Morgunblaðið - 10.08.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
Styrmir Gunnarsson bendir áað umrótið, sem fylgt hefur
nýrri tækni í fjölmiðlun, hafi
einkum leitt til umræðna um
stöðu dagblaða og hversu lengi
pappírinn yrði vettvangur um-
fjöllunar um málefni líðandi
stundar:
Minna hefurhins vegar
verið tekið eftir
því að hið hefð-
bundna sjónvarp,
með tímasettum
dagskrárliðum dag
hvern á ekki síður
í tilvistarkreppu og spurning
hversu lengi það heldur velli. Ný
aðferð við dreifingu myndefnis,
sem Netflix er kannski skýrasta
dæmið um getur verið að kippa
fótunum undan rekstri hefðbund-
ins sjónvarps og þá ekki sízt
áskriftarsjónvarps.
Fyrir helgina sagði FinancialTimes frá því að á miðviku-
dag hefði verðmæti stærstu sjón-
varpsstöðva í Bandaríkjunum
minnkað á markaði um 37 millj-
arða dollara.
Þar er um að ræða Viacom,Century Fox, Disney og fleiri
sambærileg fyrirtæki. Sl. föstu-
dag hafi þessi alda náð til Evr-
ópu, þegar verðmæti ITV og Pro-
SiebenSat.1 hafi minnkað um 6%.
Það sem kom þessu verðfalli afstað voru léleg ársfjórðungs
uppgjör, sem vöktu spurningar
um hvort Netflix, YouTube o.fl.
væru að breyta þessum markaði í
grundvallaratriðum.
Einn greinandi sagði við Fin-ancial Times að spurningin
væri einvörðungu sú hvort þetta
gerðist hægt og bítandi eða með
hruni sem leiddi af sér öng-
þveiti.“
Styrmir
Gunnarsson
Stóra spurningin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 9 rigning
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 26 léttskýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 26 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 27 heiðskírt
Vín 36 léttskýjað
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 32 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 18 alskýjað
New York 26 léttskýjað
Chicago 23 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:04 22:04
ÍSAFJÖRÐUR 4:52 22:25
SIGLUFJÖRÐUR 4:34 22:09
DJÚPIVOGUR 4:29 21:38
Mikill meirihluti
landsmanna telur
búsetustað sinn
góðan fyrir sam-
kynhneigða, eða
nær 86% þeirra
sem taka afstöðu.
Þetta kemur
fram í Þjóðar-
púlsi Gallup.
Nær 2% þeirra sem taka afstöðu
telja staðinn sem þeir búa á ekki
góðan fyrir búsetu samkynhneigðra
og tæplega 13% telja stað sinn
hvorki góðan né slæman. Rúmlega
15% aðspurðra taka ekki afstöðu.
Munur var á svörum landsmanna
eftir aldri. Töldu þeir sem eru 60 ára
eða eldri síst að staðurinn sem þeir
búa á væri góður staður fyrir sam-
kynhneigða. Þá töldu íbúar höfuð-
borgarsvæðisins frekar en íbúar
landsbyggðarinnar að þeir byggju á
stað sem væri góður fyrir búsetu
samkynhneigðra.
Íbúar Suður- og Norðvestur-
kjördæmis voru ólíklegastir til að
telja sig búa á vænum stað fyrir
samkynhneigt fólk, miðað við íbúa
annarra kjördæma, samkvæmt því
sem fram kemur í könnuninni.
Ísland gott
fyrir sam-
kynhneigða
60 ára og eldri
skera sig úr í viðhorfi
Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð á
laugardagskvöld fyrsta íslenska
konan til að synda ein yfir Ermar-
sund. Sundið tók 23 klukkustundir
og 30 mínútur en hún lagði af stað
frá Dover á suðurströnd Englands
um miðnætti á föstudagskvöld að ís-
lenskum tíma.
Sigrún var að vonum ánægð þegar
mbl.is náði tali af henni í gær. „Ég
hef það andlega fínt en líkamlega er
ég alveg búin á því,“ sagði Sigrún en
hún kom að landi á Gris Nez-höfða í
Frakklandi á tólfta tímanum að
kvöldi laugardagsins.
Varð sjóveik á leiðinni yfir
„Munnurinn allur saltur og ég get
varla hreyft hendurnar, en það
lagast,“ sagði Sigrún við mbl og
bætti við að hún væri rosalega stolt
og ánægð. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Sigrún tekst á við Ermarsundið
en hún synti í fyrra boðsund yfir
sundið ásamt fjórum öðrum konum.
„Ég varð sjóveik eftir að hafa synt
í fimm og hálfan tíma og ég borðaði
rosalega lítið. Ég lifði á kóki, jelly
babies og súkkulaði í sundi og sé mat
í hillingum núna,“ sagði Sigrún.
Eftir að hún kláraði sundið tók við
þriggja tíma sigling frá Frakklandi
aftur til Dover í Englandi. Hún sat
yfir Facebook-kveðjum vina og
vandamanna og grét yfir stuðn-
ingnum þegar mbl ræddi við hana.
Synti yfir Ermarsund ein síns liðs
Sigrún Þuríður Geirsdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að synda ein yfir
Ljósmynd/Ermarsund Sigrúnar
Sund Sundið tók tæplega 24 tíma.