Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Ármúla 24 • S: 585 2800
Úrval af LED lýsingu
Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú skaltu bretta upp ermarnar og
taka til hendinni heima hjá þér. Ef þú hefur
þetta í huga tekst þér að sigla hjá öllum
skerjum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það mun reyna verulega á hæfni þína
á næstunni og þú mátt búa þig undir að
sum verka þinna verði fyrir óvæginni gagn-
rýni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er sálfræðilegt hyldýpi milli
þín og einhvers sem þér þykir vænt um. Að
búa um rúmið áður en þú ferð út skiptir litlu
máli ef allt þar fyrir utan er í rusli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það kann ekki góðri lukku að stýra
að láta fjármálin reka á reiðanum. Láttu all-
ar ákvarðanir bíða meðan þú hreinsar hug-
ann af því sem dreifir athyglinni um of.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu nákvæma hernaðaráætlun. Ekki
láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smá-
vegis bjátar á, það er allt að ganga upp.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari
en þeir eru. Hið sama gildir um börnin.
Gefðu þér nú tíma til þess að fara í gegnum
hlutina og afgreiða þá einn af öðrum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ástvinir eru mun lagnari við að fara í
taugarnar á þér en nokkur kunningi eða
ókunnug manneskja. Ekki gefa upp vonina
því að fólk mun endurskoða afstöðu sína
gagnvart þér síðar í vikunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ánægjuleg spenna vegna nýrra
kynna og skemmtunar færir aukna hamingju
í þinn heim. Taktu þig nú á og gerðu að
reglu að svara þeim símtölum og tölvupósti
sem þér berast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er gaman að lifa! Þú hefur
yndi af daðri í dag. Láttu ekki eitthvert mis-
skilið stolt standa í veginum, gakktu hreint
til verks.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Maður getur ekki munað allt.
Notaðu tækifærið til að segja þínum nán-
ustu hversu mikils virði þeir eru þér. Þiggðu
hjálp ef hún er boðin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að leggja þig sér-
staklega fram til þess að ná tilskildum ár-
angri. Taktu þér tíma til þess að kanna
heilsuna og kippa henni í lag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla
sem gætu eyðilagt eða bjargað deginum. Nú
er allt að falla í ljúfa löð í ástamálunum.
Sigurður Jónsson frá Haukagili(1912-1985) var mikill fræða-
þulur og einn mikilvirkasti vísna-
safnari landsins. Hann var með
vísnaþætti í útvarpinu á árunum
1959 til 1970. Á árunum 1973-1975
kom út Vísnasafnið I-III, sem hann
hafði tekið saman. Á titilsíðu hverr-
ar bókar var ferskeytla. Fyrst eftir
Steingrím Baldvinsson í Nesi:
Allt sem þjóðin átti og naut,
allt sem, hana dreymir,
allt sem hún þráði og aldrei hlaut
alþýðustakan geymir.
Næsta ár valdi hann stöku eftir
Þorstein Erlingsson:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga,
mér hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
Og í Vísnasafninu III var hring-
henda eftir Svein Hannesson frá
Elivogum:
Flest þó moli tímans tönn,
trausta boli hylji,
stakan þolir frost og fönn,
flóðaskol og bylji.
Sigurður skrifaði formála að
fyrsta Vísnasafninu, þar sem hann
segir m.a.:
„Í form vísunnar felldi þjóðin
harm sinn og gleði, ást sína og hat-
ur, vonir og vonbrigði. Vestur við
Klettafjöll yrkir Stephan G. Steph-
ansson:
Undarleg er íslensk þjóð,
allt sem hefur lifað,
hugsun sína og harm í ljóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan
þér er upp í lófa lögð
landið, þjóðin, sagan.“
Enn segir Sigurður: „Ein er sú
gerð vísna, sem Íslendingum hefur
harla oft legið laus á tungu, en það
er níðvísan, máttug, beitt og lang-
rækin og oft og einatt hin einasta
heimild sem varðveist hefur um
þann, sem henni var beint að. Al-
þekkt er vísa Páls Vídalíns um
Björn Pétursson sýslumann í Burst-
arfelli:
Kúgaðu fé af kotungi
svo kveini undan þér almúgi,
þú hefnir þess í héraði
sem hallaðist á Alþingi.
Eða vísa eignuð Sveini lögmanni
Sölvasyni, ort út af hinu fræga
Sunnevu-máli:
Týnd er æra, töpuð sál,
tunglið veður í skýjum.
Sunnevu nú sýpur skál
sýslumaðurinn Wíum.
Halldór Blöndal
(halldórblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Stakan og Sigurður
frá Haukagili
Í klípu
„SAKBORNINGURINN SAMÞYKKIR AÐ LÝSA SIG
SEKAN AF SKOTUNUM EF AÐ ÁKÆRUVALDIÐ
SLEPPIR ÖLLUM 47 ÁKÆRUM FYRIR KÚREKALÆTI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG KLIPPTI BÚT AF NEÐRI HLUTANUM
TIL AÐ SAUMA YFIR GATIÐ Á SKYRTUNNI
ÞINNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann kemur
fram við þig eins og
fyrsta flokks.
HVERNIG
FINNST ÞÉR
SALATIÐ?
VIÐ VIRÐUMST
EKKI EIGA
MARGT
SAMEIGINLEGT.
MÉR FINNST
SLAUFAN FLOTT
Á REIPI FÍLSINS
ÞÍNS!
HÚN ER ÞARNA.
AF ÁSTÆÐU...
... BRÚÐKAUPS-
AFMÆLIÐ MITT ER
NÆSTA FÖSTUDAG.
... OG ÞAÐ ER EINS GOTT
AÐ ÞESSI HÉRNA GLEYMI
ÞVÍ EKKI!
Fyrir hálfri öld voru fáir veitinga-og skemmtistaðir í Reykjavík en
nú er vart þverfótað fyrir slíkum
stöðum. Víkverji efast samt um að
skemmtanalífið sé betra nú en það
var fyrstu helgina í september 1965.
x x x
Helstu viðburðir voru að vandaauglýstir í Morgunblaðinu.
Laugardagskvöldið 4. september
fyrir 50 árum léku Dátar nýjustu
lögin í Lídó frá klukkan níu til eitt og
á sama tíma spiluðu Toxic og Fjark-
ar á fjörugasta dansleik kvöldsins í
Breiðfirðingabúð.
x x x
Hljómsveit Karls Lilliendahl ogMjöll Hólm söngkona léku í
Klúbbnum og þar spilaði Rondo-
tríóið í Ítalska salnum. Ernir léku
niðri og Strengir uppi í Glaumbæ.
Hljómsveit Elfars Berg með Önnu
Vilhjálms söngkonu spilaði á Röðli.
Hljómsveit Guðjóns Pálssonar lék
dansmúsík frá klukkan 21 á Hótel
Borg. Ragnar Bjarnason og hljóm-
sveit skemmtu í Súlnasal Hótels
Sögu.
x x x
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonarog Sigga Maggy söngkona léku
á gömu dönsunum í Þórscafé þar
sem Helgi Eysteinsson var dans-
stjóri. Hljómsveit Jóhannesar Egg-
ertssonar og Grétar Guðmundsson
söngvari spiluðu á gömlu dönsunum
í Ingólfscafé. Polka kvartettinn lék
hjá gömludansaklúbbnum í Lindar-
bæ. Magnús Randrup og félagar
léku á gömlu dönsunum í Silfur-
tunglinu. Þar var Grettir dansstjóri
og fatageymsla innifalin í 25 kr. að-
gangseyri.
x x x
En stuðið var ekki aðeins í Reykja-vík. Comet frá Akureyri sá um
fjörið í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði.
Tónar léku að Hlégarði og voru
sætaferðir frá BSÍ og Akranesi.
Lúdó-sextett og Stefán léku öll nýj-
ustu lögin í Hótel Hveragerði og
kynntu nýja dansinn, jenka. Mánar,
Taktar og Hljómar léku og sungu öll
nýjustu lögin í félagsheimilinu að
Flúðum og var víða boðið upp á
sætaferðir. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði við hann: Ef þú getur! Sá
getur allt sem trúir.
(Markúsarguðspjall 9:23-24)