Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
lega dautt? Ef svo er þá drápum við
það sjálf. En með því að skrifa um
það sem í gangi er núna, vinna það
sjálfur þá alla vega er hægt að segja
eitthvað um heiminn í kringum
mann. Það er hægt að reyna að hafa
rödd og hafa áhrif á alla vega þessa
þrjá sem nenna að koma og sjá sýn-
ingarnar manns.“
Þá er Tryggvi sannfærður um að
enginn verði ríkur á leikhúsi á Ís-
landi og því sé eins gott að hafa gam-
an af því og hafa ástríðu fyrir starf-
inu.
„Ef þú hefur ekki ástríðuna fyrir
leikhúsinu og ert ekki að njóta
þess að setja upp sýningar er allt
eins hægt að finna sér níu til fimm
vinnu sem í alla staði er þægilegri,
fjölskylduvænni og á heildina litið
gáfulegri. En þar sem maður á
annað borð fæddist með þá bölvun
að þurfa að tjá sig í gegnum eitt-
hvað sem manni finnst fallegt þá er
eins gott að fylgja þeirri sannfær-
ingu.“
Stofnanavætt Þjóðleikhús
Spurður hvort opinberu leikhúsin
séu ekki að standa sína plikt fyrir
listamenn og skáld og þá sér-
staklega leikhús þjóðarinnar – Þjóð-
leikhúsið – í ljósi þess að Tryggvi
kýs að setja upp sýningar á eigin
vegum, segir hann það vera eldfima
spurningu.
„Ég myndi auðvitað segja já og
amen ef ég fengi tækifæri í stofn-
analeikhúsunum. Það er jú ákveðin
gleði fólgin í því að fá greitt fyrir
vinnu sína og geta borgað öðrum
listamönnum fyrir sína frábæru
vinnu. En það er ekki gefins. Þetta
eru tvö og hálft stofnanaleikhús sem
geta ráðið mann í vinnu, og svo sjálf-
stæða senan þar sem blóðið er kreist
úr steininum. Leikhúsið er svo lítill
vinnustaður að ef einhver gagnrýnir
toppana opinberlega þá er sá hinn
sami að útiloka það að fá greitt fyrir
vinnu sína. Það er ekki eðlilegt
vinnuumhverfi fyrir listamann og ég
held að þetta sé stærsta vandamál
leikhússins í dag. Við erum allt of
hrædd við að gagnrýna og hafa hátt.
Það virðist til dæmis enginn hafa
sett spurningarmerki við það, alla
vega opinberlega, að mennta-
málaráherra hafi valið nýjan list-
rænan stjórnanda yfir Þjóðleikhúsið
sem áður var framkvæmdastjóri
þess og skilaði því starfi með tug- ef
ekki hundraða milljóna tapi. Hann
hefur heldur ekki leikstýrt eða leikið
svo neinu nemi lengi, mér vitandi.
Ráðning hans splundraði þjóðleik-
húsráði en það er bara eins og öllum
sé sama. Fólki var heitt í hamsi á
kaffistofunum og á barnum, en op-
inberlega ríkti æpandi þögn,“ segir
Tryggvi og bendir á að einnig megi
færa rök fyrir því að leikhúsið sé á
góðum stað.
„Kannski er þetta bara róm-
antískt röfl hjá mér. Það má alveg
færa rök fyrir því að leikhúsið á Ís-
landi sé á afskaplega góðum stað.
Margir tugir þúsunda kaupa miða
og áskriftarkort á ári hverju og
þrátt fyrir stöðugan niðurskurð þá
framleiðum við enn stórar sýningar.
En það sem svíður er að ég veit að
við getum gert svo miklu betur. Við
erum einfaldlega allt of rög.“
Þá vísar Tryggvi til þess sem Ari
Matthíasson, nýráðinn þjóðleik-
hússtjóri, sagði fyrir nokkrum árum
á norrænu leiklistarmálþingi að nær
öll handrit sem Þjóðleikhúsið fengi
væru rusl.
„Það getur einfaldlega ekki verið
og lýsir mjög brengluðu sjónarmiði
eins valdamesta manns íslenskrar
leikhússenu. Svo eru þau innlendu
stykki sem þó þykja nógu góð til að
rata á sviðið nær ávallt beinar leik-
gerðir, eða realískt fjölskyldudrama
eftir sömu gömlu formúlunni þar
sem rétt fæst nægt fjármagn fyrir
fjóra leikara á litla sviðinu. Á meðan
er öllu til tjaldað í afdankaða gamla
breska söngleiki, eða 50 ára gömul
amerísk verk. Hvar er tengingin við
raunveruleikann? Og hver er gredd-
an í því? Og það hefur ekkert með
aldur að gera, bara ástríðu og hug-
rekki.“
Ópera á Players í Kópavogi
Eitt af verkum Tryggva sem núna
er í vinnslu og á örugglega eftir að
vekja töluverða athygli er lágmenn-
ingaróperan Björninn eftir Willam
Walton. Af öllum stöðum sem hægt
er að setja upp óperu kemur
skemmtistaðurinn Players kannski
síst til greina. Af hverju ekki að
vinna verkið í Hörpu og fá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands til að spila?
„Ef Sinfó vill koma og spila með
okkur þá yrði það sem blautur
draumur. Ég elska Hörpu og Sin-
fóníuhljómsveitina, en ég held að
það sé líklegra að Íslenska óperan
ráði Gylfa Ægis til að leikstýra en
mig,“ segir Tryggvi. „Það hentar
mér ágætlega að vera á Players,
eins mikið og ég skammast mín fyrir
að viðurkenna það þá finnst mér
hefðbundin ópera vera guðdómlega
leiðinleg. Ég segi þetta hér og á á
hættu að verða fyrir óendanlegri
andúð söngvaranna minna. En hún
er það. Sérstaklega á Íslandi þar
sem formið virðist vera staðnað.
Þetta hljómar kannski hrokafullt, en
ég leyfi mér að kasta þessu fram því
ég tek það skýrt fram er að ég veit
ekkert um óperur,“ segir hann hlæj-
andi. „Ég veit bara hvað mig langar
að sjá á sviði, og hvernig ég vil að
talað sé til mín. Þess vegna vildi ég
og allur hópurinn minn taka óp-
eruna langt út fyrir þægindaramm-
ann og setja skýr formerki þess efn-
is að þetta er ekki hefðbundin ópera
þar sem það tekur fólk í íburð-
armiklum kjólum 15 mínútur af aríu
að deyja í rauðu ljósi.“
Að æfa Björninn hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt að sögn Tryggva
sem segir að hann og hópurinn leyfi
sér að vera barnslega einlæg miðað
við hversu heimskulegur söguþráð-
urinn er. Og það má lesa það milli
línanna að Tryggvi vill fyrst og
fremst hafa gaman af uppsetning-
unni og hefur húmor fyrir sjálfum
sér og verkinu.
„Tónlistin er stórkostleg, en það
er óhætt að segja að söguþráðurinn
sé það ekki. En okkur hefur tekist
að snúa rússneska herragarðinum
upp í hóruhús á stríðstíma og lauma
þarna inn hesti í latex-búningi og
þar fram eftir götunum. Það er svo
skemmtilegt að fá þennan kontrast í
verkið, fegurð tónlistarinnar á móti
groddaskap sviðsetningarinnar.“
Þá er markmiðið í anda Tryggva,
þ.e. að gera eitthvað subbulega
skemmtilegt. „Miðað við hversu
gaman við höfum af þessu þá held
ég að þau sem leggja á sig ferðalagið
hingað í efri byggðir í Kórahverfið
að njóta þessara rúmlega klukku-
tíma löngu óperu eigi eftir að fara
glöð heim.“
Fjöldi verka framundan
Tryggvi situr ekki auðum höndum
og það er nóg að gera hjá honum.
Hann segist þó fyrst og fremst vera
að einbeita sér að verkinu Björninn
sem stendur en önnur verk séu
vissulega á verkaskránni.
„Það eru fjögur, eða jafnvel fimm
önnur verk á döfinni. Næsta verk
hjá mér er með Sóma þjóðar sem
ber titilinn „Láttu eins og ég sé ekki
hérna,“ en það er Hannes Óli
Ágústsson sem leiðir það. Þar fæ ég
að njóta þess að vera ekki kallinn í
brúnni heldur sá sem stendur á svið-
inu og gerir sig berskjaldaðan fyrir
áhorfendum. Samfara því leikstýri
ég Stúdentaleikhúsinu sem er eitt
skemmtilegasta leikfélag landsins.
Svo vonandi næ ég að frumflytja
nýtt hljóðverk eftir mig með Sóma
þjóðar sem verður einskonar bíla-
útvarpsleikrit. Næsta vor glími ég
svo í fyrsta sinn við hefðbundinn
texta sem ekki er eftir sjálfan mig.
Þá mun ég setja upp Galdra-Loft í
Tjarnarbíói og er strax farinn að
hlakka til að fást við hvernig í
ósköpunum ég eigi að fara að því að
gera þessu öndvegisriti íslenskrar
leikritunar skil svo sómi sé að.“
Í millitíðinni verður settur upp
annar hluti þríleiksins um geimfar-
ana Vilhjálm og Ísak en fyrsta sýn-
ingin hét MP5.
„Ég og Hilmir Jensson höfum
unnið að þessu saman og hug-
myndin fæddist í hreinni frústrasjón
yfir broddleysi og seinagangi leik-
hússins. Við gáfum okkur 30 daga til
að fjalla um eitthvað sem okkur
sveið verst undan. Eitthvað sem var
í gangi þá og þegar í samfélaginu. Á
þessum 30 dögum ætluðum við að
finna viðfangsefnið, semja handrit,
æfa, gera leikmynd og lýsingu og
frumsýna. Einhvern veginn tókst
það og við enduðum á sviðinu í sci-fi-
sýningu íklæddir hvítum spandex-
göllum. Hilmir, heljarmennið sem
hann er, leit út fyrir að geta í alvör-
unni verið geimfari, á meðan ég leit
út eins og bráðnandi íspinni.“
Og viðfangsefnið var auðvitað
stóra byssumálið. „Já, við tækluðum
byssumálið sem var einhver mesti
farsi síðasta árs, og þessa árs í raun
líka og var öllum sem að komu til
minnkunar. Uppselt var á allar sýn-
ingar og við fengum fínustu dóma,
en svo þurfti Hilmir að fara að
dansa við Billy Elliot. En nú er kom-
ið að framhaldinu, Könnunarleið-
angur til Koi, en vinnuaðferðinni
samkvæmt þá veit ég ekkert meira
um málið á þessu stigi. En það verð-
ur geimskip. Ég lofa því.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
» Ópera finnst mérvera guðdómlega
leiðinleg. Ég segi þetta
hér og á á hættu að
verða fyrir óendanlegri
andúð söngvaranna
minna. En hún er það.
Sérstaklega á Íslandi.
Tryggvi Fer sínar
eigin leiðir í list-
sköpun sinni.
Björninn Lágmenningarópera þar sem Tryggvi trúir því að áhorfendur fari glaðir heim að sýningu lokinni.