menn ekki að láta mögulegar aðgerðir rússneskra yfirvalda hafa áhrif á starfseminu. Hermann Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Pelagic dótturfélags Skinn- eyjar-Þinganes, segir að þrátt fyrir að ekki hafi verið selt út til Rúss- lands í síðustu viku, hafi sala verið góð í júli og fyrirtækið finni fyrir auknum áhuga viðskiptamanna sinna og vilja til þess að kaupa eins mikið og hægt sé sem fyrst ef til viðskiptabanns kæmi. Mest eftirspurn eftir Makríl frá Rússlandi hefur iðullega verið í ágúst og september, hver dagur getur því skipt sköpum ef til við- skiptabanns kemur. isak@mbl.is Rússar vilja kaupa sem fyrst  Venjubundin sala fyrstu vikuna í ágúst Makríll Makríllinn hefur selst vel. „Góður forstjóri og góður stjórnandi í dag miðlar upplýsingum til starfs- manna. Hluti af nútímastjórnun er að upplýsa fólk,“ segir Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson, dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, um bréf Rannveigar Rist, forstjóra álversins í Straumsvík sem sent var öllum starfsmönnum álversins nú á föstudaginn. „Út frá stjórnun og samskiptum, finnst mér eðlilegt að stjórnendur upplýsi starfsmenn um stöðuna, hvort sem það er gert á upplýsingafundum eða bréfleiðis,“ segir Gylfi Dalmann. Bréf Rannveig- ar hefst á því að minnast annars bréfs sem hún skrifaði en það var þess efnis að ISAL ætlaði sér að greiða ein og hálf mánaðarlaun til starfsmanna í kjölfar hrunsins í nóv- ember 2008 en menn hafa m.a. sagt það ósmekklegt en Gylfi er ekki sam- mála því. „Ef horft er á málið út frá stjórnun, má líta á þetta sem svo að rekstur fyrirtækisins snúist um sam- eiginlega hagsmuni, bæði starfs- manna og eigenda. Þegar illa gengur hjá starfsfólki, líkt og í hruninu, þá kom fyrirtækið og hafði hönd í bagga með fólkinu. Nú segir forstjórinn að illa gangi í rekstri fyrirtækisins og eiga þá starfsmenn ekki líka að sýna eitthvað á móti?“ segir Gylfi Dal- mann. Magnús M. Norðdahl, lögfræðing- ur hjá ASÍ, segir bréfasendingar sem þessar óvenjulegar. Samninga- nefndir kunni að tjá sig í fjölmiðlum eða atvinnurekendur en hann kann- ist t.d. ekki við að stéttarfélög hafi skrifað hluthöfum bréf eða að for- stjórar sendi öllum starfsmönnum bréf sem þessi. isak@mbl.is Bréfið hluti af nútímastjórnun  Óvenjulegt, segir lögfræðingur ASÍ Morgunblaðið/Þórður Straumsvík Gylfi Dalmann segir eðlilegt að upplýsa starfsmenn. Magnús M. Norðdahl Gylfi Dalmann Aðalsteinsson „Menn bíða enn átekta og ekkert farið í gang varðandi undirbúning verkfalls,“ segir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, en kjaraviðræður félagsins við ríkið eru hafnar á ný hjá ríkissáttasemjara eftir sumarfrí. SFR er í samfloti við Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL) í kjaraviðræð- unum. Næstu fundir verða á miðvikudag og fimmtudag. „Þar verða tekin fyrir ákveðin sérmál sem fram koma í kröfugerðinni okkar sem ekki var búið að ræða í botn,“ segir Árni en launaliðurinn bíður þess að vera ræddur þar til niðurstaða fæst í gerðardóm BHM við ríkið, sem væntanlegur er 15. ágúst. „Ég hef engar tilfinningar í þessu hér og nú. Við sjáum bara hvernig þetta endar með dómana, gerðar- dóm og hæstaréttardóminn, því það verður að vera búið að fá eitthvert fast land undir fæturna áður en stóru skrefin verða tekin.“ laufey@mbl.is Kjaraviðræður hafnar á ný hjá SFR, SLFÍ og LL  Verkfallsundirbúningur ekki hafinn Mál BHM gegn ríkinu verður flutt í Hæstarétti í dag og hefst klukkan níu. Þar verður fjallað um niðurstöðu héraðsdóms í málinu sem hafnaði kröfu BHM um að félagsmönnum þess sé heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms ráði ekki kjörum þeirra. BHM metur það svo að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum í verk- föllunum að réttlætti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin rétt- indi sem lagasetningin er. „Úrlausn héraðsdóms um að heimila ótímabundna sviptingu samningsfrelsis og verkfallsréttar fjölda stéttarfélaga sem ekki einu sinni voru í verkfalli stenst að mati BHM ekki stjórnskipulega meðalhófsreglu,“ segir í tilkynningu frá banda- laginu. Mál BHM í Hæstarétti NIÐURSTAÐA HÉRAÐSDÓMS TIL SKOÐUNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.