Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er uppnámí Evrópuhvert sem litið er. Ferjur og járnbrautir á milli Bretlands og meginlandsins hiksta á háanna- tíma. Grundvallarreglur, eins og sú sem kennd er við Dyflini, eru ekki virtar. Schengen-sam- starfið gengur ekki upp eins og málin standa. Meginforsenda þess er að ytri landamæri sam- starfsins haldi. Jafnvel þeir, sem þjást af alvarlegasta almyrkva stjórnmálalegrar blindu halda því ekki fram að ytri landamæri Schengen-ríkja rísi undir nafni núna. Þau tvö lönd álfunnar, þar sem stjórnkerfið er veikast, Grikkland og Ítalía, mátti ekki treysta í landamæravörslu á meðan ástandið taldist eðlilegt. Það vissu allir, en létu yfir sig ganga. Eftir að flóðbylgjan skall á eru þessi landamæri aumari en svo að hægt sé að flokka þau sem gatasikti. Sáralítið er fjallað um ástæð- ur þessara óskapa. Þær eru þó að mestu heimatilbúnar af þeim sem vandræðin eru nú að kæfa. Pólitískir rétttrúnaðarklerkar banna að rót vandans sé rædd og hvernig skuli bregðast við honum. Eingöngu má ræða hvernig fljótlegast sé að sökkva ofan í óviðráðanlegar afleiðingar hans. En jafnvel sú takmarkaða heimild nær ekki svo langt að ræða megi upphátt hverjar af- leiðingar óundirbúinna óðagots- aðgerða kunni að verða. „Vorhreingerningarnar“, sem svo mjög var hampað, komu skriðunni af stað í norðanverðri Afríku. Í Sýrlandi héldu menn að sá djarfi leikur næði einnig til þeirra. Í því trausti bjuggust þeir til byltingar gegn annarri kyn- slóð einræðisherra í Damaskus. Bandaríkjaforseti dró opinberlega strik í sandinn og sagði að stigi forseti Sýrlands yfir þau yrðu viðbrögðin hörð. Sá steig það „örlagaríka“ skref, en Obama gerði ekkert. Ástæð- an er sögð sú að forsetinn þori ekki að styggja helsta stuðn- ingsmann Assads, æðsta klerk- inn í Teheran, því að það kynni að spilla fyrir viðkvæmum við- ræðum við hann. Milljónir Sýrlendinga eru nú í yfirfullum flóttamannabúðum. Landið þeirra hefur verið sprengt í tætlur. Úkraína er stórlöskuð. Núverandi ráða- menn þar ofmátu innihaldið í fagurgala ráðamanna ESB og Bandaríkjanna. Flóttamanna- vandamálið þar er yfirþyrmandi og efnahagurinn í rúst, Pútín kokgleypti Krímskaga og upp- reisnarmenn, sem styðjast við Rússa, fara sínu fram víða í austurhluta Úkraínu. Nú segja góðviljaðir menn að víkka eigi án tafar skilgreiningu á flóttamanni og fara út fyrir rammann um að persónulegu öryggi hans sé ógnað. Efna- hagsflótti verði hér eftir að telj- ast jafngildur. Nú eru rúmir 3 milljarðar manna í heiminum með minna en 260 krónur á dag til að fram- fleyta sér. Verkefnið er því viða- mikið. En best er að ræða ekki þann þátt. Sá sem það gerir er nefnilega „rasisti“. Yfirborðsgutlarar nær og fjær telja að besta leiðin til lausnar vanda sé að ræða hann ekki} Rétttrúnaðarfaraldur bætist við hina Áhættan semAlexis Tsip- ras tók þegar hann boðaði til kosninga hinn 20. september næst- komandi virtist um stund ætla að ganga upp. Samkvæmt könnunum voru grískir kjós- endur ekki sáttir við það hvernig Syriza hafði haldið á spilunum gagnvart þríeykinu, en persónufylgi Tsipras sjálfs mældist nóg til þess að skila flokknum áframhaldandi meirihluta. Eftir því sem nær dregur kosningum hefur fylgið hins vegar dalað svo mjög að Íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði hefur nú náð forystu í könn- unum, þótt mjótt sé á munum. Fylgistap Syriza er eðlilegt þar sem flokkurinn komst til valda vegna loforða um að binda enda á hinar óvinsælu aðhalds- aðgerðir fyrri rík- isstjórnar og bjóða kröfuhöfum landsins birginn, en hvorugt gekk eftir þegar á reyndi. Fari kosningarnar á þann veg sem nú er spáð gæti Tsip- ras horft fram á að flokkur hans liðist í sundur vegna inn- anflokksátaka. Nái Syriza hins vegar aftur að verða stærsti flokkurinn gæti orðið stjórnarkreppa, þar sem Tsip- ras hefur útilokað að leiða stjórn í samstarfi við Nýtt lýðræði og PASOK-flokkinn. Reynslan segir að vísu að heitstrengingar Tsipras haldi ekki endilega, en þó er útlit fyrir að frekari pólitísk óvissa bíði Grikkja og var hún þó ær- in fyrir. Syriza dalar í skoðanakönnunum og óvissan eykst} Verður persónufylgið nóg? Á lítilli eldfjallaeyju langt úti í hafi tóku eldfjöll upp á því að gjósa. Ekki bara eitt, ekki tvö og ekki þrjú. Heldur fjögur. Öll í einu, hvert í sínum landsfjórðunginum og þau gusu og gusu. Úr þeim rann hraun, úr þeim köstuðust stórir steinar og upp úr þeim steig gufa svo megn að það var ekki líft á eyj- unni litlu. Allir sem bjuggu þar þurftu að flytja í burtu þangað til ósköpin gengju yfir. Fólkið á eyjunni vonaðist til þess að fólk í öðrum löndum myndi bjóða þeim að búa hjá sér. En það gerðist ekki. Fólkið langaði helst til að búa í löndum sem voru nálægt eyjunni. Þar væri fólk sem líktist þeim mest og mestar líkur á að aðlagast sam- félaginu. En þeir sem réðu í nálægu löndunum sögðust ekki geta tekið við nýju fólki. Aftur á móti væru önnur lönd, lengra í burtu, þar sem væri nóg pláss fyrir fólkið og það gæti kannski búið þar. Fólkinu á eyjunni leist ekkert sérstaklega vel á það, fólkið í fjar- lægu löndunum hafði aðra siði, talaði tungumál sem eng- inn kunni og svo var skrýtin lykt þar. En það átti engra kosta völ og fór því til fjarlægu landanna þar sem það þekkti engan og vissi ekkert um landið. Því einhvers staðar þarf fólk jú að eiga heima. Sko.... þetta gerðist ekki í alvörunni. En þetta gæti gerst, a.m.k. samkvæmt lögmáli Murphys um að ef eitt- hvað geti farið úrskeiðs muni það fyrr eða síðar gera það. Fyrir fólk í friðsömu landi er erfitt að setja sig í spor fólks sem býr við skelfingar og stríðsógnir. Hvernig ætli það sé að geta ekki búið í eigin landi vegna óeirða, hættulegs þjóðfélags- ástands eða ofsókna? Hver myndi ekki gera allt hvað hann gæti til að koma sér og börn- unum sínum úr slíku umhverfi? Hvað ef við værum fólkið á eyjunni sem þurfti að yfirgefa landið sitt – hver myndi vilja leyfa okkur að búa hjá sér? Skyldum við vera álitleg í augum umheimsins? Skoðum málið. Til dæmis er framleiðni vinnuafls á Íslandi talsvert lægri en í mörgum vestrænum ríkj- um. Við erum ein feitasta þjóð í heimi, við er- um svakalegar eyðsluklær og við sóum um þriðjungi þeirra matvæla sem eru framleidd í landinu. Við notum einkabílinn eins og úlpu (eða kannski frekar eins og sumarjakka) og eigum það til að haga okkur dólgslega á netinu. Við erum kannski ekki alveg sætasta stelpan á ballinu. En við höfum marga kosti. Það hlýtur að skipta máli í þessu samhengi. Til dæmis höfum við undanfarna daga sýnt að við erum tilbúin til að opna heimili okkar og hjörtu fyrir bláókunnugu fólki sem hefur hrakist af heimilum sínum af ýmsum ástæðum. Sumir vilja kalla þetta barnaskap, pissukeppni, skammsýni, athyglissýki, heimsku og glannaskap. Öðr- um þykja orð eins og góðmennska eiga betur við. En hvaða orð sem eru valin, þá sýnir þetta að við erum bara alveg ágæt eftir allt saman. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Pissukeppni eða góðmennska? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er að heyra að fundursem sveitarstjórn Borgar-byggðar átti með íbúum áHvanneyri og nágrenni í fyrrakvöld hafi orðið til að sætta íbúa við ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíð grunnskóladeildarinnar. Sveitarstjórnin kom með ákveðið út- spil en fundurinn krafðist þess að hætt yrði við lokun skólans og lýsti vantrausti á meirihluta sveitar- stjórnar. Meirihlutinn samþykkti í vor skipulagsbreytingar í þeim tilgangi að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Ein ákvörðunin var að hætta kennslu í grunnskóladeildinni á Hvanneyri en þangað hafa nemendur í 1. - 4. bekk sótt skóla en eldri börnin sækja nú þegar skóla á Kleppjárnsreykjum. Foreldrum var boðið upp á samráð um það hvort þau vildu að börnum þeirra yrði ekið í Kleppjárnsreyki eða heldur skemmri leið í Borgarnes. Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar, segir að með þessu sparist 35-40 milljónir á ári. Áformað er að breytingin taki gildi að ári. Íbúasamtök Hvanneyrar og ná- grennis hafa mótmælt þessum áform- um harðlega og lýstu fulltrúar þeirra skoðunum sínum afdráttarlaust á fundinum í fyrrakvöld. Birgitta Sigþórsdóttir, við- skiptafræðingur á Hvanneyri, segir að ákvörðun um að loka skólanum hafi mikil áhrif á byggðina. „Fólk ákveður búsetu sína út frá þeirri þjónustu sem boðið er upp á í nær- samfélaginu. Skólarnir eru mikil- vægur þáttur í því. Fimm fjölskyldur með börn hafa nýlega flutt hingað og keypt fasteignir. Lokun skólans gjör- breytir forsendum þeirra,“ segir Birgitta og bætir við: „Við viljum halda því sem við höfum, þessum fjór- um bekkjum. Svo er skólinn hjartans mál hjá íbúnum. Okkur finnst þetta vera ákveðin kúgun og einelti gagn- vart okkur.“ Hugmynd um samrekstur Sveitarstjórnarfulltrúar komu fram með þá hugmynd að tveimur neðstu bekkjunum yrði áfram kennt á Hvanneyri og til þess nýtt aðstaða í leikskólanum Andabæ sem er vel við vöxt. Kolfinna Jóhannesdóttir sveit- arstjóri segir að þar sé húspláss fyrir slíka stofnun, hugsanlega án mikilla breytinga. Sveitarstjórn hefur boðið foreldrum að koma að þróun þessarar hugmyndir. Kolfinna segir æskilegt að taka ákvörðun í haust, staða leik- skólastjóra sé laus og þá yrði hægt að auglýsa eftir skólastjóra. „Við sjáum að slík stofnun gæti verið góð viðbót í skólaflóruna í Borgarbyggð,“ segir Kolfinna. Hugmyndin fékk ekki mikla um- ræðu á íbúafundinum á Hvanneyri. Greinilegt er að talsmenn íbúanna vilja ekki gefa eftir þá þjónustu sem þeir nú hafa. Fundinn sóttu um 180 íbúar úr skólahverfinu og víðar að úr sveitarfélaginu. Samþykkt var án mótatkvæða ályktun þar sem skorað var á sveitarstjórn að draga til baka ákvörðun sína um að loka grunn- skóladeildinni. Bjarki segir að álykt- unin verði lögð fyrir sveitarstjórn í næstu viku og fái sína umfjöllun þar. Hann segir að ákvörðunin standi og ekki hafi verið rætt um að hverfa frá henni. Í lok fundarins var samþykkt önnur ályktun þar sem lýst er yfir al- gjöru vantrausti á meirihluta sveit- arstjórnar og er lokun grunnskóla- deildarinnar nefnd ásamt fleiri atriðum sem rök fyrir því að hann sé ekki starfi sínu vaxinn. „Fundarmenn fara fram á að meirihluti víki úr sveit- arstjórn og hleypi fólki að sem er tilbúið til að vinna að heilindum fyrir íbúa Borgarbyggðar.“ Vilja eindregið halda skólanum sínum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveitaþorp Hvanneyri er friðsælt skólaþorp með um 260 íbúa. Þar eru 60 börn á grunnskólaaldri og er 26 kennt í grunnskóladeild staðarins í vetur. Borgarbyggð rekur grunnskóla á fjórum stöðum og leikskóla á fimm. Nemendum hefur stór- lega fækkað. Fram kom í tölum sem Kolfinna Jóhannesdóttir sagði frá í erindi sínu á íbúa- fundinum á Hvanneyri að skóla- húsnæði er langt umfram þarfir. Þannig rúmar húsnæði grunn- skólanna 738 nemendur, 230 fleiri en sækja skólana nú. Leik- skólarnir rúma 284 nemendur, 70 fleiri en þar eru nú. Borgarbyggð gæti því tekið á móti verulegri íbúafjölgun án þess að byggja. Vegna breyttrar aldurssamsetningar í þjóðfélag- inu er ekki við því að búast að þörf verði fyrir allt húsnæðið. Sveitarstjórn hefur því verið að leita leiða til að hagræða með því að nýta húsnæðið betur. Lið- ur í því er lokun grunnskóla- deildarinnar á Hvanneyri og sala á húsnæði húsmæðraskól- ans á Varmalandi sem grunn- skólinn hefur til afnota. Nýta betur skólahúsin HAGRÆÐING Í REKSTRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.