Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Í dag, föstudaginn 4. september, kl.
12:00-13:00,verður opinn fundur á
vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands og Rannsóknaseturs
um smáríki. Umræðuefnið verður
„Skotland og Ísland: Kreppan,
hræringar og stjórnarskrárbreyt-
ingar.“ Fundurinn verður á Há-
skólatorgi 104.
Í þessum fyrirlestri mun Mike
Small skoða stöðu mála nú ári eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um
sjálfstæði landsins. Hvaða lærdóm
megi draga af atkvæðagreiðslunni
og hvaða áhrif hefur hún haft á
bresk og evrópsk stjórnmál. Einnig
mun hann fjalla um ákall almenn-
ings um breytingar í kjölfar krepp-
unnar og bera saman þær hreyf-
ingar sem myndast hafa á Íslandi
og í Skotlandi. Mike Small er rit-
stjóri Bella Caledonia og blaðamað-
ur fyrir the Guardian.
Fundarstjóri verður Alyson Bai-
les, aðjúnkt við Stjórnmálafræði-
deild HÍ.
Fundurinn fer fram á ensku og
eru allir velkomnir.
Ræðir hræringar
í kjölfar atkvæða-
greiðslu Skota
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Hægt væri að bæta þjónustu við
eldra fólk í heimahúsum til muna ef
öldrunarmatskerfi sem mæti þörf á
heimahjúkrun og heimaþjónustu yrði
innleitt á landsvísu.
Þetta sagði Pálmi V. Jónsson, yf-
irlæknir öldrunarlækninga á Land-
spítalanum, þegar hann kynnti ásamt
fleirum nýsköpunar- og þróunarsam-
starf Stika, sem er ráðgjafar- og hug-
búnaðarfyrirtæki, við Landspítala
háskólasjúkrahús og fleiri heilbrigð-
isstofnanir. Pálmi taldi jafnframt
skynsamlegt og tímabært að sett
væri reglugerð um upptöku slíks
matskerfis á landsvísu, svipað og var
gert gagnvart öllum hjúkrunarheim-
ilum landsins fyrir tæpum 20 árum
og hefur gefið góða raun.
„Þetta tæki hefur staðið til boða
valkvætt í þó nokkurn tíma en kerfið
hefur ekki breiðst jafnhratt út og það
hefði þurft að gera til að gefa þá
heildarmynd sem nauðsynleg er þeg-
ar þjónustan er skipulögð og jafn-
ræðis er gætt í aðgengi að henni um
land allt. Með því móti væri einnig
hægt að styðja betur við innleið-
inguna og gæðaþróun sem er kjarna-
atriði í upptöku slíks matstækis.
Loks eru þær upplýsingar sem fást
heilt yfir með slíku mati mjög mik-
ilvægar í stefnumótun í málaflokkn-
um,“ sagði Pálmi.
Í þessu samhengi bendir hann á að
fyrir 20 árum var heildrænt öldrun-
armat innleitt á öllum hjúkrunar-
heimilum samkvæmt sérstakri reglu-
gerð, og það hefði gefið góða raun.
Þau svör fengust frá velferðar-
ráðuneytinu að ekki hefði verið tekin
ákvörðun um hvort slík reglugerð
yrði sett. Tekið er þó fram að heil-
brigðisráðherra hefur ekki umboð til
að setja reglugerð sem tekur til fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga. Í sumar
hefur verið unnið að heildarúttekt á
öldrunarþjónustunni. Verkefna-
stjórn hefur verið skipuð sem gerir
úttektina, með það að markmiði að
greina vel núverandi stöðu heilbrigð-
ishluta þjónustunnar, horfa til þróun-
ar síðustu ára og spá um þróunina
næstu ár. Niðurstöður þessarar
nefndar ættu að liggja fyrir um ára-
mótin.
Heldur utan um marga þætti
Öldrunarmatið heldur utan um
margþætt viðfangsefni eldra fólks,
s.s. aldurstengdar breytingar, alla
sjúkdóma, lyf og færnitap. Umrætt
kerfi er svokallað matskerfi Int-
erRai, og er hannað af alþjóðlegum
félagsskap vísindamanna án hagnað-
arsjónarmiða og útfærslan er rafræn.
Í Reykjavík hefur matskerfi á
heimahjúkrun verið innleitt fyrir 75
ára og eldri en þó ekki á öllu höf-
uðborgarsvæðinu. Stiki ráðgjafar- og
hugbúnaðarfyrirtæki hefur þróað hin
ýmsu öldrunarmatskerfi sem eru
notuð á hjúkrunarheimilum um allt
land. Einnig hefur Stiki séð um út-
færslu á svokölluðu Færni- og heilsu-
matskerfi vegna úthlutunar á hjúkr-
unarheimilisdvöl. Matskerfin sem
taka til hinna ýmsu þátta eru notuð á
93 stöðum um allt land.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heilbrigðismál Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Svana Helen Björnsdóttir, eigandi Stika, og Erlendur Steinn Guðnason framkvæmdastjóri.
Vilja matskerfi til að bæta
þjónustu við eldra fólk
Unnið að heildarúttekt á öldrunarþjónustunni í velferðarráðuneytinu
„Sú áætlun sem
ráðherra kynnti
fyrir ríkisstjórn
fyrsta september
hefur ekki verið
tekin til sér-
stakrar skoðunar
á Landspítal-
anum. Fréttirnar
eru mjög ánægju-
legar og fela vafa-
lítið í sér mörg
tækifæri,“ segir Lilja Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri skurðlækn-
ingasviðs á Landsspítalanum.
Ríkisstjórnin ætlar að stytta bið-
lista eftir aðgerðum en 5.723 bíða
eftir að komast í aðgerð og hafa yfir
4.000 manns beðið lengur en þrjá
mánuði. Áætlaður kostnaður verk-
efnisins er um 1.260 milljónir króna.
Aðspurð hvaða kostir séu í stöðunni
segir Lilja: „Ég reikna með að allir
kostir verði skoðaðir, þar með talið
að fjölga skurðstofum og nýta betur
það sem fyrir er.“
Allir kostir
skoðaðir
Aðgerðaáætlun
um að stytta biðlista
Lilja
Stefánsdóttir
Þorgerður E.
Sigurðardóttir
hefur verið ráðin
Útvarpsleikhús-
stjóri hjá RÚV.
Hún tekur við af
Viðari Eggerts-
syni 1. desember
nk. Þorgerður er
hlustendum Rás-
ar 1 vel kunnug
þar sem hún hef-
ur verið með ýmsa þætti og m.a. haft
umsjón með Víðsjá og Bók vikunnar.
Þorgerður er með BA-gráðu í al-
mennri bókmenntafræði frá Háskóla
Íslands og BA-gráðu í leikmynda- og
búningahönnun frá Nottingham
Trent University auk þess sem hún
hefur lagt stund á nám í heimilda- og
fléttuþáttagerð fyrir útvarp. Hún
hefur verið stundakennari við HÍ í
almennri bókmenntafræði og við
Listaháskóla Íslands í sviðslistadeild
og listkennsludeild. Þá hefur hún
m.a. setið í dómnefnd fyrir Íslensku
bókmenntaverðlaunin og setið í út-
hlutunarnefnd vegna starfslauna
listamanna.
Þorgerður
yfir Útvarps-
leikhúsinu
Þorgerður E.
Sigurðardóttir
Eftir tvö ár eða svo er reiknað með
að matstæki sem metur bráða-
þjónustu sem eldra fólk þarfnast
þegar það leitar á bráðamóttöku
Landspítalans verði komið í gagn-
ið.
Hugbúnaðarfyrirtækið Stiki og
Landspítali eru í samstarfi um
þetta þróunarverkefni. Markmiðið
er að auka gæði ferla í móttöku
eldra fólks á bráðamóttöku. Hug-
búnaðurinn sem um ræðir verður
notaður til skimunar og við mat á
heilsufari auk mats á þjónustu-
þörf. Eldra fólki, sem sækir sér
læknisþjónustu á bráðamóttöku
og bráðadeildir Landspítalans,
fjölgar stöðugt. Hugbúnaðurinn er
snjallforrit sem er einfalt í notkun.
Þeir sem taka á móti sjúklingnum
svara einföldum spurningum með
því að fylla inn í forritið. Það sam-
tengir upplýsingar og gefur vís-
bendingar um hver æskileg næstu
skref einstaklingsins geti orðið,
svo sem innlögn, eftirfylgd á
sjúkrahúsinu innan skamms tíma
eða heimferð.
Bráðaþjónusta við eldra fólk
ÞRÓUNARVERKEFNI STIKA OG LANDSPÍTALANS
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is