Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
STUTTAR FRÉTTIR
Seðlabankinn vill ekki staðfesta
hvenær bankinn hyggst svara und-
anþágubeiðni slitastjórnar Glitnis
vegna tillagna kröfuhafa slitabúsins
um stöðugleikaframlag í tengslum
við losun fjármagnshafta. Í svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins segir
Seðlabankinn að undanþágubeiðn-
inni verði svarað um leið og nauðsyn-
legri greiningarvinnu lýkur. Bank-
inn kveðst þá munu hafa óformleg
samskipti við slitastjórn Glitnis í að-
dragandanum.
Eins og fram kom í Viðskipta-
Mogganum í gær er sá tími orðinn
mjög knappur sem slitastjórn Glitnis
hefur til þess að fá nauðasamning
samþykktan af kröfuhöfum og stað-
festan af dómstólum. Átta vikur eru
nú liðnar frá því að slitastjórnin lagði
inn beiðni til Seðlabankans um til-
teknar undanþágur frá gjaldeyris-
höftum. Þær eru taldar forsendan
fyrir því að nauðasamningur fáist
samþykktur. Náist ekki að ganga frá
samningnum fyrir áramót fellur
stöðugleikaskattur á slitabúið sem
gæti valdið því að endurheimtur
kröfuhafanna yrðu allt að 174 millj-
örðum króna minni að mati slita-
stjórnar.
Engin ákvörðun um birtingu
Í svari Seðlabankans kemur fram
að mat á áhrifum nauðasamnings
Glitnis á efnahagslegan og fjármála-
legan stöðugleika er enn í vinnslu í
bankanum. Samtímis leggur bank-
inn mat á tillögur sem hafa borist frá
slitastjórnum annarra banka og eiga
samskipti sér stað vegna þeirra við
slitastjórnirnar.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort stöðugleikamatið verði
gert opinbert og verður tekin
ákvörðun um það eftir að undirbún-
ingsvinnu er lokið, segir í svari
Seðlabanka Íslands.
Morgunblaðið/Ómar
SÍ Unnið er að stöðugleikamati.
Enn unnið að
stöðugleikamati
Seðlabankinn í
óformlegum sam-
skiptum við slitabú
● Einn nefndarmanna peningastefnu-
nefndar greiddi atkvæði gegn tillögu
seðlabankastjóra um 0,5 prósentustiga
hækkun stýrivaxta á síðasta vaxta-
ákvörðunarfundi um miðjan ágúst og
kaus í þess stað að vextirnir myndu
hækka meira, eða um 0,75 prósentur.
Þetta kemur fram í fundargerð pen-
ingastefnunefndar sem nú hefur verið
birt. Nefndarmenn eru fimm og greiddu
hinir fjórir með tillögu seðlabanka-
stjóra. Helstu rök nefndarinnar fyrir að
taka minna skref nú voru þau að tölu-
verð óvissa væri um hversu mikið fyrir-
tækjum tækist að hagræða á móti
kostnaðaraukanum og að alþjóðleg
verðbólguþróun vægi í auknum mæli
gegn innlendum verðbólguþrýstingi.
Einn nefndarmanna
vildi hækka vexti meira
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!
"#
"!$
!$"
!"
"
% !
#
"!#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
$!"
$
"
!!!
!#
$
%$
#%$
""#
%
%
!$%
!"!
%
#
"" #
$%
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á lambið
● Alls 86% launþega, sem samsvarar
134.200 manns, voru aðilar að stéttar-
félagi á síðasta ári samkvæmt vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
Rannsóknin sýnir að þátttaka í stéttar-
félögum er hlutfallslega meiri meðal
kvenna en karla þar sem 91% kvenna
voru aðilar að stéttarfélögum í sam-
anburði við 82% karla.
86% í stéttarfélagi
Þá ku kergja sjóðanna einnig bein-
ast að því að forsvarsmenn þeirra
fengu kynningu á kaupréttaráætlun-
inni og því hvað í henni felst mjög
skömmu áður en hún var kynnt form-
lega. Telja þeir að lítill tími eða eng-
inn hafi gefist til að ræða eðli áætl-
unarinnar eða að gera athugasemdir
við hana.
Sjóðirnir sex
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru það Almenni lífeyrissjóð-
urinn, Festa, Gildi, Lífsverk, Söfnun-
arsjóður lífeyrisréttinda og Stafir
sem telja nauðsynlegt að gera breyt-
ingar á fyrirliggjandi kaupréttaráætl-
un. Samanlagður eignarhlutur þess-
ara sjóða nemur 15,19% í Símanum.
Gildi er með stærsta einstaka eign-
arhlutinn, 6,19%, þar á eftir kemur
Almenni lífeyrissjóðurinn með 2,74%,
Lífsverk með 2,63%, Sameinaði líf-
eyrissjóðurinn 2,23%, Festa á 2,16%
og Stafir reka svo lestina með 1,71%.
Tveir stærstu ekki með
Tveir lífeyrissjóðir eiga stærri hlut
í Símanum en fyrrnefndir sjóðir. Það
eru Lífeyrissjóður verslunarmanna
sem á 13,23% og Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins sem á 10,93%.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hafa forsvarsmenn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna lýst sig fylgjandi
kaupréttaráætluninni en forsvars-
menn Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins hafa ekki gefið upp afstöðu sína
til hennar.
Ákvörðun í höndum hluthafa
Orri Hauksson, forstjóri Símans,
segir í samtali við Morgunblaðið að
ákvörðun um það hvort kaupréttar-
áætlunin verði að veruleika sé alfarið í
höndum hluthafa fyrirtækisins.
„Þetta mál er í höndum hluthafa.
Stjórnendur fyrirtækisins myndu
hins vegar fagna því ef áætlunin næði
fram að ganga. Við teljum hana bæði
hófsama leið og skynsamlega til að
tvinna saman langtímahagsmuni
starfsmanna og fyrirtækisins,“ segir
Orri.
Sex lífeyrissjóðir ósáttir
við kaupréttaráætlun
Telja kauprétti starfsmanna Símans of ívilnandi á kostnað eigenda fyrirtækisins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðskipti Arion banki hefur selt 5% hlut í Símanum og hyggst selja stærri hlut í opnu útboði með haustinu.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sex lífeyrissjóðir gera alvarlegar
athugasemdir við kaupréttaráætlun
sem stjórn Símans hyggst leggja fyrir
hluthafafund í fyrirtækinu sem hald-
inn verður þriðjudaginn 8. september
næstkomandi. Athugasemdirnar lúta
að nokkrum þáttum áætlunarinnar en
alvarlegasta gagnrýnin snýr að þeirri
ákvörðun að allir starfsmenn muni
geta keypt 600.000 krónur á ári í
fimm ár á því gengi sem forstjóri
fyrirtækisins, ásamt nokkrum með-
fjárfestum, keypti 5% hlut í fyrirtæk-
inu af Arion banka á í liðinni viku.
Kaupverð hlutarins nam um 1.330
milljónum króna sem jafngildir 2,5
krónum á hlut.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um Morgunblaðsins telja lífeyrissjóð-
irnir óeðlilegt að gengið sé fastsett
með þeim hætti sem lagt er til, fimm
ár fram í tímann, en taki ekki breyt-
ingum til samræmis við þróun mark-
aðsverðs fyrirtækisins á því tímabili
sem kauprétturinn stendur. Telja að-
ilar innan sjóðanna að áætlunin kunni
að leiða til þess að starfsfólki fyrir-
tækisins verði afhentir hlutir í fyrir-
tækinu undir markaðsverði og með
því skerðist eignir hluthafa í félaginu,
sem margir eru lífeyrissjóðir. Kaup-
réttaráætlunin gerir ráð fyrir því að
heildarkaupvirði starfsmannanna á
árunum fimm geti numið réttum
tveimur milljörðum króna. Miðað við
fjölda hluta í félaginu í dag gæti heild-
areign starfsmannanna 680 sem rétt
eiga á kaupréttinum því numið 7,7%
af heildarhlutafé fyrirtækisins við lok
samningstímans.