Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Eggert
Gæðastundir Önnu Sigríði og dætrunum Steinunni Lóu og Helgu Soffía finnst gaman að föndra saman.
heima hjá sér og skrappa eða
hekla og prjóna á köldum og nöt-
urlegum síðkvöldum. Henni kippir
í kynið að því leytinu því móðir
hennar, Svala Helga Eiríksdóttir,
er einnig mikil föndur- og hann-
yrðakona.
„Mamma vakti athygli mína á
skrappinu, sem hún rakst á þegar
hún var að vafra á netinu í árs-
byrjun 2005. Við höfðum alltaf
föndrað mikið úr pappír, bjuggum
til alls konar tækifæriskort, og
þar sem skrappið byggist aðallega
á pappírsföndri vorum við mjög
spenntar að prófa. Mamma er
löngu hætt en er ennþá að
búa til kort, eins og ég
reyndar líka.“
Áhuginn glæðist
Á þessum tíma var
skrapp nánast óþekkt
hér á landi og fátt um
þar til gerðan efnivið í
verslunum. Öðru máli
gegnir núna að sögn
Önnu Sigríðar, því
áhugasamir geti
skráð sig inn á Fa-
cebook-síðuna
Skrapphópurinn
til að vera vel með
á nótunum um nýj-
ungar og ýmislegt
sem lýtur að fönd-
urgerðinni sem og deilt fróðleik og
upplýsingum með 224 áhugasöm-
um skröppurum. Upp úr dúrnum
kemur að sjálf er hún með facebo-
ok-síðu, sem nefnist Skrapparinn.
Vitaskuld.
„Nú orðið hafa helstu fönd-
urbúðir á boðstólum allt sem til
þarf. Skrapp er tiltölulega ódýrt
tómstundagaman og stofnkostn-
aðurinn viðráðanlegur, enda borg-
ar sig ekki að fara of geyst af
stað. Undirstaðan er gormastíla-
bók með þykkum blaðsíðum, lím
og skæri. Bækurnar eru til í
mörgum stærðum, algengastar
eru 32 x 32 sm, en byrjendum
finnst þær yfirleitt allt of stórar
og því ráðlegg ég þeim að fá sér
minni bók til að byrja með. “
Svo mikill er áhugi Önnu Sig-
ríðar á skrappinu að hún bæði les
sér til um skrapp á netinu og er í
sambandi við bandaríska og kan-
adíska skrappara á spjallsíðum.
„Þótt skrappið sé gamalt listform
sem á rætur að rekja til Viktor-
íutímans á Englandi, er einna
mest hefð fyrir því í Bandaríkj-
unum og Kanada. Í gamla daga
voru ljósmyndir að vísu ekki not-
aðar í skrappbækurnar eins og
núna, en að öðru leyti var hugs-
unin að baki sú sama.“
Sjálf tekur Anna Sigríður
ógrynni ljósmynda og límir í
skrappbækurnar sínar. Þær eru
orðnar býsna margar, einar átján
sem hún er með uppi við, og all-
margar í kössum í geymslu.
„Dætrum mínum, Helgu Soffíu, 7
ára, og Steinunni Lóu, 5 ára finnst
mjög gaman að skoða þessar bæk-
ur og eru svolítið farnar að
skrappa sjálfar. Eiginmaðurinn,
Sigurður Bjarnason, er hins vegar
ekkert í þessu með okkur, þótt
hann kíki stundum á afrakstur
vinnunnar,“ segir Anna Sigríður
og bætir við að karlmenn virðist
almennt ekki mikið fyrir „dúllerí“
af þessu tagi.
„Dúllerí“ á tölvuöld
Spurð hvort svona „dúllerí“ sé
ekki svolítið úrelt nú þegar flestir
taka stafrænar myndir og geyma
minningarnar í tölvunum sínum,
spyr hún á móti hversu margir
komi heim til manns og skoði
myndirnar í tölvunni. „Svo hrynur
tölvan kannski og þar með eru
myndirnar glataðar. Á tímum staf-
rænna myndavéla finnst mér jafn-
vel mikilvægara en áður að varð-
veita myndir og minningar í
fallegri umgjörð eins og skrapp-
bækurnar geta verið.“
Hún segir möguleikana
óþrjótandi og hvorki þurfi að vera
góður teiknari né hafa fallega rit-
hönd til að búa til fallegar bækur.
Enda megi þá leita fanga í tölv-
unni, sækja í hana alls konar
myndir og prenta út orð og setn-
ingar úr fallegu letri.
Mitt rými
Svona er
skrapp-
herbergið
hennar Önnu Sig-
ríðar.
Skrappið er gamalt list-
form sem á rætur að
rekja til Viktoríutímans.
Fín dama Mynd af Steinunni Lóu að drekka kaffi rataði í skrappbókina.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Stephen Barslow ræktar um 2.000 ætar plöntur í
garðinum sínum í Noregi og ber nafnbótina The
Extreme Salad Man, eða öfgafulli salatmaðurinn,
eftir að hafa slegið óformlegt heimsmet í fjölda
jurtategunda í einni salatskál. Í salatinu, sem tók
20 tíma að útbúa, voru 538 jurtir. Að hans sögn
smökkuðust engir tveir munnbitar eins. Barslow
kveðst reglulega búa til „öfgasalat“ en nota þá
bara 50 til 100 tegundir.
Sumarhúsið og garðurinn og Töfrastaðir standa
fyrir fyrirlestrum og námskeiði með Stephen
Barslow á laugardaginn og mánudaginn, annars
vegar í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla kl.
13 til 17 þann 5. september og hins vegar í Hlíð-
ardalsskóla í Ölfusi kl. 10 til 16 þann 7. september.
Barslow, sem er með söfnunaráráttu fyrir
plöntum og jafnframt plöntuæta, gaf í fyrra út
bókina Around the World in 80 Plants. Til að fá
nánari upplýsingar um námskeiðið í Reykjavík má
senda fyrirspurn á netfangið audur@rit.s. Fyrir-
spurnir um námskeiðið í Ölfusi skulu sendast á
netfangið permamoli@gmail.com
Stephen Barslow með fyrirlestra og námskeið
Plöntuæta Stephen Bars-
low gæðir sér á fögrum og
litríkum blómum.
Öfgafulli salatmaðurinn fjallar
um ætar plöntur og segir sögur
Í framhaldi af því að listamaðurinn
Arna Valsdóttir flutti vídeó, söng og
innsetningu á heimili sínu þegar víd-
eólistahátíðin heim var opnuð á
Akureyrarvöku 2015 í liðinni viku,
fluttu listamennirnir Arnar Ómarsson
og Freyja Reynisdóttir inn á heimili
hennar. Í kvöld kl. 23 opna þau þar
sýningu sína, loop, sem stendur til
sunnudagsins 6. september. Sýningin
er opin frá kl. 21 til 01 laguardag og
sunnudag.
loop er samansafn vídeóverka sem
unnin eru á staðnum með heimilið
sem viðfangsefni. Listamennirnir
unnu út frá rýminu sjálfu og reynslu
sinni sem gestir og einnig sem heim-
ilisfólk. Ferlið og útkoman er til-
raunakennd og fyrirvaralaus.
Vídeólistahátíðin heim er að Vana-
byggð 3, efri hæð, Akureyri. Fyrir-
hugað er að hátíðin verði árlegur við-
burður og er hugsunin að virkja sem
flesta skjái í bænum í eina viku á ári
og standa fyrir einskonar heimsend-
ingu á vídeólist inn á heimili Akureyr-
inga.
A!Gjörningahátið er haldin sömu
daga.
Vídeólistahátíðin heim
Listamennirnir Freyja Reynisdóttir
og Arnar Ómarsson.
Tilraunakennt
og fyrirvara-
laust ferli
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Jóhannes
S.Kjarval
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna
svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
mánudaginn 7. september
og þriðjudaginn 8. september
uppboðin hefjast kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning alla helgina í Gallerí Fold
föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17,
þriðjudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag)