Morgunblaðið - 10.08.2015, Side 16

Morgunblaðið - 10.08.2015, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Veruleg átökhafa aðundanförnu verið að koma upp á yfirborðið í þremur af fjórum flokkum stjórn- arandstöðunnar á þingi. At- hygli vekur að í öllum tilvikum hefur verið reynt að fela ósættið sem ríkir innan flokk- anna en um leið vekur athygli að það virðist djúpstæðara en mátt hefði ætla. Samfylkingin hélt landsfund í mars síðastliðnum og þar átti allt að vera með friði og spekt og enginn lýsti fyrirfram yfir andstöðu við forystu flokksins. Engu að síður fór það svo að formaðurinn fékk mótframboð og komu þá fram ótrúlegir veikleikar. Formaðurinn hékk á for- mannssætinu með eins at- kvæðis mun þrátt fyrir það forskot sem sitjandi formenn almennt hafa á slíkum sam- komum. Eftir þetta hefur flokkurinn verið í uppnámi og fullkomin óvissa ríkjandi um hver ráði för innan flokksins og hver muni leiða hann eftir næsta landsfund. Raunar er óvíst hvenær næsti lands- fundur verður haldinn því að margir eru þeirrar skoðunar að sem fyrst verði að skera úr um hver skuli leiða flokkinn inn í næstu kosningar og að núverandi formaður sé að óbreyttu ekki vel til þess fall- inn þó að aðrir vænlegir kostir hafi ekki látið á sér kræla. Björt framtíð steig brosandi inn í þetta kjörtímabil með nýjan þingflokk og forystu sem hafði það yfirbragð að standa saman og geta unnið saman. Ekki leið þó á löngu þar til flokkurinn virtist logn- ast út af og svo fór stjórn- arformaðurinn en eftir sátu formaðurinn og þingflokks- formaðurinn. Flokkurinn hef- ur síðan allt að því horfið í skoðanakönnunum sem hefur orðið til þess að stjórn- arformaðurinn fyrrverandi op- inberar ágreining við for- manninn og hefur nú lýst því yfir að hún vilji taka við því embætti. Sitji formaðurinn hins vegar áfram hafi hún, sem er einnig varaþingmaður, ekki áhuga á að setjast á þing fyrir flokkinn. Þetta er óvenjulega alvarlegt missætti forystu- manna flokks og hefur ekki verið útskýrt með fullnægj- andi hætti, hvorki fyrir kjós- endum flokksins né öðrum. Þriðji stjórnarandstöðu- flokkurinn sem glímir við al- varleg innanmein, Píratar, hefur, þrátt fyrir áherslur sín- ar í orði kveðnu á gagnsæi, lagt sig fram um að fela ósætti inn- an flokksins fyrir almenningi og hef- ur það tekist nokk- uð vel. Nú er hins vegar komið upp á yfirborðið að veruleg óánægja er með þá afstöðu tveggja af þremur þingmönnum flokks- ins að ætla að bjóða sig fram í næstu kosningum þrátt fyrir að flokksmenn hafi gert ráð fyrir að þeir sætu aðeins þetta kjörtímabil og hleyptu svo öðrum að. Almennir flokks- menn vilja ekki að þingmenn þeirra verði atvinnustjórn- málamenn, enda virðist flokk- urinn helst höfða til kjósenda á þeirri forsendu að hann sé öðruvísi en aðrir flokkar. En nú er komið á daginn að þing- menn hans eru ekki mikið öðruvísi en aðrir. Þeir sækjast eftir endurkjöri líkt og þing- menn gjarnan gera. Ýmsar ástæður eru fyrir ósættinu innan þessara þriggja flokka og sumar eiga eftir að koma fram með skýr- ari hætti. Ein sú helsta er þó skoðanakannanir, sem þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart þar sem þessir flokkar hafa að miklu leyti gengið út á slíkar kannanir. Píratar hafa ólíkt hinum baðað sig í já- kvæðum fréttum af skoð- anakönnunum upp á síðkastið og það virðast einmitt vera hinar jákvæðu kannanir sem valda flokknum erfiðleikum nú því að þær gera það að verkum að þingmennirnir tveir verða þaulsætnari. Hinir flokkarnir tveir glíma ekki við þennan óvænta lúx- usvanda í könnunum. Slæmar mælingar samfylkingarflokk- anna tveggja eru ástæða þess að formaður Samfylking- arinnar fékk mótframboð í mars og óttast að verða felldur næst þegar flokksmenn fá færi á honum. Þær eru einnig ástæða þess að formaður Bjartrar framtíðar hefur nú fengið mótframboð. Á ársfundi flokksins í byrjun næsta mán- aðar mun koma í ljós hvort hann stendur af sér atlöguna. Fyrir forystumenn þessara flokka og flokksmenn alla hlýtur að vera umhugsunar- efni að eitt það helsta sem rek- ur umræður og átök innan flokkanna áfram skuli vera skoðanakannanir. Að nýir og nýlegir flokkar skuli ekki hafa meira fram að færa en raun ber vitni og að þar fari ekki fram neinar málefnalegar um- ræður svo heitið geti, en þess í stað gangi allt út á vinsælda- mælingar, kann ekki góðri lukku að stýra. Vægi vinsælda- mælinga innan ákveðinna flokka er áhyggjuefni} Ólíkar kannanir valda líkum vanda F lest í mannlegri tilveru er óvissu háð. Sama hvert er litið er óvissan ráðandi afl og þó svo að við getum reynt okkar besta til þess að draga úr henni stendur okkur yfirleitt ekkert annað til boða en að krossa ein- faldlega fingur og vona það besta. Það er sárt – en jafnframt nauðsynlegt – til þess að hugsa hve lítið og takmarkað vald við höfum yfir okk- ar eigin lífi og hvernig því muni vinda fram. Framtíð okkar er hulin og örlög óráðin. En það einkennir okkur mannfólkið að við forðumst alla jafna að hugsa um óvissuna. Við teljum okkar hafa allt á hreinu – vita með vissu hvað framtíðin ber í skauti sér – og virðum þannig óvissuna fullkomlega að vettugi. Við berjum okkur á brjóst og látumst vita hitt og þetta sem við getum ekki haft minnstu hugmynd um. Í bók sinni Svarti svanurinn bendir Nicholas Nassim Taleb á að stórir og ófyrirsjáanlegir atburðir eru afger- andi þegar litið er til sögunnar. Þessir sjaldgæfu atburðir, sem hann kallar svarta svani, hafa gerbreytt öllum okkar forsendum og þekkingu og sett ný viðmið. Titill bókar- innar vísar til þess að áður en Evrópubúar fundu Ástr- alíu, þá töldu þeir að allir svanir væru hvítir, enda höfðu þeir aldrei séð neitt annað en hvíta svani. Þeir sáu hins vegar í fyrsta sinn svartan svan á sveimi í Ástralíu og end- urskoðuðu þar með hugmyndir sínar. Svartir svanir eru atburðir sem fáum – ef einhverjum – býður í grun að séu í vændum, en eftir á þykjast margir hafa séð að þeir hafi verið óhjákvæmilegir. Fjármálahrunið 2008 er gott dæmi. Taleb gagnrýnir sérstaklega hina ýmsu hagfræðinga og spekúlanta sem töngluðust sífellt á því um miðjan síðasta áratug að áhættulíkön þeirra sýndu að engin hætta væri á því að fjármálamarkaðir á Vesturlöndum myndu riða til falls. Allt væri í himnalagi. Annað kom hins vegar á daginn. Sérfræðing- arnir þóttust vissir í sinni sök, en þeir höfðu ekki hugmynd um hvað átti eftir að gerast. Þeim láðist að taka óvissuþáttinn með í reikn- inginn. Þeir gerðu ekki ráð fyrir svarta svan- inum. Í kjölfar hrunsins reyndu þessir sömu spekúlantar að telja sjálfum sér trú um að þeir hefðu átt að sjá það fyrir. Það hefði í raun verið augljóst. Og með það í huga smíðuðu þeir, í sinni barnslegu trú að framtíðin yrði alveg eins og fortíðin, enn fleiri líkön sem eiga að spá fyrir um hið ókomna. Það má ekki skilja Taleb svo að hann vilji að við hætt- um alfarið að spá fyrir um framtíðina. Hann vill bara að við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og þurfum þess vegna að tileinka okkur auðmýkt í spádóm- um okkar. Hinn blákaldi raunveruleiki er flóknari en stærðfræðilíkönin segja til um og óvissan um framtíðina er meiri en við myndum gjarnan vilja. Við eigum að sætta okkur við óvissuna, í stað þess að reyna að stýra henni, og finna hógværari leiðir til þess að takast á við hið ófyrir- séða. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Að höndla óvissuna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Verktaka er með mismun-andi hætti í álverunumþremur hér á landi, mesthjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði en minnst hjá Norður- áli á Grundartanga. Deilan sem setti allt í hnút í kjaraviðræðunum hjá álverinu í Straumsvík í sumar, áður en málið var lagt til hliðar í bili, snerist um rétt fyrirtækisins til að setja fleiri verkþætti í sjálfstæða verktöku. Það felur í sér að ein- hverjum hópi fastráðinna starfs- manna er sagt upp og samið við ut- anaðkomandi verktaka um að sinna störfunum. Talsmenn starfsmanna, segja að áform fyrirtækisins feli í sér að um eitt hundrað starfsmenn verði verktakar. Það er mikil breyt- ing á vinnustaðnum. Andstaðan stafar af því að með breytingunni þurfa starfsmenn að afsala sér ýms- um, réttindum sem þeir hafa nú. Staða verktaka á vinnumarkaði er allt önnur en launþega. Þrjú álver á Íslandi Álverið í Straumsvík, sem nú er rekið undir merkjum alþjóðafyr- irtækisins Rio Tinto Alcan, er elsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Það hóf starfsemi árið 1969. Þá nálguðust menn rekstur af þessu tagi með allt öðrum hætti en í dag. Lítið dæmi þess er að enn sitja tveir fulltrúar ríkisstjórnar Íslands í stjórn fyrirtækisins. Tvö önnur ál- ver hafa síðan hafið starfsemi hér á landi, Norðurál á Grundartanga 1998 og Alcoa Fjarðaál á Reyð- arfirði 2007. Talsvert er um verk- töku hjá báðum þessum fyr- irtækjum, sérstaklega hjá hinu síðarnefnda og hefur það ekki leitt til vandkvæða í samskiptum við verkalýðsfélög fastra starfsmanna. Fimmtán hundruð fastráðnir Að sögn Péturs Blöndal, fram- kvæmdastjóra Samtaka álframleið- enda, eru um 1.500 manns fastráðn- ir hjá álverunum þremur. Starfsmenn á vegum verktakafyr- irtækja hjá álverunum eru um 600. Fjöldi verktaka er afar mismunandi hjá einstökum álverum. Í Straums- vík eru um 500 fastráðnir og 100 verktakar. Hjá Norðuráli eru rúm- lega 500 starfsmenn og 60 verktak- ar. Hjá Alcoa Fjarðaáli eru fastir starfsmenn 470, en 400 manns eru á vegum verktakafyrirtækja. Vilja úthýsa verkefnum Pétur segir að það hafi frá upphafi verið stefna Alcoa Fjarða- áls að úthýsa verkefnum til annarra aðila á Austurlandi. Fyrir vikið hafi byggst upp nokkur öflug fyrirtæki frá grunni sem veiti víðtæka þjón- ustu á svæðinu. Á heimasíðu Alcoa segir að mikið sé lagt upp úr að ál- verið starfi í anda sjálfbærrar þró- unar. „Liður í þessari stefnu fyr- irtækisins er að einbeita sér að sjálfri álframleiðslunni, en bjóða ýmsa stoðþjónustu út til annarra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að byggja upp starfsemi á Austurlandi.“ Vilja auka hlutfallið Í kjaraviðræðunum í Straums- vík og á starfsmannafundum hafa stjórnendur álversins komið þeim boðskap mjög fast á framfæri að auka verði hlut- fall verktaka hjá fyrirtæk- inu umtalsvert. Hefur verið gefið í skyn að án slíkra breytinga séu rekstr- arforsendur brostnar. Óljóst er hvert framhald málsins verður. En mikið er í húfi því álverið er einn af stærri og eftirsóttari vinnu- stöðum á Íslandi. Um 600 verktakar eru hjá álverunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verktaka Stjórnendur í Straumsvík vilja fækka fastráðnum starfsmönnum og fjölga í staðinn verktökum. Það mætir mikilli andstöðu á vinnustaðnum. Alcoa-Fjarðaál hefur lagt áherslu á að bjóða ýmsa stoðþjónustu út til annarra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að byggja upp starfsemi á Austurlandi. Nefna má að fyrir um áratug stofnaði Lára Eiríksdóttir á Eskifirði hreingerningafyrirtækið Fjarða- þrif utan um aukavinnu sína og rak sem einyrki. Við stofnun Al- coa fékk hún samning um þrif hjá fyrirtækinu. Þá réð hún tíu manns til starfa. Fjarðaþrif hafa síðan eflst og dafnað og sinna nú hreingern- ingum fyrir fyrirtæki og heimili víða á Austur- landi. Fyrirtækið Lostæti hefur ann- ast mötuneyti Al- coa. Starfsemin fyrir Alcoa hefur gert stofnend- unum mögulegt að færa út kví- arnar á Austur- landi. Skapaði ný tækifæri VERKTAKA FYRIR ALCOA Útboð Mötu- neyti Alcoa er rekið af verktökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.