Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
✝ SæmundurÓskarsson,
fyrrverandi pró-
fessor við verk-
fræðideild Háskóla
Íslands og raf-
magnsverkfræð-
ingur, fæddist í
Vík í Mýrdal 25.
janúar 1930. Hann
lést á gjörgæslu-
deild LSH við
Hringbraut 22.
ágúst 2015. Sæmundurvar son-
ur hjónanna Óskars Sæmunds-
sonar, bónda í Eystri-
Garðsauka, og Ásgerðar Guð-
mundsdóttur frá Múlakoti í
Fljótshlíð. Systkini Sæmundar
eru Guðmundur og Þórunn, en
látin samfeðra eru Steinunn og
Óskar.
Sæmundur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1950, fyrrihlutaprófi
í verkfræði frá Háskóla Íslands
1953 og prófi í rafeindaverk-
fræði frá DTH í Kaupmanna-
höfn 1956. Sæmundur kvæntist
1952 Ágústu Arngrímsdóttur
frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi,
f. 1932, d. 1981. Sæmundur
kvæntist aftur 1986 Dagbjörtu
Sigurbergsdóttur, en þau slitu
samvistum 1988. Börn Sæ-
mundar og Ágústu eru fimm, 1)
Óskar, kvæntur Arnheiði E.
Bandaríkjanna á Keflavíkur-
flugvelli 1962-63, deildarverk-
fræðingur hjá Landsíma Ís-
lands frá 1963 og
yfirverkfræðingur 1966-72.
Hann var skipaður prófessor
við Háskóla Íslands árið 1972
og gegndi því starfi til 68 ára
aldurs. Hann vann mörg frum-
kvöðlastörf, m.a. mældi hann
fyrir strandarstöðvum fyrir
skip og staðsetningum sjón-
varpssenda og gat RÚV þ.a.l.
hafið útsendingu á sjónvarpi
árið 1966. Hann kom að skipu-
lagningu á námi í rafmagns-
verkfræði við HÍ 1971-72, inn-
leiddi ljósleiðaratæknina til
landsins og kenndi þá tækni við
verkfræðideild HÍ. Sæmundur
rak fyrirtæki sitt, Rafeindaiðj-
una, samhliða prófessorsstöð-
unni. Þar framleiddi hann
hleðslutæki og spennustilla
m.a. til Landsímans, orku-
fyrirtækja og skipa. Rannsókn-
arverkefni hans undanfarin ár
voru mælingar á jarðviðnámi
vegna fjarskipta og hannaði
hann tölvuforrit og búnað því
tengdan. Verkefninu var ekki
lokið. Sæmundur gegndi marg-
víslegum trúnaðarstörfum,
m.a. fyrir Verkfræðingafélag
Íslands, sat í Orðanefnd raf-
magnsverkfræðinga RVFÍ allt
frá 1990 til andláts. Sat í stjórn
skíðadeildar Ármanns, var for-
maður Skíðaráðs Reykjavíkur
1973-77 og formaður Skíða-
sambands Íslands 1978-80.
Útför Sæmundar fer fram
frá Grensáskirkju í Reykjavík í
dag, 4. september 2015, kl. 13.
Sigurðardóttur.
Börn þeirra eru a)
Ágústa Ósk. Unn-
usti hennar er
Matthías Stefáns-
son. Börn hennar
eru Aron Elí og
Arnheiður Ósk. b)
Sæmundur. Börn
hans eru Kjartan
Ísak og Birna Lind.
c) Sigurður Þór. 2)
Stefán Sæmunds-
son. 3) Örn Sæmundsson,
kvæntur Valery Belinda. Börn
þeirra eru a) Freyja, b) Sif
Francin og c) Þór Ngunza. Fyr-
ir átti Örn börnin d) Stefán
Örn, e) Stefaníu Maríu, f) Gísla
Elfar og g) Sven Arnar. 4)
Steinunn. Unnusti hennar er
Hans Óskar Isebarn. Börn
hennar eru a) Sæunn Ágústa.
Börn hennar eru Jóhannes Við-
ar og Steinunn Lilja. b) Hlynur
Viðar. Unnusta hans er Re-
bekka Hulda Gestsdóttir. Börn
hans eru Hlynur Viðar og Hin-
rik Viðar c) Sandra Rós og d)
Sigrún Ása. 5) Ása Hrönn, gift
Guðmundi Guðmundssyni. Börn
þeirra eru a) Birgir Arnar, b)
Tinna Björk og c) Lovísa Mjöll.
Sæmundur starfaði sem
verkfræðingur hjá Póst- og
símamálastofnun 1956-61, var
verkfræðingur hjá sjóher
Elsku hjartans pabbi minn. Ég
kveð þig með trega og sorg í
hjarta. Lífið verður einmanalegt
án þín. Þú varst svo stór hluti af
lífi mínu og okkar allra. Ég á eftir
að sakna þess að sjá þig ekki
ganga inn um dyrnar hjá okkur.
Að hitta þig ekki aftur í bústaðn-
um, að geta ekki farið í fríin með
þér til Spánar og hafa þig ekki
lengur í faðmi fjölskyldunnar. Þú
varst mín stoð og stytta, fyrimynd
og lífsfylli.
Ég er afar stolt dóttir og þakk-
lát, elsku pabbi minn, að hafa átt
þig sem föður. Ég er stolt af svo
mörgu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú gerðir allt svo vel,
varst svo vandvirkur og natinn og
allt var svo úthugsað hjá þér. Það
sem einkenndi þig mest var að þú
lést verkin tala. Má þar nefna
góðar minningar eins og þegar þú
vannst t.d. við mælingarnar á
staðsetningunum á sjónvarps-
sendunum áður en sjónvarpið hóf
útsendingar. Þegar þú fórst með
vinnuhóp af háskólanemum til
Vestmannaeyja í gosinu til að
moka vikri ofan af húsþökunum.
Þegar þú lýstir fyrir mér starfinu
í háskólanum fyrstu árin, þar sem
þú þurftir að vinna allt námsefnið
frá grunni. Þegar þú færðir allt
„FÍS-regluverkið“ til nútímans á
sínum tíma þegar þú varst í skíða-
ráðinu. Þegar þú varst formaður
Skíðasambandsins og stofnaðir
fystur allra „skíða-poolinn“ og
fékk skíðalandsliðið þ.a.l. allan
skíðaútbúnaðinn frían. Þakklát er
ég einnig og stolt fyrir þinn þátt í
æfinga- og keppnisferðunum,
sem farnar voru og urðu að veru-
leika fyrir þína tilstuðlan.
Ég er svo þakklát þér fyrir alla
samveruna í íþróttunum, öll
ferðalögin og fyrir að vera svona
stór partur í lífi okkar, sem pabbi,
afi og langafi. Þú komst svo sterk-
ur inn eftir að mamma dó, þegar
elsta barnið mitt fæddist. Það var
alltaf hægt að treysta á þig með
pössun, ráð og hjálp.
Sem afi varst þú einstakur og
eru öll börnin mín full þakklætis í
þinn garð. Þú fórst með þau eftir
fermingaraldurinn til Spánar og
lifa með þeim hugljúfar minning-
ar. Í gegnum tíðina lifðir þú fyrir
fjölskylduna og bjóst okkur ynd-
islega samverustaði, sem sumar-
búðstaðurinn og íbúðin á Spáni
eru. Þú varst okkur fyrirmynd í
íþróttaiðkuninni, hvattir okkur
systkinin og afkomendur þína á
þinn einstaka hátt með því að
stunda með okkur íþróttirnar. Þú
horfðir á okkur öll keppa og á
þinn hæverska hátt hvattir þú
fólkið þitt áfram með því að segja
þessi orð sem svo margt býr í:
„láttu þér ganga vel“.
Sjálfur stundaðir þú líkams-
ræktina fram að andláti, sigldir á
seglbretti langt yfir sjötugt og
áttræður fórstu í þína síðustu
skíðaferð til útlanda.
Það var ekkert sem leit út fyrir
eða sagði til um að þú værir að
fara að kveðja þennan heim þegar
þú fórst í speglunina, segja má að
þú hafir bókstaflega verið rifinn
frá okkur. Það er svo ótrúlega
sárt og erfitt að sætta sig við allt
það sem gerðist. Ég kveð þig,
elsku pabbi minn, minnug þeirra
orða sem þú sagðir við mig þegar
við ræddum hvort líf væri eftir
dauðann, að í mér og afkomend-
um þínum lifir þú í okkur með
þeirri arfleifð sem þú gafst okkur.
Þín dóttir,
Steinunn.
Elsku, elsku, pabbi minn. Þeg-
ar þú hringdir í mig kvöldið fyrir
gallblöðruspeglunina þá sann-
færðir þú mig um að hafa ekki
áhyggjur, þetta væri einföld að-
gerð sem tæki í mesta lagi
klukkutíma og þú kæmir heim
daginn eftir. Eitthvað mikið fór
úrskeiðis í spegluninni og mistök
gerð sem leiddu til þess að þú lést
þremur dögum síðar. Eftir stönd-
um við lömuð af sorg, ein lítil að-
gerð og þú ert dáinn. Þú sem
varst fullfrískur og þurftir ekki
einu sinni að fara í þessa speglun,
hugsaðir svo vel um heilsuna. Ég
ólst upp í Hvassaleiti ásamt
pabba, mömmu, fjórum systkin-
um mínum og ömmusystur minni,
Steinu. Þar var alltaf glatt á hjalla
og heimilið opið öllum. Pabbi var
mikið náttúrubarn og þegar ég
var lítil fórum við fjölskyldan um
landið mörgum sinnum þar sem
pabbi var að mæla fyrir staðsetn-
ingu sjónvarpssendanna hjá
Landsímanum. Þetta voru mjög
skemmtilegir tímar og mikið um
glens og gaman. Pabbi var mikill
prakkari og stríðinn og fékk okk-
ur alltaf til að hlæja. Pabbi og
mamma voru mjög samrýnd hjón.
Ég var svo heppin að þú og
mamma fylgduð okkur systrun-
um í skíðaíþróttinni, þú studdir
okkur og hvattir í landsliðsferðum
innan- sem utanlands, þú elskaðir
að skíða og skíðaðir fram að 82
ára aldri. Þið mamma fóruð líka
að stunda golf saman til að eyða
tíma með bræðrum mínum, svo
samhent voruð þið. Þú og mamma
óluð okkur upp í mikilli hlýju og
kærleika. Mamma dó þegar ég
var 19 ára – áfram varst þú klett-
urinn í lífi mínu. Þú keyptir
sumarbústað sem þú ert búinn að
gera að paradís fyrir okkur systk-
inin og barnabörnin. Alltaf var
jafn skemmtilegt að eyða tíma
með þér þar. Einnig keyptir þú
sumarhús á Spáni og höfum við
farið ótal ferðir þangað, þar sigld-
ir þú eins og kóngur á seglbretti
þínu og reyndir að kenna mér, en
ég erfði því miður ekki þá hæfi-
leika. Þú bauðst öllum barnabörn-
um eftir fermingu með þér til
Spánar (tveimur í einu) og hugs-
aðir alltaf um þau af alúð og kær-
leika. Þar var sko líf og fjör og
minning þeirra um ferð ein með
afa sínum lifir björt og falleg. Þú
komst að horfa á þau keppa á
skíðum og fótbolta og spurðir
meira að segja á gjörgæslunni
hvernig Lovísu hefði gengið í leik
sínum í Pepsi-deildinni, svo
áhugasamur varstu í því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þú varst
börnunum mínum ástkær afi og
hjálpaðir þeim Birgi, Tinnu og
Lovísu með námið og stærðfræð-
ina og ég dáðist að því hversu þol-
inmóður og góður þú varst að
sitja hjá þeim tímunum saman
þar til þau skildu loksins hvernig
ætti að leysa dæmin. Börnin mín
elskuðu afa sinn mjög mikið og er
missir þeirra mikill. Þú varst okk-
ur Gumma alltaf svo hjálpsamur
og vildir allt fyrir okkur gera og
varst fyrstur að rétta hjálparhönd
ef eitthvað bjátaði á. Takk fyrir
alla ástina og kærleikann sem þú
gafst okkur, pabbi minn, takk fyr-
ir allar ferðirnar með þér í Kerl-
ingarfjöllin, á jöklana, skíðaferð-
irnar innan lands sem utan og
Spánarferðirnar. Mig langar að
þakka Tótu og Lovísu hjúkfræð-
ingum fyrir alla þá hlýju sem þær
sýndu pabba.Við eigum eftir að
sakna þín mikið og mikil sorg rík-
ir við að missa þig svona skyndi-
lega frá okkur. Minning þín er
ljós í lífi okkar.
Ása Hrönn Sæmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson
og börnin.
Ég kveð nú með miklum sökn-
uði tengdaföður minn, Sæmund
Óskarsson, sem látinn er eftir
stutt veikindi. Kynni okkar hófust
fyrir 38 árum og hafa alla tíð verið
ánægjuleg og aldrei borið skugga
á þau.
Sæmundur var afskaplega
glæsilegur maður og ég var alltaf
mjög stolt af honum. Hann var
orðinn 85 ára, en okkur fannst
hann aldrei vera gamall maður,
þar sem hann var alla tíð mjög
frískur og vel á sig kominn, bæði
líkamlega og andlega.
Sæmundur var skipaður pró-
fessor í rafmagnsverkfræði við
Háskóla Íslands árið 1972. Hann
var kennari af Guðs náð og af-
skaplega vel liðinn. Það var
ósjaldan að börnin okkar hringdu
í afa sinn á sínum mennta-
skólaárum til að biðja hann um að
kenna sér stærðfræði. Þessar
stundir við eldhúsborðið í
Hvassaleitinu eru mér sérstak-
lega eftirminnilegar. Sú þolin-
mæði og þrautseigja sem Sæ-
mundur sýndi þeim við kennsluna
var aðdáunarverð. Hann kenndi
þeim ekki með hávaða og látum
heldur með sinni einstöku yfir-
vegun og rólyndi, alltaf gat hann
fundið aðferðir sem þau skildu.
Aldrei var ég vör við annað en að
hann sýndi þeim fulla virðingu þó
að hann hafi örugglega stundum
viljað að þau væru fljótari að
skilja. Ekki er lengra en rúmt ár
síðan hann sat við eldhúsborðið
og kenndi Aroni Elí, barnabarni
sínu, stærðfræði þegar hann var í
10. bekk.
Sæmundur elskaði að vera í sól
og hita. Hann keypti sér íbúð á
Spáni fyrir 24 árum við strönd til
að geta siglt á seglbretti sem
hann gerði einnig á Hafravatni
þar sem hann átti sumarbústað.
Þar hafði hann unnið mikið rækt-
unarstarf og hlaðið bryggju úr
grjóti sem hann tók úr vatninu.
Það er því hægt að segja með
sanni að hann hafi ræktað garðinn
sinn vel þar sem og annars staðar.
Þær eru þó nokkrar utanlands-
ferðirnar sem við höfum farið
saman og notið lífsins í íbúð Sæ-
mundar á Spáni. Einnig urðum
við Óskar þeirra forréttinda að-
njótandi að fara með honum í sigl-
ingu um Miðjarðarhafið fyrir
tveimur árum. Sú ferð er sérstak-
lega eftirminnileg og naut Sæ-
mundur sín vel á skipinu við allar
þær lystisemdir sem það bauð
upp á. Skoðaðir voru spennandi
áfangastaðir, eins og t.d. Jerúsal-
em, og oft var farið í erfiðar skoð-
unar- og gönguferðir þar sem Sæ-
mundur var enginn eftirbátur
annarra.
Það er mikil eftirsjá að Sæ-
mundi, hann var sannkallaður
stólpi í fjölskyldunni, alltaf róleg-
ur og tranaði sér ekki fram, en var
ávallt til staðar fyrir sitt fólk.
Hann var ekki maður margra
orða en hafði sterkar skoðanir á
flestum málum og var ófeiminn að
koma þeim á framfæri í góðra
vina hópi. Það verður mjög skrítið
að sjá hann ekki koma á Hond-
unni sinni í mat á fimmtudögum,
horfa á fréttirnar með okkur og
spyrja síðan eins og hann var van-
ur: „hvað er svo að frétta?“ Mikið
eigum við eftir að sakna hans.
Sæmundur missti sína heitt-
elskuðu eiginkonu, hana Ágústu,
fyrir 34 árum, allt of snemma og
ég veit að hún hefur tekið vel á
móti honum og að þau eru farin að
gantast og hlæja eins og þeim ein-
um var lagið.
Ég bið góðan Guð um að blessa
minningu Sæmundar og ég veit
að við munum hittast síðar.
Arnheiður E. Sigurðardóttir.
Elsku afi, þegar við verðum
stór ætlum við að vera eins og þú.
Klár, hlýr, frumkvöðull og fannst
lausnir við öllu og vissir allt.
Þú varst stoð og stytta stórfjöl-
skyldunnar og lagðir þig alltaf
fram við að hjálpa öllum.
Minningarnar sem þú gafst
okkur eru ómetanlegar og ylja
okkur um hjartarætur. Spánn,
sumarbústaður, skíðaferðir, mat-
arboð, blár ópal sem og möndlu-
kökur koma strax upp í huga okk-
ar. Góðar minningar frá Spáni og
Sæmundur
Óskarsson
Er „Jón M. ekki
örugglega með?“
„Jú, hann fer með
ykkur.“ „Gott að
heyra – og er hann
ekki örugglega á trukknum?“
„Jú og hann er á trukknum.“
Þetta voru með mikilvægustu
atriðunum þegar farið var inn í
Þórsmörk á árunum um og eftir
1978, hvort sem það var skála-
ferðin inn í Langadal um ára-
mótin, páskaferðir eða sumar-
ferðir. Ef Jón M. var með þá
myndum við komast á leiðar-
enda og heim aftur.
Það var ómetanlegt að fá að
kynnast Jóni M. og fá að ferðast
með honum inn á hálendið á
þessum árunum. Hann keyrði
okkur ekki aðeins á þessa fal-
legu staði heldur hafði hann
einnig auga með okkur. Hvort
við skiluðum okkur ekki örugg-
lega til byggða og næðum að
Jón Magnús
Jóhannsson
✝ Jón Magnús Jó-hannsson
fæddist 2. desem-
ber 1935. Hann lést
15. ágúst 2015. Út-
för hans fór fram
28. ágúst 2015.
komast heim eftir
fjallaferðirnar okk-
ar. Margar frábær-
ar samverustundir
áttum við með hon-
um og má minnast
margra skemmti-
legra ferða, þar
sem hann lét t.d.
farþega fara út og
moka rúturnar í
gegnum skafla sem
urðu á vegi okkar.
Festa í þær kaðla og draga í
gegnum þær hindranir sem urðu
á vegi okkar. Jón M. var alltaf
mjög ljúfur í viðmóti og við-
mótsþýður, sama hvað á bjátaði
á, jafnvel þegar ferðirnar voru
farnar að taka það langan tíma
að hætt var að mæla þær í
klukkustundum og farið var að
mæla þær í dögum og þá með
dagatalinu.
Mig langar að þakka fyrir
ómetanlegar stundir sem ég átti
með Jóni M. og vil votta fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur
mínar við fráfall góðs vinar. Við
Jón M. eigum eftir að hittast
hinum megin og fara í margar
fjallaferðir.
Hermann Valsson.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts bróður míns,
GUNNARS ÓSKARSSONAR,
rafvélavirkjameistara,
Hjallavegi 21,
Reykjavík.
.
Eyjólfur Reynir Óskarsson.
Elsku mamma okkar og amma,
VALGERÐUR BJÖRK EINARSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar aðfararnótt
sunnudagsins 30. ágúst á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju
miðvikudaginn 9. september kl. 13.
.
Helga Björk Einarsdóttir, Þuríður Sif Ævarsdóttir,
Ágúst Freyr Einarsson, Eva Dögg Lárusdóttir,
Rakel Björk Ágústsdóttir.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR,
Síðumúla,
Hvítársíðu,
er látin.
.
Eyjólfur Andrésson,
Andrés Eyjólfsson,
Þorvaldur Eyjólfsson
og aðrir vandamenn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR ÆGIR ARNÓRSSON,
til heimilis að Miðvangi 16,
Hafnarfirði,
lést á öldrunardeild Landspítalans
þriðjudaginn 1. september. Útförin fer fram frá
Viðistaðakirkju þriðjudaginn 8. september kl. 13.
.
Kristín Halla Hilmarsdóttir,
Ásthildur Hilmarsdóttir, Anders Egriell,
Guðmundur Hilmarsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.