Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Tvíbirt grein Vegna tæknilegra örðugleika birti Morgunblaðið grein Ævars Harðar- sonar um Kristjönu Petrínu Péturs- dóttur tvisvar, sína greinina með hvorri undirskrift. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Annað hvort finnst fólki fýllinn góð- ur – eða vondur. Það er ekkert þar á milli. Mér finnst hann mjög góður enda vanist honum frá unga aldri. Það var alltaf soðinn fýll í matinn í Pétursey á föstudögum,“ segir Sig- urður Elías Guðmundsson, hótel- stjóri í Vík. Hann er einn þeirra sem viðhalda gömlum hefðum Mýrdæl- inga. Tekur fýlsunga, verkar og matreiðir fyrir fjölskylduna og gesti. „Við erum búin að taka allt okkar. Fýllinn er ansi vænn núna, hefur fengið gott að éta í sumar,“ segir Elías. Flugið hófst um 25. ágúst, heldur seinna en í fyrra. Margir eru byrjaðir á fýlaveiðunum og þeir sem eiga eftir að fara gera það um helgina. Elías og fjölskylda hans taka um 200 fýlsunga. Ástæðan er sú að hann hefur í nokkur ár boðið upp á fýla- veislu í Víkurskála, eitt kvöld í byrj- un nóvember. Þangað koma brott- fluttir Mýrdælingar, íbúar sem ekki hafa aðstöðu til að ná sér sjálfir í fýl og fleiri. Í fyrra komu 120 gestir. Bestur saltaður og soðinn Talsverð vinna er að ná í svo marga unga, verka fuglinn og mat- reiða. „Ég veiddi mikið með afa mín- um, Guðjóni Þorsteinssyni, sem var mikill fýlaveiðimaður. Þar lærði ég handtökin. Þetta lá lengi niðri hjá mér en ég byrjaði aftur 2009 þegar við fórum að vera með fýlaveisl- urnar.“ Vinnubrögðin við veiðarnar hafa breyst í áranna rás en aðferðin við verkunina byggist á gömlum hefð- um. „Það var þannig í gamla daga að karlarnir fóru af stað með prik og heilmikið af spottum, óðu yfir árnar og um jökulgilin. Þeir komu oft til baka með 100 fugla sem þeir höfðu hnýtt utan á sig. Núna er mest farið á fjórhjólum og það er mun auðveld- ara,“ segir Elías. Ungarnir eru þungir á sér þegar þeir fara úr klettunum og til sjávar og setjast mikið á aurana í giljunum. Þar eru þeir auðveld bráð fyrir veiði- menn með prik. Heilmikil vinna er þá eftir og oft koma fjölskyldurnar saman til að vinna það verk. Fuglinn er reyttur, sviðinn, skorinn til og þrifinn áður en hann er saltaður ofan í tunnu. „Mér finnst hann bestur saltaður og soðinn. Sumir steikja ferskan fýl og aðrir reykja hluta aflans,“ segir Elí- as. Hann vonar að ekki fari allar birgðirnar í gesti fýlaveislunnar þannig að hann geti náð sér í soðið í einhver skipti í vetur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fýlaverkun í Fagradal Ragnhildur Jónsdóttir og Bryndís F. Harðardóttir skera til fýlinn og hreinsa. Fýll sóttur og verk- aður fyrir veturinn  Margar fjölskyldur viðhalda fornum hefðum í Mýrdalnum Sviðið Ársæll Guðlaugsson svíður dúninn af fýlsungum. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir svartir Verð 17.900 kr. str. 34-48 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 26.08.15 - 01.09.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Secret GardenJohanna Basford Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson Í nótt skaltu deyja Viveca Sten Konan í lestinni Paula Hawkins Independent People Halldór Laxness Stúlkan í trénu Jussi Adler Olsen Það sem ekki drepur mann David Lagerkrantz Leynigarður Johanna Basford Enchanted Forest Johanna Basford Ísland hefur fullgilt alþjóðasamn- ing FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, frá 2009 um aðgerðir til að fyrir- byggja, hindra og uppræta ólögleg- ar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Sem stendur hafa 13 ríki fullgilt samninginn en 25 ríki þurfa að fullgilda hann svo að hann öðlist gildi. Fiskimáladeild FAO hefur lagt ríka áherslu á að sem flest ríki gerist aðilar að samningnum og fullgildi hann, segir í tilkynningu. Samningurinn um hafnríkis- aðgerðir er fyrsti bindandi alþjóða- samningur á sviði fiskveiða síðan svonefndur úthafsveiðisamningur um verndun deilistofna og víðför- ulla fiskstofna og stjórn veiða úr þeim var samþykktur árið 1995. Samningur gegn eftirlitslausum veiðum - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.