Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Brauð dagsins alla föstudaga Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Í 15 daga hef ég ver- ið inniliggjandi sjúk- lingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi v/ Hringbraut. Þegar veikindin fara aðeins að brá af manni er nógur tími til að hug- leiða og einhvern veg- inn gerðist það með mig að ég fór að hug- leiða það sem var mest í umræðunni á hverjum degi og reyndi sjálfur að mynda mér skoð- anir á því sem sagt var. Ég hef aldr- ei skrifað pólitíska grein áður og ekki skipt mér af þeim efnum, ég tel mig frekar vera hægri mann en hitt, og langar því að reyna að skipta grein minni niður í flokka, ef það má kalla það svo. Verkföll í heilbrigðisstéttum Sl. vetur hefur allt logað í verk- föllum hjá heilbrigðisstéttum, læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og hvað nú allt þetta heitir. Af hverju er ekki hægt að greiða þessu fólki mannsæmandi laun og vera með eitt stéttarfélag? Að fylgjast með starfsfólki Land- spítalans, hvernig það leggur sig allt fram við störf sín, er aðdáunarvert. Það er ekki nóg með að það hjúkri manni á sinn allra besta hátt, heldur einnig sýnir það kærleika og mikla fórnfýsi, talar hlýlega til manns og víkur ekki frá manni þegar veik- indin eru sem mest. Alveg sama á hvaða vakt fólk var, þau voru á þön- um milli stofa. Við ættum að skammast okkar og greiða þessu fólki hæstu laun sem greidd eru. Nú vil ég ekki endilega tala bara um heilbrigðisþjónustna á Landspítala, sem er til fyrirmyndar, heldur einn- ig landsbyggðarinnar. Þar er líka veikt fólk en svo til engir læknar eða hjúkrunarfræðingar, hvað þá ljós- mæður. Í minni heimabyggð, Vest- mannaeyjum, er ágætis sjúkrahús, en það verður að flytja allt mjög veikt fólk flugleiðis til Reykjavíkur vegna þess að í Eyjum er enginn sérfræðingur eða aðstæður til vera með mjög veikt fólk. Konur geta ekki einu sinni fætt börn sín á sjúkrahúsinu, þar sem ekki eru læknar eða ljósmæður til staðar. Og sjúkraflugvél er staðsett á Húsavík. Sjúkraflugvél er þrjár klst. að fljúga frá Húsavík til Vestmannaeyja og 20-30 mínútur til Reykjavíkur. Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi þá er ég hjartasjúklingur og krabbameins- sjúklingur. Hefði ég verið staddur heima í Vestmannaeyjum 6. ágúst sl. væri ég ekki hér lengur, en eitt- hvað varð til þess að ég dreif mig á höfuðborgarsvæðið. Í lok máls míns um heilbrigðismál vil ég segja þetta: Það er 100% nýting á starfs- fólki heilbrigðisstofn- ana á Íslandi og við eigum að skammast okkar fyrir að geta ekki skaffað þessu dásamlega fólki al- mennileg laun og að- stöðu til starfa sinna. Ég dáist að íslensku heilbrigðisstarfsfólki, en alltaf er það eitthvað sem eyðileggur. Dagur B. Eggertsson og fylgdarlið vill Reykjavíkurflugvöll burt þó svo að meirihluti þjóðarinnar segi nei. Ég held að Dagur og hans fylgdarlið þurfi að fara að læra eitthvað um rekstur en Reykjavík er rekin með bullandi tapi, ef Orkuveituhagnaður er dreginn frá. Dagur B. Eggerts- son og hans fylgdarlið eru bara fjöl- miðlasjúkir kjaftaskar sem halda að hægt sé að reka Reykjavík á kaffi- húsum í 101, vita ekkert um stjórn- un fyrirtækja, því, jú, Reykjavíkur- borg er bara venjulegt lítið fyrirtæki. Við þurfum líka að átta okkur á að við höfum ekki sjúkra- hús til að taka við mikið fleiri sjúk- lingum. Kjaradeila BHM Ekki ætla ég að fara út í kjara- deilur BHM, en ekki fannst mér það viturlegt sem kom frá sumum félagsmönnum BHM í hita leiksins á sínum tíma. Jú, það er til fullt af fólki sem getur lært á bókina, en það er líka til fullt af sprenglærðu fólki sem bara alls ekkert gagn er í. Ég hef sjálfur verið í rekstri alla mína tíð og mér er ógmögulegt að skilja hvernig meta á menntun til launa. Sennilega yrði að sitja yfir hverjum starfsmanni og meta nýt- ingu hans. Hitt er svo annað mál og það er mín skoðun er sú að prestar og þeir sem gegna sálgæslu og boð- un kristinnar trúar eigi að hafa góð laun. Er það ekki hneyksli að fyrr- verandi ráðherra og núverandi for- maður BHM, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, skuli ganga fram með offorsi vegna lagasetningar á verk- fall BHM. Sjálf nýbúin að setja lög á flugvélstjóra. Hvert erum við að fara í heil- brigðismálum? Eftir Friðrik I. Óskarsson Friðrik Ingi Óskarsson » Að fylgjast með starfsfólki Landspít- alans, hvernig það legg- ur sig allt fram við störf sín, er aðdáunarvert. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri og eldri borgari. Rekstrarvandi A- hluta borgarsjóðs er ekki einhver tímabund- in óheppni, vegna þess að ekki náðist að selja nógu margar lóðir. Eða vegna þess að síðasti vetur hafi verið óvenju snjóþungur, líkt og í öðrum betur reknum sveitarfélögum. Heldur er vandinn langvarandi kostnaðarvandi. Þrátt fyrir að í Reykjavík hafi út- svarið verið í hæstu hæðum frá árinu 2010, hagvöxtur og almennt efna- hagsástand verið á uppleið hefur A- hluti borgarsjóðs, að einu ári undan- skildu, verið rekinn með tapi síðan 2010. Þetta eina ár sem staða sjóðsins var hífð upp fyrir núllið, var það gert með eignatilfærslum og öðrum bók- haldsbrellum. Nú er svo komið að ekki verður brugðist við vandanum á annan hátt, en að lækka rekstrarkostnað borgar- innar verulega, eða um 10%. Afsak- anir, um að eitthvað annað en fjármálastjórn borgarinnar hafi brugð- ist, duga ekki lengur og eru beinlínis skaðlegar. Við blasir að fækka verði stöðugildum hjá borginni um 500. Án þess þó að þjónustan skerðist um það sem því nemur. Reyndar var ekki hægt að fara með þjón- ustuna neðar en á botn- inn þar sem hún er sam- kvæmt síðustu þjónustukönnun Gallup. Verði ekkert að gert og verði fjár- málum borgarinnar áfram stýrt af sömu lausung og verið hefur undan- farin fimm ár, þá mun eigið fé borg- arinnar verða uppurið eftir 15 ár. Það ætti því að vera orðið hverjum manni ljóst, nema kannski meðhlaup- urum núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn og meirihlutanum sjálf- um, að núverandi meirihluti Samfylk- ingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er gersamlega úti á þekju í fjármálum borgarinnar. Það sem er kannski enn verra, er það að núverandi meirihluti hefur enga burði til þess að taka á málunum af myndugleika. Enda er þar valinn maður í hverju rúmi í því að bruðla með annarra manna peninga. Stærsti vandinn er þó kannski sá, að borgarstjóri þráir sviðsljósið, meira en allt annað. Enda þar allt svo bjart og fagurt. En forðast dagsljósið, sem er þó eins og sakir standa æði drungalegt, eins og heitan eldinn. Enda þar ekkert að finna nema upp- söfnuð leiðindi, en þó lífsnauðsynleg, til þess að stýra málum hér í borginni á þann hátt að ekki hljótist af stór- felldur skaði. Allskonar fyrir aumingja fyrir annarra manna peninga Eftir Kristin Karl Brynjarsson » Við blasir að fækka verði stöðugildum hjá borginni um 500. Án þess þó að þjónustan skerðist um það sem því nemur. Kristinn Karl Brynjarsson Höfundur er annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.