Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Side 170
148
Þessum mismun skifti hagfræðisskrifstol'an i Kaupmannahöfn niður á sýslurnar eflir
stærð þeirra (sbr. Folketællingen paa Islantl den l!i? November 1890, bls. 65). Hjer
hefur verið farið eftir þessum útreikningi hagfræðisskrifstofunnar, nema að fermilum
hefur verið breytt í ferkílómetra.
Stærð bygða landsins er alls samkvæmt löllu V 42887 km.2. Eru þar í talin
öli heimalönd og búfjárhagar, en afrjettir eru taldir með óbygðum. í töflu V er
ennfremur skýrt frá þjettbýlinu í liverri sýslu við 4 síðustu manntölin. Arið 1910
komu á hverja 100 km.2 af bygðu landi 199 manns. Þegar litið er á þjettbýlið í
einstökum sýslum verður Vestmannaeyjasýsla langhæst á blaði, með því að þar búa
um 78 manns á hverjum km.2. En sýslan er líka lítið annað en einn verslunar-
staður og því ekki saman berandi við aðrar sýslur að þessu leyti. Líku máli er að
gegna um Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt Hafnarfirði og Reykjavík, þar sem laldir
eru um 1360 manns á hverjum 100 km.2, með því að nærfelt tveir þriðjungar íbú-
anna á þessu svæði búa i Reykjavik. Ef Reykjavík væri ekki talin með kæmu ekki
nema um 470 manns á hverja 100 km.2 á þessu svæði. Minst er þjettbýlið í Þing-
eyjar- og Norður-Múlasýslum, um 70 manns á hverjum 100 km.2. Æskilegt væri að
geta borið saman þjeltbýlið í sveitum út af fyrir sig, en það er ekki unt, því að
engar upplýsingar eru fyrir hendi um flatarvídd kaupstaða og verslunarstaða.
II. Kynferði, aldur og hjúskaparstjett.
Sexe, áge el état civil.
Við manntalið 1910 voru af landsbúum 41105 karlar og 44078 konur.
Af hverju 1000 manna voru því 483 karlar, en 517 konur. Kemur hjer fram liið
sama og i flestum öðrum löndum Norðurálfunnar, að konur eru tiltölulega fleiri en
karlar. Aukning mannfjöldans frá næsta manntali á undan skiftist þannig, að við
bættust 3522 karlar og 3191 konur. Mismunurinn milli tölu karla og kvenna
er því hlulfallslega minni nú heldur en 1901 og hefur undantekningarlítið stefnt í
sömu átt alla 19 öldina svo sem sjá má á eftirfarandi tölum, er sýna hve margir
karlar komu á hverl 1000 manna:
1910 .................................. 483 1860 ................................ 476
1901 .................................. 479 1840 ................................. 475
1890 .................................. 475 1801 .................................. 456
1880 ................................. 471
Langmest verður vart við stefnuna að jafnara hlutfalli milli karla og kvenna
fyrri helming 19. aldarinnar, aftur á móli eykst mismunurinn milli 1860 og 1880,
en síðuslu 30 árin hefur hann slöðugt farið minkandi. Samt eru konurnar tiltölu-
lega fleiri hjer heldur en víðasthvar annarsstaðar í Norðurálfunni. Aðeins í Portúgal og
Noregi eru konur tiltölulega fleiri heldur en hjer. Útflulningar manna til Vesturheims liafa
víðasthvar aukið löluvert þenna mismun á lölu karla og kvenna, með því að fleiri
karlar en konur hafa leitað úr landi til Vesturlieims. Síðasla áratuginn (1901 —10)
liefur ísland líka mist nokkru meira af körlum en konum við útflutninga. En á
undanförnum áratugum hefur landið aflur á móti einmitt mist fleiri konur heldur
en karla við úlllutning. Útfluttir fram yfir innflulla voru samkvæmt manntals-
skýrslunum: