Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta á eftir að nýtast okkur afar vel. Allir þeir sem leggjast inn á spítala þurfa rúm og því er þetta ein af grunnþörfum spítalans. Það er gríð- arlega mikilvægt að rúmin og dýnurnar séu góð því við viljum að fólki líði vel,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Arion banki færði Landspítala 150 milljónir króna að gjöf sem spítalinn mun nota til kaupa á nýjum sjúkrarúmum og dýnum. Með gjöfinni verður spítalanum gert mögulegt að kaupa 400 ný sjúkrarúm og dýnur á næstu tveimur árum og verða jafnframt gömlu rúmin tekin úr notkun. Afhendingin fór fram í gær á Landspítala við Hringbraut. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, afhenti Páli Matthíassyni, for- stjóra Landspítala, gjöfina. Sigríður benti einn- ig á að fylgifiskur þess að vera rúmliggjandi væri oft og tíðum sá að fólk gæti tapað hreyfi- færni og einnig væri hætta á að fá legusár og þá skipti miklu máli að liggja á góðri dýnu. „Það er óskaplega sársaukafullt að fá legusár. Það hefur einnig í för með sér að það getur lengt alla sjúkrahúslegu og fleira þess háttar.“ Út frá vinnuverndarsjónarmiði er þetta mjög þakklátt, segir Sigríður ennfremur og að sjúkrarúmin sem eru öll rafknúin auðveldi þeim sem sinna sjúklingunum starfið mikið. Fjöldamörg rúm á spítalanum eru komin til ára sinna og brýn þörf er á að kaupa ný. Á hverju ári eru legudagar sjúklinga á Landspít- ala um 220 þúsund. Mörg rúmanna sem eru í notkun er hvorki hægt að hækka né lækka. Gert er ráð fyrir að fyrstu sjúkrarúmin verði tekin í notkun eftir sex til átta vikur. Þeim verð- ur dreift þangað sem þörfin er brýnust en hún er víða innan spítalans. Sigríður nefndi að á geðsviði og öldrunardeildum kæmu rúmin sér ákaflega vel en þörfin á nýjum rúmum væri brýnust þar. 400 gömul járnrúm í notkun Staðan á sjúkrarúmum spítalans var kortlögð í árslok 2013. Í ljós kom að af þeim 800 rúmum sem eru í notkun eru um 400 gömul járnrúm. Járnrúmin eru ýmist fótstigin eða rafknúin en rafvirkjar spítalans hafa séð um að rafvæða hluta af gömlu rúmunum til þess að bæta ástand þeirra. Aðstæður eru sérlega slæmar á geðsviði spítalans en þar er, auk gömlu rúmanna, einnig notast við bedda og svefnsófa fyrir sjúklinga, segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Nútíma sjúkrarúm eru lækningatæki sem eru rafdrifin með stillingum fyrir mismunandi sjúkdómsástand: stillingu fyrir stöðu vegna endurlífgunar, gráðuboga sem sýnir nákvæman halla á höfðalagi, t.d. vegna höfuðáverka og stjórnborði sem gerir sjúklingi kleift að breyta stöðu rúmsins á eigin spýtur. Nútíma sjúkra- rúm eru hönnuð til þess að sjúklingur geti verið í sem eðlilegustum stellingum í því. Hægt er að breyta þeim í stól og þannig verður auðveldara fyrir sjúklinginn að standa á fætur. Gjöfin kemur sér ákaflega vel Sjúkrarúm Samsett mynd af gömlu og nýju sjúkrarúmi á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn Gjöf Höskuldur Ólafsson og Páll Matthíasson við gömlu rúmin.  Arion banki gefur 150 milljónir króna SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið hefur verið að ýmsum endur- bótum og uppbyggingu í þjóðgarð- inum á Þingvöllum í ár. Útlit er fyrir að þangað komi yfir milljón gestir á þessu ári og hefur aðsóknin vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Vinsældir þess að kafa í Silfru hafa vaxið á sama hátt og er útlit fyrir að fjöldi kafara fari yfir 20 þúsund í ár á móti fimm þús- undum fyrir fimm árum. Þar er innheimt þús- und króna gjald af hverjum gesti og gætu tekjur af köfun orðið um 20 milljónir inn- heimtist öll upp- hæðin. Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir að fylgjast þurfi vel með þróuninni við Silfru. Þar hafi orðið banaslys og nokkrum sinnum legið við alvar- legum slysum þar sem aðeins skildi hársbreidd á milli lífs og dauða. Að sögn Ólafs eru átta ferðaþjónustu- fyrirtæki með skráð leyfi frá Sam- göngustofu til að reka starfsemi við Silfru. Samgöngustofa fer yfir bún- að þeirra og vottar að viðkomandi fyrirtæki standist kröfur um öryggi og búnað gesta. 55 manns að meðaltali á dag Ólafur segist ekki geta svarað því hvenær öryggismörkum verði náð og með góðri stjórnun sé hægt að koma ótrúlega mörgum að. Umferð- in sé vaxandi allt árið og í ár sé útlit fyrir að um 55 manns að meðaltali kafi í Silfru á hverjum einasta degi ársins. Bara í júlímánuði í ár hafi um 4300 manns fengið leyfi til að kafa í Silfru, en eitthvað sé um köfun án leyfis. Suma daga hefur örtröð verið við Silfru þegar annir hafa verið mestar. Samkvæmt aðgangsstýringu eru ákvæði um hversu marga gesti leið- sögumaður má taka með í köfun, hversu ört má fara niður með hópa og aðeins ákveðinn fjöldi má vera við köfun hverju sinni. Ekki má kafa neðar en að 18 metrum, en tækni- lega er hægt að fara á um 60 metra dýpi í gjánni og inn í hella þar. Aldr- ei má snorkla eða stunda yfirborðs- köfun yfir kafara sem er fyrir neðan. Ólafur segir að starfsmaður á veg- um þjóðgarðsins sinni Silfru alfarið, en þar sem kafað sé allan sólar- hringinn þurfi að auka viðveru og utanumhald. „Það er ýmislegt í vinnslu varðandi aðstöðuna í og við Silfru,“ segir Ólafur. Stigi, stígar og pallar „Verið er að hefja vinnu við nýjan stiga til að auka öryggi og bæta þjónustu en núverandi stigi er of brattur. Nýjum útsýnispalli verður komið upp, en þaðan verður hægt að horfa á kafarana. Við höfum lagfært stígana, sem kafararnir ganga þegar þeir koma upp úr gjánni að neðan og upp á bílaplanið og koma þyrfti upp göngubraut með útsýnisstöðum. Við höfum áhyggjur af því að mosinn troðist upp og skemmdir verði á gróðri og annarri náttúru af völdum fólks sem er að fylgjast með köf- uninni. Fyrirhugað er að setja upp palla í yfirborðshæð þannig að hægt sé að draga menn eða fleyta upp á slíka palla og hefja lífgunartilraunir ef slíks gerist þörf. Við höfum bætt aðstöðuna veru- lega á bílastæðinu og þar munar mest um að þar er komið snyrtilegt vatnssalerni, sem tekur við af gáma- klósettum. Vart þarf að taka fram að það sem þar safnast fer í safntanka og er keyrt í burtu. Nestisaðstaða hefur verið bætt með fjölgun borða á bílastæðunum og þannig hefur að- staða fyrirtækjanna á staðnum lagast. Því miður er búnings- aðstaðan enn utan húss og við verð- um að ákveða hvar slík aðstaða á að vera, en þarna eru orðin talsverð umsvif sem sést á fjölda bíla á stæð- unum við Silfru, sem eru orðnir áberandi í landslaginu.“ Tilviljun bjargaði Ólafur segir að samstarfið við köf- unarfyrirtækin hafi gengið prýði- lega og þau hafi lagt áherslu á ör- yggisþáttinn. Fæst slysanna sem orðið hafi við Silfru hafi tengst starf- semi þeirra. „Því miður hafa þó orð- ið þarna alvarleg slys, næstum því eitt á ári,“ segir Ólafur. „Við getum einnig talað um slys þar sem hársbreidd hefur skilið á milli lífs og dauða er menn hafa ver- ið við köfun. Í sumar fataðist erlend- um manni sundið einhverra hluta vegna svo hann sökk til botns, en þessi maður hafði reynslu af köfun. Það varð honum til happs að þarna í nágrenninu voru vanir kafarar í lög- reglunni að undirbúa köfun. Þeir brugðu skjótt við og gátu dregið manninn á land. Það var bara til- viljun sem bjargaði þessum manni.“ Örtröð við Silfru á annatímum  Í júlí fengu 4300 manns leyfi til köfunar í Silfru  Unnið að endurbótum og uppbyggingu  Átta fyrirtæki með leyfi frá Samgöngustofu  Tekjur þjóðgarðsins um 20 milljónir króna Ljósmynd/Einar Á.E.Sæmundsen Hleypt niður í hollum Í júlímánuði í sumar fengu 4.300 manns leyfi til köfunar í Silfru á vegum fyrirtækjanna átta sem þar hafa leyfi til starfsemi. Takmörk eru á því hversu margir mega kafa í gjánni í einu og þegar annir voru mestar þurftu kafarar í fullum herklæðum að bíða á bakkanum eftir að komast að. Nokkuð hefur borið á því að litlir, óstýrilátir hópar, innlendir sem erlendir, leggi leið sína á Þingvelli til að kafa í Silfru, að sögn Ólafs Arnar. Hann segir þetta ákveðið vandamál og hafi verið áberandi nú síðsumars. „Því miður kemur það fyrir að fólk kemur þarna gjörsamlega vanbúið og skellir sér út í Silfru, jafnvel á nærbrókunum einum fata,“ segir Ólafur Örn. „ Þetta fólk hefur ekki tilskilin leyfi og lítur á Silfru sem sundlaug. Það er hún alls ekki því aðstæður geta verið hættulegar og hitastigið að- eins 3-4 gráður. Alvarlegast í þessum efnum er heimsókn erlendrar fjög- urra manna fjölskyldu í Silfru. Sundmaðurinn var 11 ára stelpa á brókinni og fólkið svaraði fullum hálsi þegar okkar fólk kom til þess að stugga við þeim og benda á öryggisatriði.“ „Lítur á Silfru sem sundlaug“ LAGÐIST TIL SUNDS Í BRÓKINNI EINNI FATA Ólafur Örn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.