Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. EM blasir við íslenska liðinu 2. Bestu kynlífsatriði … 3. Upplifði aldrei líf án stríðs 4. Einhver veit hver myrti konurnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Galleríið Kling & Bang kveður sýn- ingarsal sinn að Hverfisgötu 42 á morgun, laugardag, kl. 17 með pomp og prakt og mun DJ Rassi Prump þeyta skífum í kveðjuteitinni. Kling & Bang hefur verið þar til húsa í sjö og hálft ár og er nú orðið húsnæðis- laust. Á myndinni sjást nokkrir að- standenda Kling & Bang. Kling & Bang kveður Hverfisgötu 42  Kammersveit Reykjavíkur hefur 42. starfsár sitt með tónleikum í Langholtskirkju 11. september kl. 20 og verða þeir helgaðir verkum Arvo Pärt sem verður áttræður þann dag. Kammersveitin mun leika Fratres, eitt þekktasta verk Pärts sem er til í ótal útgáfum fyrir ólíka hljóðfæraskipan. Einleikarar verða Frank Aarnink slagverksleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Starfsárið hefst með afmælistónleikum  Þungarokkssveitin HAM mun halda tónleika í Gamla Bíói föstudaginn 2. október ásamt gestum. Húsið verður opnað kl. 20 og klukkustund síðar stígur gestahljómsveit á svið og verður til- kynnt síðar hver sú hljómsveit er. HAM er ein vinsælasta rokksveit landsins og er nokkuð langt um liðið frá því hún hélt síðast tón- leika í Reykjavík. HAM í Gamla bíói Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning N- og V- lands, en bjartviðri SA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag Sunnan 8-13 m/s, skýjað og súld með köflum V-til, en hægari vindur og léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Léttir víða til, en skýjað á V-landi og sums staðar súld SA-lands. VEÐUR ,,Þessi sigur fer með okkur langleiðina til Frakklands en við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þrjú stig á sunnudaginn því við viljum vinna riðilinn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Hollendingum í gærkvöld en hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að Birkir Bjarnason var felldur í vítateig Hol- lands. »1 Við viljum vinna riðilinn „Vinnusemin, dugnaðurinn, eljusemin og óbilandi sjálfstraust voru það sem vó þyngst í sigrinum glæsilega og með hon- um héldu strákarnir okkar áfram að brjóta blað í sögu íslenskrar knatt- spyrnu. Fyrsti útisigurinn á Hollend- ingum er nú í höfn og 3. september 2015 verður skráður merkisdagur í sögu fót- boltans á Íslandi,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson frá Amsterdam. » 2 Merkisdagur skráður í sögu fótboltans ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á sýningunni Afrekskonur, sem opnuð var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, eru afrek íslenskra kvenna, bæði í hversdagslífi og á opinberum vettvangi, dregin fram í dagsljósið á fjölbreyttan hátt. Sýningin er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er, að sögn Sóleyjar Tómas- dóttur, borgarfulltrúa VG og forseta borgarstjórnar, sameiginlegt afrek allra kvenna sem sæti eiga í borgar- stjórn Reykjavíkur. „Þessi tillaga var samþykkt á hátíðarfundi í borgarstjórn 31. mars sem eingöngu konur sátu. Konurnar í borgarstjórn eiga þessa sýningu í sameiningu.“ Afrek endurskilgreind Afrek er, samkvæmt skilgrein- ingu íslenskrar orðabókar, frægðar- verk eða dáð. Sóley segir að með sýningarheitinu Afrekskonur sé ver- ið að hvetja til endurskilgreiningar á hugtakinu. „Mörg afrek eru í hvers- dagsleikanum og ég held að flest okkar hafi yfirunnið áskoranir sem geta talist til afreka. Í gegnum tíðina hafa framlagi kvenna til samfélags- ins ekki verið gerð sömu skil og karla. Þessi sýning, og aðrar sem hafa verið opnaðar í ár, vekja athygli á því mikla framlagi kvenna sem hef- ur ekki farið hátt, en þarf að sýna og kynna. Við viljum ekki síst draga fram einstaklinga sem eru ekki hoknir af medalíubyrði, heldur hafa verið að gera hluti sem fáir eða engir vita af,“ segir Sóley. Þörf á kvennasýningum Væri ekki nær að efla hlut kvenna á sýningum og söfnum, heldur en að halda sérstakar kvennasýningar? „Konum þyrfti að vera gert miklu hærra undir höfði á almennum sýn- ingum og í fjölmiðlaumfjöllun sam- tímans og við ættum ekki að þurfa að vera með svona mikið kvenna- eitthvað 100 árum eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt. Ég held að formæður okkar hafi vonast til að við yrðum núna komin lengra en þetta. En staðan er þessi og á meðan konur eru ekki meira sýnilegar en raun ber vitni, þá þurfum við á sér- stökum kvennasýningum að halda. Vonandi verður samfélagið orðið vanara framlagi kvenna og femin- ískum áherslum eftir þetta ár. Ef ekki, þá fögnum við 101 árs afmæl- inu með pomp og prakt.“ Sýningin verður opin út sept- ember. Markmiðið er að hún verði lifandi og muni taka breytingum á sýningartímanum og að í ráðhúsinu verði uppákomur og viðburðir í tengslum við hana. Hægt verður að senda inn sögur af afrekum kvenna á vefsíðuna afrekskonur.is allan tím- ann. Afrekin í hversdagsleikanum  Sameiginlegt afrek kvennanna í borgarstjórn Morgunblaðið/Eggert Notalegt Gestir létu fara vel um sig í mjúku sófunum á opnun sýningarinnar í Ráðhúsinu í gær. Í pontu Sóley Tómasdóttir segir mörg afrek vera í hversdagsleikanum. Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik er komið til Berlínar og mætir þar Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum sínum í lokakeppni Evrópumótsins um helgina. Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarlandsliðs- þjálfari sagði við Morgunblaðið eftir æfingu í Berlín í gær að allir væru leik- færir fyrir fyrsta leikinn og mikill hugur væri í íslensku leikmönn- unum. »4 Stóra stundin rennur upp í Berlín á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.