Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 TWIN LIGHT GARDÍNUR Láttu sólina ekki trufla þig í sumar Betri birtustjórnun Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Verður þér óglatt – hlustar á útvarp- ið/ Þarft ekki að gubba – heyrir bara suð/ Gervigleði er ógleði – helvítis ógleði/ Flissandi fávitar – þeir leynast alls staðar“. Á þessum orðum hefst þriðja hljóðversplata þungarokks- sveitarinnar Bootlegs, Ekki fyrir við- kvæma, sem kom út í júlí. Á plötunni eru 12 frumsamin lög auk hins sígilda slagara Vonbrigða, „Ó Reykjavík“, sem fluttur er af Bootlegs og söngvara Vonbrigða, Jóhanni Vilhjálmssyni. Ekki er víst að allir kannist við Boot- legs, þó hljómsveitin hafi verið stofnuð fyrir 29 árum. Bassaleikari sveit- arinnar, Ingimundur Ellert Þorkelsson, kallaður Elli, er því beðinn um að rifja upp sögu sveitarinnar. „Þessi hljóm- sveit var stofnuð árið 1986 og við byrj- uðum strax að spila eitthvert svona „trash-beat metal.“ ’87 og ’88 fórum við að spila töluvert og gáfum út plötu ’89 sem heitir W.C. Monster og aðra ’90 sem hét bara Bootlegs. ’91 fórum við í pásu og komum saman ’98 og tókum eina endurkomutónleika. 2005 hittumst við og vorum eitthvað að glamra og við höfum verið starfandi síðan í og með, alltaf æft eitthvað og spilað einhverja tónleika. Svo ákváðum við fyrir ári síð- an að gera nýja plötu og byrjuðum á henni síðasta haust,“ segir Elli en auk hans skipa Bootlegs þeir Jón Símonar- son, Jón Örn Sigurðsson og Kristján Ástvaldsson. Sést hver var fullur í gær – Eruð þið komnir meira í áttina að pönki á þessari plötu miðað við fyrri? „Þegar við byrjuðum að taka upp var þetta alveg óskrifað blað. Við byrj- uðum bara á því að setjast niður, semja riff og rissa niður, eins og mað- ur gerir, og fórum svo bara að taka upp. Maður veit eiginlega aldrei þegar maður byrjar á svona hvar það endar. Svo kom í ljós, þegar þetta var tilbúið, að þetta var bölvað pönk,“ segir Elli kíminn. „Ó Reykjavík“ hafi svo fengið að fljóta með. „Þetta lag hefur fylgt okkur í gegnum tíðina, við höfum spil- að það öðru hverju og oft með Jóa, upprunalega söngvaranum,“ segir Elli. – Það eru alvöru pönktextar á plöt- unni og margir fá á baukinn í þeim ... „Já, það kom bara í ljós að við erum reiðir, miðaldra menn,“ segir Elli og hlær. – „Fullur á Facebook“ er sér- staklega skemmtilegur texti. Hann er væntanlega ekki byggður á einum til- teknum manni ... „Nei, þetta er bara almennt. Þú þekkir það alveg þegar þú vaknar og færð þér kaffi á laugardögum og flettir í gegnum Facebook, þá sérðu hverjir voru fullir í gær. Þú kannast við þetta,“ segir Elli og segist sjálfur mjög hrifinn af texta lagsins „Kúkur- pissogæl“ en í honum fá þingmenn á baukinn. Spurður að því hver semji lagatextana segir Elli að hljómsveitin geri það í sameiningu, textarnir séu samvinnuverkefni. Friðrik Álfur og Gæfulingur Góðir gestir lögðu Bootlegs lið við plötugerðina, gítarleikararnir Sig- urður Gíslason og Þráinn Árni Bald- vinsson, fyrrnefndur Jóhann úr Von- brigðum og söngvarinn Garðar S. Jónsson. Plötuumslagið prýðir svo ljósmynd af Friðriki Álfi sem hefur til margra ára setið fyrir í módelteikni- tímum og nefnir ofanritaður við Ella að hann hafi oftar en einu sinni teiknað hann. „Allir sem hafa farið í listaskóla hafa einhvern tíma teiknað hann,“ bendir Elli á hlæjandi og nefnir að hljómsveit Friðriks, Kuml, muni leika á undan Bootlegs á útgáfu- tónleikum sveitarinnar á Gaukn- um annað kvöld kl. 22. Á bakhlið plötunnar (og hér til hliðar) sést hundur Friðriks, Gæful- ingur. „Gæfulingur var óvart inni á einni myndinni og var eitthvað svo visjúal og töff að við gátum ekki annað en haft hann með,“ segir Elli um hinn vinalega Gæfuling. Reiðir, miðaldra menn Morgunblaðið/Styrmir Kári Bootlegs Jón Símonarson, Kristján Ásvaldsson, Jón Örn Sigurðsson og Ingimundur Ellert Þorkelsson halda útgáfutónleika á Gauknum annað kvöld kl. 22. Fyrstu erindin í texta lagsins „Fullur á Facebook“ Ó, nei ... hvað varstu nú að tjá þig Gastu ekki hamið þig Ert endalaust að rífa kjaft Fullur á Facebook Þetta er eintóm drulla Og núna skeist þú uppá bak Allir eru brjálaðir Fullur á Facebook Viðlag: Nú hefur komist upp um þig Alla langar að drepa þig Fordómar og þröngsýni Fáránlegar skoðanir Hélst að þú værir óhultur En nú sjá allir sem einn Þú þarft að blása í blöðruna Áður en þú ferð í tölvuna Æ...æ.. vaknar upp við vondan draum Þunnur og óglatt En það er engin afsökun því þú varst Fullur á Facebook Núna ertu orðinn aleinn Prófæll orðinn vinalaus Skaðinn er skeður Fullur á Facebook Fordómar og þröngsýni TEXTI AF PLÖTUNNI Vegglistaverk Errós, „Frumskógardrottn- ingin“, verður af- hjúpað í dag kl. 15.15 við Íþróttamiðstöð- ina Austurberg, Austurbergi 111 í Breiðholti. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri mun afhjúpa veggmyndina. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar, börn úr leikskólanum Ösp mæta og syngja við undirspil Tónskóla Sigursveins. Erró gaf Reykvíkingum verkið og útfærði það í samráði við Listasafn Reykjavíkur á tvær byggingar í Breiðholti, annars vegar á fjölbýlis- hús við Álftahóla og hins vegar á íþróttamiðstöðina Austurberg. Verkið í Álftahólum nefnist „Rétt- lætisgyðjan“ og var afhjúpað á síð- asta ári. Hluti þeirrar myndar var svo yfirfærður á vegg íþrótta- miðstöðvarinnar við Austurberg. Veggmyndirnar í Álftahólum og Austurbergi mynda því eina heild. Frumskógardrottn- ingin afhjúpuð Erró  Ekki fyrir viðkvæma nefnist þriðja hljóðversskífa þungarokkssveitarinnar Bootlegs  „Bölvað pönk,“ segir bassaleikarinn Ingimundur Ellert Þorkelsson um plötuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.