Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Síða 187
165
í 11. og 12. flokki þessarar deildar (Blaðaménn, rithöfundar, visindamenn og þvíuml.
og námsmenn), en ekki er óliklegt, að það stafi að nokkru leyti af því, að sumir,
sem nú eru þar taldir, hafi 1901 verið heimfærðir til annara atvinnudeilda. Af
öðrum flokkum, sem teljast til þessarar deildar, hafa kennaraflokkarnir aukist langmest.
Við manntalið 1910 hafa þrjár deildir orðið töluvert fámennari heldur en
1901, eftirlauna- og eignamenn, menn sem lifa á slyrk af almannafje og ólilgreind
atvinna. Að því er síðastnefndu deildina snertir stafar þelta af því, að manntals-
skiárnar hafa verið belur útfyltar nú heldur en áður og að um leið og úr þeim var
unnið var á annan hátt aflað þeirra upplýsinga, sein í skrárnar vantaði, eftir þvi
sem föng voru á. Um báðar hinar fyrtöldu deildir má segja, að fækkunin innan
þeirra mun vera meiri í orði kveðnu en 1 raun og veru, því að við manntalið 1901
voru taldir með eiguamöunum 570 manns sem nutu styrks frá einstökum mönnum,
en við manntalið 1910 hefur mjög lítið orðið vart við menn, sem eingöngu eða að-
allega lifðu á slíkum slju’k og er liætt við, að 1901 hafi verið taldir ýmsir, sem ekki
áttu heima í þessum flokki. Þá hafa einnig þeir, sem lifa á styrk af almannafje
reynst miklu færri við manntalið 1910 heldur en 1901, en ekki er samt mikið á
því byggjandi, því að í þeim flokki sem yfirgnæfir innan þessarar deildar, eru þeir
sem lifa á sveitarslyrk, en margir þeirra vilja skjólast undan við manntalið einkan-
lega í kaupstöðunum þar sem teljarana breslur oftast kunnugleik á liögum þeirra
manna, sem þeir telja. Vegna þess að kaupstaðirnir hafa vaxið svo mjög síðastlið-
inn áratug er eðlilegt, að töluvert meira kveði að þessari skekkju nú heldur en við
manntalið næst á undan. Eftir sveitarsjóðaskýrslunum að dæma virðist reyndar svo
sem þeim, er snjóta sveitarslyrks, hafi fækkað nokkuð síðastliðinn áratug, en hvergi
nærri eins mikið og manntalið bendir til.
2. Framfœrendnr og: framfœrðlr.
Soutiens et nourris.
Skifting þjóðarinnar eftir framfærslu sjest á 14.—16. töflu hjer að fram-
an (bls. 82 —123), þar sem hún er sýnd í ýmsum samböndum og vísast því til
þeirra að því er einstök alriði snertir. Við þella manntal hafa allir þeir verið taldir
framfærendur, sem algjörlega sjá fyrir sjálfum sjer, að svo miklu leyti sem það var
sýnilegt á manntalsskránum, eða að minsta kosti ekki liafa að neinu Ieyli gelað
talist framfærðir af öðrum einstaklingum. Þeir, sem njóta styrks af almanna-
fje eða lifa á eftirlaunum, hafa því verið taldir framfærendur, ef styrkurinn eða eft-
irlaunin eru veilt þeim sjálfum, en skyldulið þeirra, konur og börn, talið framfært
af þeim og var þeirri sömu reglu fylgt við manntalið næst á undan. Framfærðir
hafa verið taldir giftar lconur, börn og annað skyldulið, sem ekki hefur tilgreint
neina alvinnu. Með þeim hafa einnig verið taldir þeir scm að nokkru leyti
sjá fyrir sjer sjálfir, en geta þó ekki talist fullgildir framfærendur. Þar til eru talin
börn húsbænda, er slunda landbúnað eða sjávarútveg, þau sem eru á aldrinum 12
—16 ára, nema tekið væri fram á manntalsskránum, að þau slörfuðu ekki að at-
vinnurekstrinum, en börn yfir 16 ára í þessuin sömu atvinnudeildum hafa verið
talin fullgildir framfærendur (sjálfra sín). Þessi miltiflokkur (framfærðir að nokkru)
munu hafa verið talinn með framfærendum við manntalið 1901, en í 14. löflu (bls.
82—93) er flokkur þessi talinn sjer í lagi, auk þess sem liann er talinn með fram-