Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 11

Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 þeir í Ontario sem er vinabær og var tekið afar vel á móti þeim. Þar voru allskonar viðburðir og skemmtileg- heit en síðan færði hópurinn sig til Los Angeles þar sem setning leik- anna fór fram 25. júlí. Merkilegast fannst Óla að vera úti í Bandaríkj- unum og taka þátt í stórviðburðinum sem leikarnir eru, og að kynnast öllu þessu fólki, bæði erlendum kepp- endum og þeim sem voru í íslenska hópnum. Vann sér eldri mann í sjómann þegar hann var 12 ára Ár er síðan Óli var valinn til að taka þátt í leikunum og hann hefur æft stíft síðan. Hann æfir hjá Suðra á Selfossi, en þeir eru fáir sem eru í lyftingum hér í hans fötlunarflokki. Óli segist fyrst og fremst hafa byrjað að æfa lyftingar af einskærum áhuga og að þessi íþrótt eigi vel við hann. Mikil hefð er fyrir íþróttaiðkun í fjöl- skyldu Óla, svo hann heldur heiðr- inum og hefðinni á lofti. Afi hans, Þór- ir Sigurðsson, var íþróttakennari og langafi hans var enginn annar en Sig- urður Greipsson glímukóngur. Hann játar það sposkur á svip að honum kippi í kynið. Auk þess eru þeir líkir, Óli og Sigurður, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar af Sigurði glímukappa ungum að árum. Óli er að Heimkoma Stoltur með brons, og enn stoltari mamma, Ágústa Þórisdóttir.Einbeiting og kraftur Hér tekur Óli hnébeygju á leikunum, en hann lenti í fjórða sæti í þeirri grein, tók 105 kg. Í Ólympíuhringnum Óli ásamt Vigni Unnsteinssyni lyftingakappa og Hlyni Áskelssyni þjálfara. eðlisfari sterkur og kom það snemma í ljós, rétt eins og hjá langafa hans. Dæmi þar um er að þegar Óli var 12 ára þá vann hann sér miklu eldri mann í sjómann. Hann segist fyrir löngu vera kominn fram úr mömmu sinni sem hefur æft í líkamsræktinni, og að hann sé orðinn sterkari en hún og fari létt með að lyfta henni sjálfri. Óli er sposkur á svip þegar hann upplýsir um þetta. Móðir Óla, Ágústa Þór- isdóttir, segir þetta hárrétt og bætir við að hún sé afar stolt af syninum. „Þó við leitum langt aftur í tím- ann, þá hefur enginn í okkar ætt náð því að keppa á slíkum stórleikum sem Special Olympics eru, hvað þá að koma heim með verðlaun úr slíkri för,“ segir hún ánægð og bætir við að þegar íslenski hópurinn kom heim og flugvélin lenti í Keflavík þá fengu þau flottar móttökur og heiðursvatnsboga var sprautað yfir vélina. Óli ætlar að halda ótrauður áfram að æfa lyftingar enda mikil hvatning sem felst í því að koma heim með tvo verðlaunapeninga. „Nú er bara að bæta sig, æfa af kappi og gera enn betur,“ segir þessi ungi hrausti maður sem á framtíðina fyrir sér og mamma bætir við að hann geti tekið þátt á mótum hér heima til að halda sér við efnið, bæði á Íslands- móti og Hængsmóti. Ljósmynd/Héraðsskjalasafn Árnesinga „Vatnið mýkir vöðva og liði og hjálpar okkur að auka sveigjanleika okkar á mildan hátt,“ segir á vefsvæðinu www.wateryoga.info Þann 13. ágúst næstkomandi verð- ur opinn kynningartími í jóga í vatni og kostar litlar 500 kr. inn. Til stend- ur að hefja jógakennaranám í vatni þann 4. september í Heilsustofnun- inni í Hveragerði. „Ég var hvött til að hafa kynningar- tíma áður en það yrði, til að veita betri innsýn inn í þennan friðsæla, umvefjandi, milda og ljúfa heim,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og jógískur ráðgjafi, á vefsvæði viðburðarins. Langar þig að prófa jóga í vatni? Umvefjandi og ljúfur heimur Ljósmynd/Timothée Lambrecq Að rölta um Viðey er alltaf góð skemmtun og þá sérstaklega þegar gengið er undir leiðsögn og umræðu- efnið er matur og matarmenning. Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafs- dóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir rifja upp landkosti eyjunnar og varpa ljósi á margbreytilega búskaparhætti jafnt á uppgangs- og niðurlægingar- tímum, að því er segir í tilkynningu um viðburðinn annað kvöld. Spáð verður meðal annars í lifnaðarhætti fyrstu ábúenda og eldamennsku inn- an klausturveggja og sagt frá ræktunartilraunum Skúla fógeta og veislum þeirra Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Gangan hefst klukk- an 19.30 við Viðeyjarstofu og er siglt heim klukkan 21. Gengið með sagnfræðingum um Viðey annað kvöld Skyggnst í matarkistuna Morgunblaðið/Kristinn Langafi Óla er glímukóngurinn Sigurður Greipsson í Haukadal í Biskupstungum. Hann vakti snemma á sér athygli sem íþróttamaður, mikill glímukappi og æskulýðsfrömuður. Sigurður var byrjaður að glíma 10 ára gamall en þeir sem unnu að byggingu kon- ungshúsanna á Geysi og við brúargerð á Tungu- fljóti höfðu glímuæfingar á kvöldin eftir vinnu. Sigurður tók þátt í æfingunum og glímdi við fullvaxna menn. Stundum voru samkomur við Geysi og þá var glímt. Sig- urður keppti fyrst opinberlega í glímu 13 ár gamall og stóð hann sig svo vel að hinir eldri og reyndari glímumenn áttu fullt í fangi með að verjast brögðum hans og fimi. Var honum þar strax spáð miklum glímuframa. Árið 1922 fór Sigurður fyrst fram í glímukeppni um Grettisbeltið, sigr- aði þar og fékk sæmdarheitið Glímukóngur Íslands. Grettisbeltið vann Sigurður aftur 1923 og var nafn hans á hvers manns vörum. Aftur vann Sigurður Íslandsglímuna 1924, 1925 og 1926 og bar höfuð og herðar yfir aðra glímumenn landsins. Sigurður keppti einnig í frjálsíþróttum og var þátttakandi á árunum 1921-1923 á Allsherjarmóti ÍSÍ við góðan orðstír. Sigurður stofnaði Íþróttarskólann í Haukadal árið 1927 sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár. (Af vefsíðunni www.hotelgeysir.is) LANGAFINN SIGURÐUR GREIPSSON GLÍMUKÓNGUR Íþróttaáhuginn í blóðinu LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.