Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 VINNINGASKRÁ 18. útdráttur 3. september 2015 8 10109 19632 28369 40940 50712 61709 72025 139 10147 19637 28851 41075 51007 61725 72525 218 10346 19692 29307 41345 51084 62761 72626 228 11133 19722 29680 41668 51290 63385 73034 395 11187 20105 29686 42472 51496 63550 73080 710 12029 20482 29839 42636 51688 63566 73149 1945 12039 20512 30651 42714 52154 63686 73280 2088 12223 20786 31189 43144 52217 63799 73569 2292 12502 20806 31193 43413 52308 64513 73712 2521 13145 20955 31610 43649 52593 64847 74497 2909 13488 21007 31615 44396 53770 65223 74737 3002 13578 21021 31941 44491 54089 65353 75467 3414 13996 21176 32019 44514 54189 65508 75470 4289 14090 21365 32480 44775 54501 66008 75672 4528 14148 22471 32580 45191 54809 66093 75883 4649 14278 22842 32901 45359 54904 66302 75891 4956 14387 22892 33687 45680 54918 66303 76000 5220 14754 23024 34194 45724 55199 66491 76478 5305 14820 23499 34822 46016 55683 66583 76536 5617 14967 23680 34849 46066 55852 67119 76947 5968 15042 23850 34936 46347 56161 67340 77272 6049 15163 24190 35203 46362 56964 67459 77518 6152 15392 24226 35782 46618 57001 67633 77559 6731 15445 24444 36236 46938 57003 67768 77638 6888 15624 24616 36283 47214 57953 68110 78304 6974 15691 24894 37163 48053 58077 68301 79131 7032 15955 24908 37328 48834 58103 68375 79405 7063 16213 24964 37458 49028 59231 68909 79851 7105 16234 25586 37468 49052 59473 68977 79867 7456 16305 25639 37862 49134 60008 69497 79939 8453 17111 25686 37902 49205 60087 69906 79981 8744 17476 26064 39647 49390 60405 70699 9159 17565 26355 39883 49558 60651 71094 9215 17618 26967 39998 49716 60888 71415 9257 18021 27592 40252 49995 60896 71672 9329 18578 27650 40371 50384 61569 72000 9517 18911 28318 40934 50680 61609 72006 312 11784 22360 33011 44213 55442 66358 74922 430 12191 22548 34713 46070 55776 67221 75190 547 12711 22880 35080 48314 56022 67652 76505 709 13618 25401 35150 48582 56526 67711 76584 5629 13901 25729 35497 49305 57168 67784 76886 5645 16755 26368 35895 49667 57440 68421 77994 5998 18094 26389 35907 50068 57902 69007 78131 6539 19002 27413 38816 50346 58184 70004 78456 7916 19560 27752 38917 53099 60175 70208 79138 8015 20414 27852 41020 54212 61160 70301 9052 21117 30070 41618 54759 62161 70816 10112 21215 30595 41991 55190 65245 73287 11184 22328 30709 43318 55416 65834 73673 Næstu útdrættir fara fram 10., 17., 24. sept & 1. okt 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 29660 31062 47107 48744 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5116 19606 36482 39728 49983 69916 7235 27591 37048 44575 50185 72744 13423 27731 38887 47338 61029 73598 16570 28943 39421 49407 67392 79679 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 1 8 7 5 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 28. ágúst var spilað á 12 borðum. Efstu pör í N/S (% skor): Sverrir Jónss. - Óli Gíslason 57,9 Skarphéðinn Lýðsson - Stefán Ólafsson 56,9 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 56,8 A-V Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 60,6 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 55,9 Kristján Þorláksson - Jens Karlsson 54,1 Efstu pör í haust-stigaleik BFEH: Auðunn R. Guðmundsson og Guðmundur Sig- ursteinsson 53 stig Birgir Sigurðsson 40 stig Erla Sigurjónsdóttir og Jóhann Benediktsson 39 stig Albert Þorsteinsson og Óskar Ólafsson 37 stig BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í Hraunholti, Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13:00. „Það er staðreynd að Rio Tinto hefur skelfi- lega sögu, gjörsamlega skelfilega sögu. Það er staðreynd að þau sam- félög þar sem Rio Tinto hefur komið hafa afar slæma reynslu af þessu fyrirtæki, hvort sem það eru verkalýðsfélög eða sveitarfélög,“ segir rit- höfundurinn Andri Snær Magnason um Rio Tinto; eig- anda álversins í Straumsvík. Rio Tinto sé heimsins ófyrirleitnasta og skeyt- ingarlausasta fyrirtæki. „The Most Ruthless and Uncaring Company in the World.“ Þessi orð komu mér í hug vegna vinnudeilna sem nú geisa í Straums- vík. Það er reynsla okkar í Sjómanna- félagi Íslands að Rio Tinto sé í nöp við verkalýðsfélög og geri allt til þess að losa sig við þau. Rio Tinto hafði ekki verið lengi eigandi álversins í Straumsvík þegar íslenskir sjómenn fengu rýtingsstungu í bakið og samið var við sjóræningjaútgerðir um ál- flutninga. Fyrir átta árum var sjó- mönnum kastað fyrir borð, nú á að kasta 80 starfsmönnum álversins út á Guð og gaddinn því laun þeirra þykja of há, öðrum kosti verði sjoppunni lok- að. Ef þið eruð með múður þá skellum við í lás. Það á að leggja niður störf Ís- lendinga og kalla inn verktaka sem svo kalla til erlent verkafólk sem skammt- að verður úr hnefa. Verkalýðsfélög eru þyrnir í augum Rio Tinto. Þessi fingraför Rio Tinto má greina um allan heim. Þessi framganga Rio Tinto er alvarleg atlaga að íslensku launafólki og samtökum þess. Einn daginn eru það sjómenn, nú verkafólk. Hvað næst – iðnaðarmenn í ál- verinu? Verkalýðshreyf- ingin verður að grípa í taumana, skera upp her- ör gegn þessum vinnu- brögðum. Er það virkilega svo að séu laun skapleg þá eigi fyrirtækjum að líðast að leggja störf niður? Hér er mikið í húfi og brýnt að bregðast við. Drullumix Thorship Það er reynsla mín að mjög hafi hallað undan fæti eftir að Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík; nú ræður ófyrirleitni og skeytingarleysi í garð íslenskrar alþýðu. Hið lánlausa ThorS- hip hefur undanfarin ár séð um ál- flutninga fyrir álverið. Ég sem fulltrúi Alþjóðaflutningaverkamanna- sambandsins á Íslandi hef ítrekað þurft að grípa í taumana vegna van- greiddra launa og illrar meðferðar skipverja á hungurlaunum á ryð- kláfum ThorShip. Álrisarnir sem þykj- ast axla „samfélagslega ábyrgð“ hafa vegið að íslenskri sjómannastétt með því að skipta við spekúlantana í ThorShip. Frægt er þegar ryðkláfur var dreginn úr Straumsvík til Hafn- arfjarðar þar sem hann var rústbarinn svo jafnvel hávaði frá skipi, sem verið var að mylja í brotajárn, drukknaði í látunum. Fréttablaðið skýrði frá því að gauragangurinn hefði haldið vöku fyr- ir Hafnfirðingum. Ég þurfti eitt sinn að fara með handarbrotinn sjómann á sjúkrahús vegna þess að ThorShip hafði neitað honum um læknismeðferð. Manninum hafði verið vísað til skottulæknis í Hol- landi og blöskraði íslenskum læknum fúskið. Auðvitað er þessi myrkva ver- öld í hróplegu ósamræmi við fögur fyr- irheit álversins um „samfélagslega ábyrgð“. ThorShip segist á heimasíðu sinni vera „snjallari“. Forráðamenn ThorShip eru snillingar í drullumixi með ryðkláfa í siglingum og sjómenn á hungurlaunum. Með samstarfi við ThorShip vegur álrisinn að þjóðarör- yggi. Öflugur íslenskur skipastóll og íslensk sjómannastétt varða þjóðarör- yggi. Er ekki kominn tími til að setja hnefann í borðið, er ekki kominn tími til þess að verkalýðshreyfingin sam- einist gegn drullumixi Rio Tinto á Ís- landi? Það er vegið að alþýðufólki. Hið skeytingarlausa og ófyrirleitna Rio Tinto Eftir Jónas Garðarsson » Fyrir átta árum var sjómönnum kastað fyrir borð, nú á að kasta 80 starfsmönnum ál- versins út á Guð og gaddinn því laun þeirra þykja of há. Jónas Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Íslands. Drottinn guð heilagi faðir. Biblían er undirstaða allrar kristinnar guð- rækni. Heilagi faðir, kenn þú mér að nota hana betur þér til dýrðar og mér til sáluhjálpar, í Jesú helgasta nafni, amen. Drottinn Guð, heilagi faðir, þú sem öllu ræður, hjálpaðu mér að feta hinn rétta veg, betur en ég geri. Þakka þér fyrir að þú vakir yfir okkur daga og nætur. Þakka þér fyrir þína hjálp, ég bið þig að blessa alla er vilja breiða út ríki þitt. Góði Guð, þakka þér fyrir hvað landinu okkar gengur vel og er alltaf vinsælla. Við erum með mesta fiskafla sem komið hefur á land, sennilega hafa aldrei komið fleiri ferðamenn að skoða landið okk- ar. Kristur, ég þakka þér að þrátt fyr- ir mikla umferð á vegum, höfum við að mestu verið laus við óhöpp og slys. Hjálpa þú okkur að varðveita orð þitt sem biblían færir okkur. Fyrirgef mér og ég bið þig af veikum mætti, al- góði Drottinn, varðveittu þjóð okkar og fósturjörð. Lof og þökk sé þér, góði Guð, þú þekkir allt sem miður hefur farið hjá mér og nú bið ég þig, fyrirgef þú mér mínar skuldir. Góði Guð, send þú ljós þitt til mín í þínu helgasta nafni. Amen. Karl Jóhann Ormsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bæn CC/Albrecht Dürer Geir bað Guð blessa Ísland og við fengum fyrst makrílinn. Svo eld- gos og túrista. Mesta blessunin var þó að Jó- hönnu og Össuri með dyggum stuðningi Stein- gríms tókst ekki að troða okkur í ESB, þrátt fyrir eindreginn vilja. Voru reiðubúin að greiða Ice- save fyrir aðganginn. Sá síðastnefndi sveik um leið kosningalof- orðið, sem átti stærstan þátt í kosn- ingasigri VG. Þau svik verða seint toppuð. Það má segja um Steingrím að hann er kjarkmaður mikill að hafa boðið sig aftur fram til þings. Össur aftur á móti lagði sig allan fram um að standa við kosningaloforðið. Fór meira að segja sérferð með umsókn- areyðublöðin til vinaþjóðar okkar, Svía, og sparaði ríkissjóði í leiðinni frí- merkin. Ég fór í sumarfrí til Krítar skömmu eftir að Steingrímur fór á vegum AGS til Grikklands að hjálpa til við lausn efna- hagsvanda Grikkja. Eitt kvöldið var ég í göngutúr og fór inn á veitingahús við ströndina til að svala þorstanum. Ung og falleg kona afgreiddi mig og spurði. Hvaðan kemur þú? Frá Íslandi svaraði ég. Það gengur vel hjá ykkur… Þið eruð með krónuna en ekki helv… evruna, bætti hún við er hún sá að ég skildi ekki hvað hún átti við. Ég spurði þá hvort hr. Steingrímur hefði ekki komið að hjálpa þeim og hún spurði. Hvaða Stein- grímur? Þrátt fyrir alla umfjöllunina vissi hún ekkert hver Steingrímur var. Þá var ég hissa og sagði að AGS hefði sent hann þeim til hjálpar. „Hann er ekki góður maður hafi AGS sent hann. Þeir vilja alltaf meir og fá aldrei nóg.“ Síðan áttum við langt samtal. Hún sagði mér að hún ætti staðinn, sem var gisti- og veitingahús. Áður hefði hún haft starfsfólk í vinnu, en nú væri hún eiginlega ein og vinnudagurinn langur. Alla daga vikunnar. Ég sagði henni að frá hruni hefði vinnudagurinn líka ver- ið langur hjá mér og væri enn, þó ég væri nú í sumarfríi. Hún svaraði. „Þið sjáið þó fyrir endann á þessu, en hjá okkur er ekkert nema svartnættið framundan.“ Merkilegt er að til séu Íslendingar sem tala niður krónuna og eiga enn þann dag í dag þá ósk heitasta að ganga í ESB. Blessuð krónan Eftir Sigurð Oddsson »Ég fór í sumarfrí til Krítar skömmu eftir að Steingrímur fór á veg- um AGS til Grikklands að hjálpa til við lausn efnahagsvanda Grikkja. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.