Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 31
þú alltaf langbrúnastur af öllum,
það átti enginn roð í þig
Það var alltaf gaman að hlusta
á sögurnar þínar, hvað þú varst
uppátækjasamur og klár sem
barn – virkjaðir læk níu ára gam-
all, lagðir símalínur og varst pró-
fessor í háskólanum og svo margt
meira.
Það var alltaf ævintýr að koma
til þín upp í sumarbústað og læra
um allt milli himins og jarðar,
nöfnin á fuglum, heiti á fjöllum, af
hverju himinninn væri blár og
áfram mætti lengi telja. Þú varst
mikill dýravinur og hændir að þér
fuglana í sumarbústaðnum þann-
ig að þeir voru farnir að borða epli
úr lófa þínum.
Hlátur þinn sem og prakkara-
glottið eru enn ljóslifandi, enda
kvaddir þú okkur óvænt, þú sem
áttir svo mörg ár eftir. Þó þú vær-
ir 85 var eins og þú værir aðeins
60, maður sá aldrei merki um að
þú værir gamall. Eins og þú orð-
aðir það ætlaðir þú að flytja í litlu
íbúðina þegar þú værir orðinn
gamall og það var nú langt í það,
elsku afi okkar.
Persónuleiki þinn var eins og
regnboginn, hlýr, fallegur, undur-
samlegur, tær og hreinn.
Þín verður sárt saknað og er
þetta mikill missir í lífi okkar.
Farðu með friði og ró í ævin-
týralandið mikla og æfðu prakk-
arastrikin þín þar og sjáðu hvað
þú kemst upp með.
Takk, elsku afi, fyrir allt, fyrir
að hafa verið þú og gefa svona
mikið af þér til okkar og takk, afi,
fyrir að borða alla vondu molana í
Quality Street. Við verðum þér
ævinlega þakklát fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur.
Birgir Arnar Guðmundsson,
Tinna Björk Guðmunds-
dóttir og Lovísa Mjöll
Guðmundsdóttir.
Elsku yndislegi afi minn, hvað
á ég að gera án þín? Þú varst
minn besti vinur, mín fyrirmynd,
mitt allt. Það sem ég elska þig og
það sem ég virði þig. Ég er svo
ótrúlega stolt yfir því að hafa átt
þig sem afa. Þú varst alltaf svo
traustur, örlátur og góður. Svo
glaður og þakklátur fyrir allt. Svo
nákvæmur og ábyrgur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur og þú
kenndir mér svo ótrúlega margt.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um þig, elsku afi
minn. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig að. Þakklát fyrir ör-
yggið sem þú gafst mér og stuðn-
inginn sem þú sýndir mér. Þol-
inmóðari, gjafmildari og
yndislegri mann er erfitt að finna.
Þú hughreystir mig alltaf þegar
mér leið illa og hrósaðir mér fyrir
allt sem ég gerði. Þú umvafðir
mig ást og kærleik og varst alltaf
til staðar fyrir mig. Frá því að ég
man eftir mér varst þú alltaf sá
fyrsti sem ég hringdi í með fréttir.
Að heyra: „Flott hjá þér“ gerði
daginn alltaf miklu betri.
Ég er svo þakklát fyrir allar
stundirnar sem ég átti með þér:
öll hlátursköstin, löngu símtölin
og kaffispjallið. Stundirnar þegar
við vorum að flokka öll verkfærin
og þú varst að kenna mér nöfnin á
þeim.
Hvernig þú sagðir: „Láttu þér
ganga vel“ áður en ég fór í próf
eða að keppa. Tíminn sem við
eyddum saman við að skoða gaml-
ar fjölskyldumyndir. Sumarbú-
staðar- og Spánarferðirnar,
rommíspilin og töflin sem þú
vannst alltaf. Ég er svo þakklát
fyrir dýrmætu stundirnar sem
börnin mín fengu með þér og
hversu góður þú varst alltaf við
þau.
Þegar ég hugsa um þig, elsku
afi minn, þá sé ég alltaf yndislega
brosið þitt og hlýju, góðu, fallegu,
bláu augun þín. Augun sem gáfu
mér svo mikið öryggi og frið í
hjartanu.
Skrefin í dag eru þung og dag-
arnir óbærilegir. Ég sakna þín
svo mikið. Það er svo erfitt að
hugsa til þess að ég eigi ekki eftir
að sjá þig aftur. Við áttum svo
margar góðar stundir eftir og ég
var með svo mörg plön fyrir okk-
ur. Mig langar til að týnast í stóra
faðminum þínum, verða lítil aftur
og byrja upp á nýtt. En það er
ekki hægt og verð ég því að finna
leið til þess að lifa eftir þínu for-
dæmi og gefa af mér til annarra
eins og þú gafst mér.
Ég mun gera mitt allra besta,
elsku afi minn, til að gera þig
stoltan. Ég mun nota það sem þú
hefur kennt mér sem leiðarljós í
lífinu og ég vona að ég geti gefið
börnunum mínum það sama og þú
gafst mér. Því ef það er einhver
sem ég vil verða eins og þá ert það
þú.
Með hlýju í hjarta, þakklæti og
ást kveð ég í bili. Þín afastelpa,
Sæunn Ágústa.
Elsku góði, trausti, klári og
flotti afi okkar hefur sagt skilið
við þessa jörð og er farinn í ferða-
lagið langa. Núna er hann án efa
að dansa við ömmu okkar sem
hann sá síðast fyrir allt of löngu
síðan.
Afi bjó yfir gríðarlega miklu
magni af þekkingu og fróðleik,
hann vissi margt og hafði skoðun
á mörgu.
Það var samt svo fallegt að
aldrei hreykti hann sér vegna
þekkingar sinnar og bar alltaf
virðingu fyrir skoðunum annarra,
þótt hann væri ekki sammála.
Afi sýndi okkur kærleik á
margan hátt. Hann kom alltaf
þegar hann sagðist ætla að koma.
Leyfði okkur að upplifa lífið án
þess að reyna að hafa of mikil
áhrif á skoðanir okkar. Hann
treysti okkur til að velja rétt.
Hann hugsaði ávallt vel um líf sitt
og heilbrigði og hélt sér í góðu lík-
amlegu og andlegu formi allt til
síðasta dags. Hann vildi vera til
staðar eins lengi og hægt væri.
Það finnst okkur vera kærleikur.
Við eldri barnabörnin, sem er-
um búin með skólagöngu, vor-
kennum þeim yngri að þurfa að
glíma við stærðfræðina án afa.
Hann var þolinmóður og frábær
kennari. Hann fann alltaf aðferð
til að útskýra dæmin á öðruvísi og
einfaldari hátt. Hann bjó yfir hug
sem flest okkar geta ekki skilið,
sem hann gat notað til þess að
hjálpa okkur og fyrir það erum
við ævinlega þakklát.
Á efri árunum þurfti afi ekki að
láta mikið á sér bera þegar hann
var með okkur fjölskyldunni. Sat
og glotti oft út í annað og fannst
gaman þegar við hin vorum að
kýta eða reyna að vera fyndin,
smá eins og hann væri búinn að
finna innri ró. Maður vissi samt
alltaf að hann var á staðnum og
með á nótunum því reglulega kom
hann upp úr þurru með innslög
sem hittu beint í mark og létu
okkur hin skella upp úr.
Þegar barnabörnin komust á
fermingaraldurinn bauð hann
tveim og tveim saman í ferðalag
með sér til Spánar. Það eru ekki
allir sem myndu treysta sér í að
fara í tveggja vikna sólarlanda-
ferð einir með tveimur ungling-
um. Fregnir herma að hollin hafi
verið mis-erfið en afi sýndi þol-
inmæði á tímapunktum þar sem
heilögustu menn hefðu staðið upp
og öskrað. Í þessum ferðum
kynntumst við afa á nýjan hátt.
Hann átti alltaf auðvelt með að
láta okkur hlæja, hann naut sín í
sólinni og alltaf átti maður flott-
asta töffarann á ströndinni, afi
var alltaf langflottastur.
Við eigum svo sannarlega eftir
að sakna afa. Sakna þess að segja
honum nýjar fréttir úr lífi okkar
og finna að hann hafði alltaf
áhuga. Sakna þess að geta ekki
lengur spurt hann spurninga um
allt milli himins og jarðar því
hann hafði einhvern veginn svör
við öllu.
Afi var sterkur stólpi í lífi okk-
ar og djúpt þakklæti ríkir í hjört-
um okkar. Hann lét setningu falla
þegar einhver var að takast á við
eitthvað erfitt. Í stað þess að
segja „Gangi þér vel“ þá sagði
hann „Láttu þér ganga vel“.
Láttu þér líða vel, elsku ynd-
islegi afi okkar, við biðjum að
heilsa elsku fallegu, hláturmildu
ömmu. Sjáumst aftur.
Ágústa Ósk, Sæmundur
ogSigurður Þór.
Elsku yndislegi afi minn, ég
trúi því ekki ennþá að þú sért far-
inn frá okkur öllum. Þú áttir fullt
af árum eftir.
Þú varst alltaf svo hress, ynd-
islegur og góður við alla. Stóra
styttan í lífinu okkar.
Það var alltaf svo skemmtilegt
að tala við þig og segja þér frá
fullt af hlutum sem voru búnir að
gerast. Þú gast djókað endalaust í
manni og alltaf fengið mann til
þess að hlæja.
Ég get ekki lýst því hvað ég
sakna þín mikið, og hvað ég sakna
þess að fá þig ekki í heimsókn til
okkar. Svo skrítið að sjá þig ekki
alls staðar, í öllum boðum og
veislum.
Takk, elsku afi, fyrir allar
Spánarferðirnar, sumarbústað-
astundirnar, fyrir að styrkja mig í
öllu og fyrir að vera alltaf til stað-
ar. Þú varst lang uppáhalds.
Guð geymi þig, elsku hjartans
afi, og við sjáumst aftur. Þín afa-
stelpa,
Sigrún Ása.
Sæmundur Óskarsson var
skólabróðir minn í Menntaskólan-
um í Reykjavík og síðar í fyrri-
hlutanámi í verkfræði við HÍ. Ut-
an skóla lágu leiðir okkar saman í
Skíðadeild Ármanns í Jósefsdal
en vegna snjóleysis var ákveðið að
flytja aðstöðuna í Blájöll. Sköpuð
var aðstaða í Kóngsgili með skála
og skíðalyftum. Skíðadeildin
keypti skálann af Landsímanum
og flutti í Bláfjöll. Næsta sumar
fór í að steypa undirstöður fyrir
möstur og koma diskalyftum upp
á topp. Svo kom rafmagn, við vor-
um lengi að grafa fyrir rafmagns-
köplum.
Í Þjófakróki í Langjökli var
rekin eitt sumar traktorlyfta fyrir
keppnisfólk. Við sóttum lyftut-
raktor þangað í september og var
þá orðið dimmt af nóttu en
hnjúkaþeyrinn í Langjökli var
20°C.
Við eyddum frídögum í vinnu á
fjöllum og fjölskyldurnar kynnt-
ust. Við vorum saman í stjórn
Skíðadeildarinnar 1974-1978 og
reksturinn dafnaði. Ármann varð
öflugasta skíðafélag landsins.
Venjulega unnu dætur Sæmund-
ar og Ágústu flest skíðamót. Sam-
keppni var mikil milli íþrótta-
félaga í Bláfjöllunum. Nefni ég
þar helst til sögunnar ÍR og
Breiðablik. Þá vildu framámenn
sveitarfélaganna sýna mátt sinn.
Ármann lét sér ekki nægja að
keppa hér innanlands, farið var
t.d. með keppnisliðið til annarra
landa og er sérstaklega minnis-
stæð ferð okkar til Frakklands
skipulögð af þjálfara okkar, Gil-
bert, frönskum stjörnufræðingi.
Árið 1964 var mér falið að setja
saman námsefni um rafeinda-
tækni fyrir allar skorir í verk-
fræðideild og þannig varð ég loð-
andi HÍ ásamt Guðmundi
Björnssyni (vélar) og Lofti Þor-
steinssyni (byggingar). Vorið
1970 var ákveðið að skipuleggja
fjögurra ára nám í verkfræði til
verkfræðiprófs. Skipaðar voru
þrjár fimm manna nefndir til und-
irbúnings rafmagns-, byggingar-
og véla- og skipaverkfræði. Mér
var falið að gera tillögur um fróða
menn í nefnd til undirbúnings
náms í rafmagnsverkfræði. Ég
valdi menn eftir sérþekkingu
þeirra og í hvaða landi þeir höfðu
stundað nám. Sæmund valdi ég
sem sérfræðing á sviði fjarskipta,
með menntun frá DTH í Dan-
mörku, en hann hafði þá nýlokið
við að koma sjónvarpi um land
allt. Um prófessorsembætti á
sviði rafmagnsverkfræði sóttu
Sæmundur Óskarsson, Jakob
Björnsson og undirritaður. Að-
staðan hjá okkur var ekki beysin,
við vorum alveg tækjalausir, höfð-
um engin kennslugögn, urðum að
semja fyrirlestra og æfingaverk-
efni og útbúa allan búnað til æf-
inganna. Stundakennara útveg-
uðum við sem voru í fullu starfi
annars staðar. Breytingar voru
miklar, tölvuöldin var að ganga í
garð. Transistorar komu í stað
lampa og glerþráður kom í stað
koparvírs. Við áttum fullt í fangi
með að fylgjast með. Þessar
breytingar mæddu ekki síst á Sæ-
mundi.
Eitt aðalrannsóknarverkefni
Sæmundar var á sviði loftskeyta
innanlands. Á sumrin fór hann
vítt og breitt um landið og mældi
leiðni jarðlaga í þeim tilgangi að
teikna kort af Íslandi. Verkinu er
ekki lokið.
Sæmundur rækti af áhuga
embætti sitt við HÍ, Rafeindaiðj-
an ehf., skíði, golf og seglbretti.
Það er mikil eftirsjón í manni
eins og Sæmundi og það er sárt að
missa góðan vin.
Björn Kristinsson,
Guðrún Hallgrímsdóttir.
Kveðja frá Rafmagns-
og tölvuverkfræðideild
Háskóla Íslands
Sæmundur Óskarsson, fyrr-
verandi prófessor og rafmagns-
verkfræðingur, er nú kvaddur
hinstu kveðju. Sæmundur var í
hópi þeirra sem unnu frumkvöðla-
starf við að skipuleggja nám til
lokaprófs í rafmagnsverkfræði
við Háskóla Íslands, en fram að
því höfðu verkfræðinemar ein-
ungis átt kost á að ljúka fyrrihlut-
anámi hér heima og þurftu því að
fara utan til frekara náms. Sæ-
mundur var skipaður prófessor í
rafmagnsverkfræði við Háskól-
ann árið 1972 og gegndi því starfi
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir í árslok 1998.
Sérsvið Sæmundar innan raf-
magnsverkfræðinnar var fjar-
skiptaverkfræði, en að auki sinnti
hann kennslu á öðrum sviðum
greinarinnar. Undirritaður er í
hópi þeirra fjölmörgu verkfræð-
inga sem áttu þess kost að stunda
nám hjá Sæmundi og minnist ég
hans sem góðs kennara og fyrir
yfirvegaða og skýra framsetn-
ingu. Sæmundur miðlaði nemend-
um reynslu úr störfum sínum sem
verkfræðingur og tókst iðulega að
koma flóknum viðfangsefnum vel
til skila.
Sæmundur tók þátt í starfi
Orðanefndar Rafmagnsverkfræð-
ingadeildar Verkfræðingafélags
Íslands sem um áratuga skeið
hefur sinnt íslenskri íðorðasmíð
verkfræðigreinar í örri þróun.
Enn fremur gegndi Sæmundur
um árabil formennsku stjórnar
námssjóðs J.C. Möller fyrir hönd
félagsins, en sjóðurinn styrkir
einkum nemendur til náms í raf-
magnsverkfræði á Norðurlönd-
um.
Sæmundar Óskarssonar er
minnst með hlýju og þökkum fyr-
ir störf hans. Fjölskyldu hans og
aðstandendum eru sendar inni-
legar samúðarkveðjur.
Kristinn Andersen,
deildarforseti.
Kveðja frá Skíðasambandi
Íslands
Sæmundur var formaður
Skíðasambands Íslands 1978-80,
en hann starfaði af krafti fyrir
skíðahreyfinguna um árabil.
Sæmundur var mikill frum-
kvöðull og framsýnn formaður.
Hann kom m.a. á fót skíðasjóði
sem var styrktarsjóður sem
skíðamenn gátu leitað í til kaupa á
búnaði og var fjármagnaður af
fyrirtækjum. Þá mótaði hann það
móta- og tímatökufyrirkomulag
sem notað er í dag og var ötull við
að fá til landsins erlenda þjálfara
sem höfðu áhrif til góðs á þekk-
ingu og færni skíðafólks.
Skíðasamband Íslands vottar
fjölskyldu Sæmundar samúð og
þakkar um leið fyrir hans góða
framlag til skíðaíþróttarinnar.
Fyrir hönd Skíðasambands Ís-
lands,
Einar Þór Bjarnason
formaður.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og vinar,
GISLA BIRGIS JÓNSSONAR,
Móholti 8,
Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimahjúkrunar í Stykkishólmi, St. Franciskusspítalans í
Stykkishólmi og annarra er studdu hann í veikindum hans.
.
Hólmfríður Gísladóttir,
Katrín Gísladóttir, Pétur Kristinsson,
Birgir Pétursson,
Kristinn Magnús Pétursson,
Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BJARNI KJARTANSSON,
Sólheimum 23,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk
27. ágúst. Útförin hefur þegar farið fram.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug.
Sendum sérstakar þakkir til starfsfólks Markar fyrir frábæra
umönnun, góðvild, hlýju og þolinmæði á erfiðum tímum.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Thorvaldsensfélagið,
.
Brynja Guðmundsdóttir,
Helga B. Bjarnadóttir,
Sigrún Bjarnadóttir,
Kjartan Bjarnason, Margrét S. Sigurðardóttir,
Guðmundur Bjarnason, Alice Haywood
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGURBORGAR HELGADÓTTUR,
hjúkrunarfræðings
frá Unaðsdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Múlabæjar, til heimilismanna og starfsfólks á
A-3, frúargangi, á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og til
Vilhelmínu Haraldsdóttur krabbameinslæknis fyrir einstaka
umönnum, kærleik og tryggð. Guð blessi ykkur öll.
.
Guðrún Sigfúsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson,
Brynja Sigfúsdóttir, Jón Axel Steindórsson,
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, Kristinn Jón Kristjánsson,
Halldór Sigfússon, Euthemia Stavrulaki,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samhug og heiðruðu minningu
LÁRU HARALDSDÓTTUR,
við útför hennar 21. ágúst. Einnig bestu
þakkir til starfsfólks sem annaðist hana af
einstakri hlýju og nærgætni á
hjúkrunarheimilunum Eirar og Hömrum uns
yfir lauk. Guð blessi ykkur öll.
.
Sigurður Eggert Sigurðsson og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGÓLFS KONRÁÐSSONAR,
Suðurlandsbraut 58,
áður Njörvasundi 31,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjartadeild Landspítalans,
Hringbraut, fyrir frábæra umönnun og einstaka nærgætni og
hlýhug.
.
Ragnheiður Halldórsdóttir,
Helga María Arnarsdóttir, Þorsteinn Helgason,
Andrés Reynir Ingólfsson, Guðlaug H. Konráðsdóttir,
Halldór Ingólfsson, Elísabet Þ.Á.M. Pétursdóttir,
Ásberg Konráð Ingólfsson, Þórhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.