Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 13
Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson
Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson
Heimsmet Guðmundur og Teitur í sprettinum þar sem Guðmundur setti
heimsmet í 250 metra skeiði á tímanum 21,49 sekúndum.
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
2.495KR
BRÖNS
Í hádeginu laugardaga,
sunnudaga og rauða daga
frá 11:30 – 15:00
g e y s i r b i s t r o . i s
Aðalstræti 2
517 4300
Heildarnotkun sýklalyfja í mönnum hefur minnkað lít-
illega frá árinu 2012 en hjá börnum yngri en fimm ára
hefur hún minnkað talsvert. Leiða má líkum að því að
bólusetning hjá ungbörnum hér á landi gegn pneumó-
kokkum hafi stuðlað að minnkandi notkun sýklalyfja hjá
þessum hópi og einnig lækkandi sýklalyfjaónæmi hjá
ákveðnum bakteríum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi
baktería í mönnum og dýrum á árinu 2014. Sambærileg
skýrsla um sýklalyfjanotkun í mönnum var áður gefin út
í nokkur ár þar á undan.
Sýklalyfjanotkun í dýrum hefur einnig farið minnk-
andi frá árunum 2010 og er hún ein sú minnsta hér á
landi inna Evrópu.
Tíðni kampýlóbaktersýkinga eykst
Sýklalyfjaónæmi hefur almennt haldist nokkuð
óbreytt hér á landi á undanförnum árum enda þótt það
sé breytilegt eftir bakteríum. Salmonellusýkingar hjá
mönum hafa verið nokkuð svipaðar að fjölda til og frá
2000 en tíðni kampýlóbaktersýkinga heldur aukist, segir
í skýrslunni. Flestar þessara sýkinga má rekja til erlends
smits og er sýklalyfjaónæmi algengara í þeim sýkingum.
Sýklalyfjaónæmi iðrabaktería hjá mönum hefur þó al-
mennt heldur aukist á undanförnum árum. Hvað E. coli
bakteríur varðar hefur ónæmi fyrir hinum ýmsu sýkla-
lyfjum haldist nokkuð óbreytt.
Sýklalyfjanotkun er einn helsti áhættuþátturinn fyrir
útbreiðslu ónæmra baktería og því er mikilvægt að
stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja.
Mikill áróður hefur verið rekinn á undanförnum árum
fyrir skynsamlegri og bættri notkun sýklalyfja hér-
lendis. Átak í heilbrigðisumdæmum Suðurlands og Aust-
urlands í bættri notkun sýklalyfja sýnir að notkunin hef-
ur minnkað mikið. Segir sóttvarnalæknir að til standi að
hefja átak í samvinnu við lækna á svæðum þar sem mest
er ávísað af sýklalyfjum, eins og t.d. á höfuðborgarsvæð-
inu. laufey@mbl.is
Heildarnotkun sýklalyfja í
mönnum fer minnkandi
Átak og áróður í bættri notkun sýklalyfja skilar árangri
Morgunblaðið/Friðrik
Lyf Skýrsla sóttvarnalæknis er um sýklalyfjanotkun.