Morgunblaðið - 10.08.2015, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
E
iríkur Smith Finn-
bogason fæddist í
Hafnarfirði 9, ágúst
1925. Hann ólst upp í
Hafnarfirði hjá móður
sinni og stjúpföður ásamt sex hálf-
systkinum. Fyrstu árin bjó fjöl-
skyldan í Straumi en var flutt inn
til Hafnarfjarðar þegar Eiríkur hóf
skólagöngu.
Það duldist fáum að Eiríkur var
góður teiknari og áhuginn leyndi
sér ekki þar sem hann var síteikn-
andi. Eiríkur talar um að hann hafi
notið teikningarinnar þegar hann
fór í Barnaskóla Hafnarfjarðar og
að þar hafi verið litið á hann sem
eins konar undrabarn í teikningu.
Áhugi og stuðningur kennara og
fjölskyldu voru hvatning til að
halda áfram á myndlistarbrautinni
þó hugmyndin um myndlistarnám
væri fjarlæg í huga alþýðudrengs í
Hafnarfirði. Hann fór snemma að
vinna og stundaði ýmis verka-
mannastörf enda fátt annað í boði
fyrir fullfrískan ungan mann.
Teiknikompan fylgdi honum ætíð
og draumurinn um að læra mynd-
list yfirgaf hann ekki. Með góðra
manna hjálp komst Eiríkur í kvöld-
skóla í Reykjavík haustið 1939.
Kennarar hans þar voru myndlist-
armennirnir Finnur Jónsson og
Jóhann Briem.
Eftir Bretavinnu og síldarævin-
týr var kominn tími til að sækja um
Handíða- og myndlistaskólann.
Eiríkur hóf nám við skólann haust-
ið 1946 og var aðalkennari hans
Kurt Zier. Þó að teiknihæfileikar
Eiríks hafi ætíð vakið athygli og
verið honum til framdráttar kom
hann nú í umhverfi þar sem um-
ræðuefnin voru önnur, hann tók að
sækja myndlistarsýningar og um-
gangast listafólk. Kennsla í skól-
anum var um margt hefðbundin en
mikil gerjun var þó í íslensku lista-
lífi. Honum sóttist námið í
Handíðaskólanum vel en þurfti þó
frá að hverfa í nokkra mánuði og
leggjast inn á Vífilsstaði vegna
berkla.
Á sumrin fékk hann vinnuað-
stöðu í barnaskólanum í Hafnar-
firði og málaði þar af kappi. Sum-
arið 1948 hélt hann sýningu í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og
sannaðist þá hve vel Hafnfirðingar
stóðu að baki þessum unga og efni-
lega listamanni því sýningin seldist
nánast upp. Nú var tækifæri fyrir
Eirík til að halda utan og læra
meira. Hann fékk inni í skóla Rost-
rup Bøyesen í Kaupmannahöfn. og
Eiríkur Smith listmálari – 90 ára
Morgunblaðið/Ómar
Í Hafnarborg Fjöldi verka Eiríks er varðveittur í listasafninu í Hafnarfirði.
Yfirgaf ekki drauminn
um að læra myndlist
Að vera þátttakandi í liðsheild, sýna útsjónarsemi og gefast aldr-ei upp fyrr en í fulla hnefana var eitt af mörgu sem ég lærði íhandboltanum. Þetta er reynsla sem ég bý að og hún kemur
sér vel í núverandi starfi,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri Íslenskra
aðalverktaka, sem er fimmtugur í dag.
Karl Þráinsson er verkfræðingur að mennt. Nam við HÍ og fór eftir
það til Þýskalands í framhaldsnám hvar áhersla var lögð á fram-
kvæmdafræði; það er stjórn stórra verkefna og slíks. Þessi menntun
lagði drög að framhaldinu, en Karl hóf störf hjá Íslenskum aðal-
verktökum árið 1995 og hefur starfað þar síðan. Hefur þar sinnt ýms-
um verkefnum og tók við forstjórastarfinu árið 2013, en hafði árin
þar áður verið í stjórnendahópi fyrirtækisins. Þekktastur er Karl þó
fyrir þátttöku sína í handboltanum með Víkingi og landsliði Íslands,
en á tíma hans þar unnu Víkingar Íslandsmeistaratitilinn alls fimm
sinnum auk annarra verðlauna.
„Áhugmálin er mörg og fjölskyldan er auðvitað í fyrsta sæti. Svo
get ég líka nefnt útiveru og laxveiði. Svo erum við aðeins að leika okk-
ur í golfi á Grafarholtsvellinum, þó að segja verði eins og er að for-
gjöfin sveiflist bæði upp og niður,“ segir Karl sem er giftur Helgu
Melkorku Óttarsdóttur hrl. sem er framkvæmdastjóri lögfræðistof-
unnar Logos. Þau eiga fjögur börn, Maríu 24 ára, Óttar 18 ára, Birnu
16 ára og Þráin 7 ára. Eldri sonurinn býr í Hollandi og þar er fjöl-
skyldan stödd þessa dagana. sbs@mbl.is
Forgjöfin í golfinu
sveiflast upp og niður
Karl Þráinsson er fimmtugur í dag
Fjölskylda Karl Þráinsson og Helga Melkorka með börnunum sínum.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Páll Halldórsson er fæddur íReykjavík 10. ágúst 1925.Foreldrar hans voru Halldór
Pálsson verkfræðingur og Sigrún
Árnadóttir. Páll ólst upp á Eskifirði
hjá móður sinni og seinni manni
hennar, Davíð Jóhannessyni, sím-
stjóra og póstafgreiðslumanni.
Páll lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1947. Árið 1949 fluttist hann til Kan-
ada og var þar við nám og störf næstu
árin. Hann lauk BA-prófi í hagfræði
við University of Toronto, Kanada,
árið 1957.
Páll var framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi árin
1957-1960. Hann var skattstjóri Aust-
urlandsumdæmis frá 1962-1979 og
deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu
frá 1980-1995.
Páll var virkur í íþróttastarfi í upp-
hafi blómaskeiðs frjálsíþróttastarfs á
Íslandi eftir stríð. Hann var í stjórn
frjálsíþróttadeildar KR 1944-1948 og
formaður 1947. Formaður íþrótta-
félags stúdenta 1947-1948. Í stjórn
frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur 1946,
1956 og 1962, formaður 1956 og 1962.
Páll var í frjálsíþróttaliði Íslands á
Ólympíuleikunum í London árið 1948.
Páll hefur gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins. Hann var ritstjóri
Þórs, blaðs sjálfstæðismanna á Aust-
urlandi 1958-60. Páll var formaður
skólanefndar Egilsstaðaskóla frá
1968 til ársins 1978.
Páll hefur lengi haft brennandi
áhuga á sagnfræði, sérstaklega Ís-
lendingasögum. Þær hefur hann
rannsakað í ofan í kjölinn sl. áratugi
og ferðast á söguslóðir hér heima og
erlendis, fyrst undir handleiðslu Jóns
Böðvarssonar og svo með öðrum
félögum í Pálnatókafélaginu.
Hinn 5. október 1957 gekk Páll að
eiga Ragnheiði Sturlaugs Jónsdóttur.
Börn þeirra eru Gunnar (1955), Sig-
rún (1958) Halldór (1959), Ragnar
(1961), Kristín (1964), Sturla (1966)
og Ragnheiður (1976).
Páll mun verja afmælisdeginum í
faðmi fjölskyldunnar.
Páll Halldórsson
Níræður í dag
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino