Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 15

Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Sjálfvirk rennibraut inn á heimili SVIÐSLJÓS Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fjórum árum eftir að Anders Be- hring Breivik skaut 69 manns til bana í Útey, söfnuðust þar saman þúsund ungmenni um helgina í fyrstu sumarbúðunum sem haldnar hafa verið í eynni síðan fjöldamorð- in áttu sér stað. Fyrst og fremst voru það tán- ingar sem létu lífið í árás öfga- mannsins hinn 22. júlí árið 2011, þegar hann elti uppi þátttakendur í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sem haldnar voru árlega þessari litlu eyju skammt frá Osló. Staðföst og ákveðin í að endur- heimta yfirráð sín á svæðinu komu ungmenni flokksins, ásamt nokkr- um eftirlifendum árásarinnar, aftur saman á föstudag og héldu þar búð- ir fram til gærdagsins. Var and- rúmsloftið afslappað þegar formað- ur ungliðahreyfingarinnar, Mani Hussaini, ávarpaði viðstadda: „Það er gott að vera komin aftur heim.“ Frábært að vakna í Útey Framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs þegar árásirnar áttu sér stað, tók þátt í sumarbúðunum um helgina. „Það er frábært að vakna í Útey og að vera umkringdur svona virku ungu fólki,“ sagði í tísti Stolten- bergs á vefnum Twitter. Margir táninganna komu til eyj- unnar á fimmtudag og settu upp tjöld sín nærri mötuneytishúsinu, en kúlnaför má ennþá sjá á veggj- um þess. En kúlnaför eru ekki einu merkin um það sem átti sér stað þennan sólfagra júlídag fyrir fjórum árum. Vopnaðir lögregluverðir fylgdust grannt með framgangi sumarbúðanna og tveir lögreglubát- ar sigldu umhverfis eyna á meðan búðirnar stóðu yfir. Hussaini segir í tali við frétta- veitu AFP að Útey sé samkomu- staður fyrir unga aðgerðasinna, eins konar stjórnmálasmiðja, þar sem finna megi „menningu, íþróttir, vin- skap, og síðast en ekki síst, ást“. Myrti ungliðana kerfisbundið Hélt hann svo áfram: „Útey er einnig vettvangur dekksta dags í sögu Noregs á friðartímum. Hún verður því alltaf staður til að minn- ast þeirra sem við misstum þennan dag, en endurheimt Úteyjar fyrir sumarbúðirnar snýst um að láta ekki hina myrku sögu skyggja á ljósið.“ Skotæði Breiviks varði í rúman klukkutíma, þar sem hann myrti kerfisbundið tugi ungliða Verka- mannaflokksins, stærsta flokks Noregs, en flokknum kenndi hann um aukna fjölmenningarstefnu í landinu. Föst á hinni smáu 12 hekt- ara eyju, höfðu mörg ungmennin enga leið til að flýja morðingjann nema út í ískalt vatnið umhverfis eyna. Töluverðar endurbætur hafa ver- ið gerðar í eynni í aðdraganda sum- arbúðanna. Nýjar byggingar hafa risið við hlið þeirra gömlu, sem hafa einnig verið gerðar upp. Þá hefur stór og mikill stálhring- ur verið smíðaður í skógi eyjarinn- ar, sem minnismerki um þá sem lét- ust. Á hann eru letruð nöfn 60 af þeim 69 sem voru myrt í árásinni. En til marks um að sár einhverra aðstandenda eru enn langt frá því að vera gróin, vildu níu fjölskyldur ekki að nafn fallins ástvinar þeirra væri þar á meðal. Endurheimtu Útey  Snýst um að láta ekki hina myrku sögu skyggja á ljósið, segir formaður ungliða- hreyfingar Verkamannaflokksins  Kúlnaför má ennþá finna á veggjum bygginga AFP Æskan Um þúsund manns voru samankomin í sumarbúðunum í Útey um helgina. Ekki eru þó öll sár gróin á meðal aðstandenda þeirra sem féllu í árásinni. Bandarísk yfir- völd hafa flutt sex herþotur af gerðinni F-16 til Tyrklands, þar sem þær eiga að aðstoða í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu. Koma þot- urnar til viðbótar við þau mann- lausu vélfygli sem Bandaríkin hafa notast við til að ráðast gegn sam- tökum íslamistanna í Sýrlandi. Tyrkland, sem er meðlimur í Atl- antshafsbandalaginu líkt og Banda- ríkin, hefur undanfarið aukið að- gerðir gegn íslamistum eftir sprengjuárásina í Suruc í lok júlí, þar sem þrjátíu létu lífið. Samkvæmt heimildum frétta- veitu AFP er búist við að þrjátíu bandarískar herflugvélar til við- bótar muni koma til Tyrklands á komandi dögum. Bandarískar herþot- ur koma til aðstoðar TYRKLAND Ísraelsk lög- regluyfirvöld handtóku í gær nokkra ein- staklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að kasta eldsprengjum í heimili Palest- ínumanna, en tveir létust í árásinni. Koma handtökurnar í kjölfar ákalls almennings um aðgerðir eft- ir að íkveikjan, sem átti sér stað hinn 31. júlí, leiddi af sér dauðsföll hins 18 mánaða gamla Ali Saad Da- wabsha og föður hans, Saad. Barnið lést samdægurs en fað- irinn lést á laugardag og var borinn til grafar af þúsundum manna, sem margir hverjir kölluðu á sama tíma eftir hefnd. Þá köstuðu einhverjir steinum í ísraelsku lögregluna sem svaraði með því að beita táragasi gegn mannfjöldanum. Handteknir og grun- aðir um íkveikjuna VESTURBAKKINN Skúli Halldórsson sh@mbl.is Íbúar og yfirvöld japönsku borgar- innar Nagasaki minntust þess í gær að 70 ár voru liðin frá því að Banda- ríkjamenn slepptu kjarnorku- sprengju á borgina. Fulltrúi eftirlifenda sprengju- árásarinnar ávarpaði viðstadda, þar á meðal Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japans. Sagði hann að nýtt frumvarp ríkisstjórnar Abe færi gegn óskum eftirlifendanna og að það myndi „leiða til stríðs“. Hin svokölluðu öryggislög, sem Abe segir nauðsynleg til að auka við- bragðsmöguleika Japans gagnvart vaxandi ógnum í heimshlutanum, hafa mætt harðri gagnrýni almenn- ings. Verði lögin samþykkt munu þau slaka á kröfum stjórnarskrár- innar sem leyfir her landsins aðeins að vígbúast ef til árásar kemur. Borgarstjóri Nagasaki, Tomi- hisa Taue, ávarpaði einnig þá sem voru saman komnir í borginni. Sagði hann að „útbreiddur óróleiki“ væri gagnvart lögunum, sem þegar hafa hlotið samþykki neðri deildar þings- ins og eru nú á borði efri deildar- innar. „Ég hvet ríkisstjórnina til að hlusta á þessar raddir varúðar.“ Þessi tilfinning endurómaði í skilaboðum frá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þar sem hann hvatti til útrýmingar kjarnorkuvopna. „Af öllu hjarta tek ég undir ákall ykkar til heimsins: Aldrei aftur Nagasaki. Aldrei aftur Hiroshima.“ Forsætisráðherrann Abe sagði í stuttri ræðu að Japan, sem eina landið sem hefði þurft að þola kjarn- orkuárásir, myndi leitast við að gegna forystuhlutverki í að losa heiminn við slík ógnarvopn. Minntust árás- ar á Nagasaki  Vöruðu við nýju stjórnarfrumvarpi AFP Minning Friðarstyttan í Nagasaki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.