Morgunblaðið - 10.08.2015, Side 12
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Það var alveg geggjað. Við vorum
bæði alveg svakalega slök. Eftir
hraðabreytingarnar sá ég að ég gæti
orðið heimsmeistari og hugsað með
mér, vá þá er eins gott að vanda sig á
yfirferðinni,“ segir Kristín Lárus-
dóttir hlæjandi nýkrýndur heims-
meistari í tölti á Þokka frá Efstu-
Grund á Heimsleikum íslenska
hestsins í Herning í Danmörku þeg-
ar hún lýsir því hvernig hafi verið að
ríða úrslitin í tölti.
Kristín gerði sér lítið fyrir og sigr-
aði í töltkeppninni með yfirburðum.
Hún lagði að velli enga aukvisa held-
ur m.a. margfaldan heimsmeistara í
tölti, Jóhann Skúlason, sem varð í
fjórða sæti og Sigurbjörn Bárðarson
sem vart þarf að kynna en hann end-
aði í því fimmta.
Kristín er búsett í Syðri-Fljótum
við Kirkjubæjarklaustur og er einn-
ig sauðfjárbóndi samhliða því að
reka hrossaræktarbú og tamn-
ingastöð.
Það má segja að Kristín hafi farið
fjallabaksleiðina inn í íslenska liði en
hún var valin sem aukaknapi inn í
liðið eftir að knapinn Sigurður Sig-
urðarson gaf eftir sæti sitt sem hann
hafði unnið sér inn. „Ég hafði aldrei
spáð í það beint að fara á heims-
meistaramót, svo lét ég vaða í vor og
þetta er niðurstaðan,“ segir Kristín
og vísar til úrtökunnar sem knapar
þreyta til að komast inn í landsliði.
Hún segist þó alltaf hafa vitað
hversu mikill gæðingur Þokki er en
hann hafi sýnt miklar framfarir síð-
ustu ár. Hún lýsir honum sem sér-
stökum karakter, og segir að hann
hafi ekki alltaf verið auðveldur.
„Hann er búinn að temjast svaka-
lega mikið, sérstaklega í dag. Ég get
orðið riðið með fána og alls kyns jóla-
skraut,“ segir hún og hlær og vísar
til verðlaunanna sem eru hengd bæði
á hesta og knapa eftir úrslit.
Þegar símtalinu var að ljúka til
Danmerkur segir hún hlæjandi: „Er
ekki gott fyrir Ísland að kona vinni
eitt gull, ég er ekki viss um að það
hafi gerst áður. Er ekki líka 100 ára
kosningaafmæli kvenna í ár? Þetta
er mikið karlasport hér heima þó að
þetta sé öðruvísi í hinum löndunum.“
Þrjár konur voru í íslenska landslið-
inu í ár, auk hennar þá kepptu tvær
sem ungmenni á mótinu.
Íslensku hestarnir sem fara úr
landi mega ekki koma aftur heim til
Íslands og eru þeir flestir nú þegar
seldir. Þokki fer til Þýskalands eftir
mótið og Kristín verður því að finna
annan hest sem hún teflir fram eftir
tvö ár í Hollandi þar sem næstu
Heimsleikar verða haldnir. Kristín
viðurkennir að það verði sárt að
kveðja Þokka. Líklega má segja að
svipaðar tilfinningar brjótist um í
flestum öðrum íslenskum knöpum.
Sprungu út á réttum tíma
„Það var ánægjulegast að sjá
hversu margir sprungu út á réttum
tíma á meðan á mótinu stóð. Það
var gríðarlega mikil fagmennska
hjá liðinu og jákvæðni,“ segir Páll
Bragi Hólmarsson, liðsstjóri ís-
lenska liðsins. Hann er mjög
ánægður með árangurinn á mótinu.
Hann segir það hafi verið sér-
staklega skemmtilegt að horfa á úr-
slitin í tölti þar sem Íslendingar
áttu þrjá fulltrúa. „Það var
skemmtilegt að sjá í raun tvo Ís-
landsmeistara keppa í úrslitum í
tölti á svona móti en það gerist ekki
svo oft,“ segir Páll og vísar til
Kristínar og Sigurbjörns en á síðast
Íslandsmóti voru þau bæði jöfn að
stigum en Sigurbjörn vann þegar
þeim var raðað eftir sætaröð.
Spennandi skeiðkeppni
Skeiðkeppnin var mjög spennandi
en heimsmet féll í 250 metra skeiði.
Það var Guðmundur Einarsson og
Sproti frá Sjávarborg sem hlupu á
21,49 sekúndum í spretti með Teiti
Árnasyni og Tuma. Guðmundur
jafnaði heimsmetið í skeiði í þessum
spretti en í sömu umferð hafði Sören
Madsen og Hárekur frá Hákoti farið
á sama tíma 21,49. Guðmundur varð
heimsmeistari því hann hafði betri
annan tíma.
Tímabært að
kona vinni
gullverðlaun
Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson
Gull Glóðafeykir frá Halakoti og Daníel Jónsson sem var efsti stóðhesturinn
í flokki 7 vetra og eldri með 8,74 í aðaleinkunn og 9,03 fyrir hæfileika.
Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson
Heimsmeistari Guðmundur Björgvinsson í fjórgangi á Hrímni frá Ósi.
Fagmennska og jákvætt lið
Töltkeppni Heimsmeistar-
inn Kristín Lárusdóttir og
Þokki frá Efstu-Grund og
Sigurbjörn og Jarl.
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Heimsleikar íslenska hestsins í Herning