Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.112.900
Netverð á mann frá kr. 112.900 á Los Arcos m.v. 2 í smáhýsi.
Kanarí
30. október í 18 nætur
án
fy
rir
va
ra
.
SÉ
RT
ILB
OÐ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aðstæður til hjólreiða eru óvið-
unandi á Miðbakka við Reykjavík-
urhöfn að mati Hallvarðar Einars
Logasonar sem hjólar um svæðið
á leið sinni í og úr vinnu.
Á föstudaginn braut Hallvarður
báða úlnliði þegar hann hjólaði á
snæri sem strengt var milli
tveggja stólpa til afmörkunar á lóð
útgerðarfélagsins Brims hf.
„Ég er að hjóla heim úr
vinnunni eftir hjólastíg sem er
merktur af borginni með línum.
Hann liggur fram hjá þessari
skemmu [gömlum húsakynnum
Brims hf.]. Þar er hlið til að loka
fyrir bílaumferð sem er stundum
uppi og stundum niðri,“ segir
Hallvarður, en þegar að hliðinu er
komið er hægt að hjóla beggja
vegna við það; á hjólreiðastígnum
sem liggur upp að hafnarendanum
eða hinum megin við hliðið, innar
á bakkanum.
Klossbremsaði og datt
Að sögn Hallvarðar er ómögu-
legt fyrir tvo að ganga eða hjóla á
stígnum á sama tíma. Hann hugð-
ist því stytta sér leið milli stólp-
anna sem afmarka lóðina, hinum
megin við hliðið, sem var lokað
þegar slysið varð. Milli stólpanna
hanga ýmist keðjur eða mjó bönd.
„Þau hafa verið felld niður á
tveimur stöðum þannig að maður
kemst þar á milli. Þegar ég tek
beygjuna sýnist mér fljótt á litið
að það sé búið að fella bandið nið-
ur á þessum stað. Ég held áfram
ferð minni og tek of seint eftir
snærinu, klossbremsa, flýg svo
fram yfir mig og brýt báða úln-
liði,“ segir Hallvarður.
Hallvarður segir að birtuskilyrði
hafi verið góð og ekki verið farið
að rökkva þegar slysið varð og
bætir við að fjöldi gangandi og
hjólandi vegfarenda eigi leið um
hafnarbakkann á álagstímum. Að-
stæðurnar bjóði ekki upp á annað
en fólk stytti sér leið vegna útbún-
aðar hjólreiðastígsins við hafn-
arbakkann.
Brotnaði á báðum höndum
í hjólreiðaslysi við höfnina
Telur aðstæður til hjólreiða óviðunandi á hafnarsvæðinu
Morgunblaðið/Golli
Slasaður Hallvarður brotnaði illa á báðum úlnliðum við slysið á föstudag.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Sigmundur Ernir Rúnarsson, dag-
skrár- og ritstjóri sjónvarpsstöðv-
arinnar Hringbrautar, telur að
þingmannafrumvarp, sem skyldar
fjölmiðlaveitur til að texta íslenskt
myndefni, verði jafn lítilli og ungri
sjónvarpsstöð og Hringbraut er of-
viða. „Við erum náttúrlega ekki á
fjárlögum ríkisins og getum bara
reitt okkur á auglýsingafé eins og
svo margir fjölmiðlar sem eru ekki
með áskrifendur,“ segir Sigmund-
ur.
Aðstöðumunurinn alltof mikill
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Svandís Svavarsdóttir,
en með henni eru flutningsmenn úr
Sjálfstæðisflokki, Framsóknar-
flokki, Samfylkingu og Vinstri-
grænum. Frumvarpið gerir ráð fyr-
ir að í 30. gr. fjölmiðlalaga bætist
við nýr málsliður, svohljóðandi:
Myndefni sem fjölmiðlaveitur miðla
skal ávallt fylgja texti á íslensku
sem endurspeglar texta hljóðrásar
myndefnisins eins nákvæmlega og
kostur er. Í greinargerð með frum-
varpinu segir eftirfarandi: „Sú
breyting á lögum um fjölmiðla, nr.
38/2011, sem þetta lagafrumvarp
felur í sér, felst í því að fjölmiðla-
veitum sem senda út sjónvarpsefni
verður skylt að texta það án tillits
til þess hvort efnið er á íslensku
eða erlendu máli. Er breytingin
gerð í því skyni að gera sjónvarps-
áhorfendum, sem eru heyrnarlausir
eða heyrnarskertir að því marki að
þeim gagnast ekki talmál í sjón-
varpi, kleift að njóta sjónvarpsefnis
á íslensku.“
Sigmundur segir að það sé eðli-
legt að gera meiri kröfur til ríkis-
sjónvarps sem er á fjárlögum hins
opinbera svo milljörðum skiptir en
til lítilla og einkarekinna sjónvarps-
miðla sem geta aðeins reitt sig á
velvilja og trú fyrirtækja úti í bæ.
„Aðstöðumunurinn er alltof mikill
til að ætlast til þess að minnstu
miðlarnir uppfylli sömu kröfur og
stærsti og best studdi miðillinn.
Auðvitað erum við allir af vilja
gerðir og langar að efni okkar sé
öllum aðgengilegt, en þetta er
sennilega kostnaður sem hleypur á
nokkrum stöðugildum og við rekum
okkar stöð á fimm til sex föstum
stöðugildum. Þá sér hver maður í
hendi sér að við eigum erfitt með
að bæta við einhverjum stöðugild-
um sem í sjálfu sér skapa okkur
engar tekjur.“
Aukakostnaður á alla
Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi
ÍNN, segir að ef frumvarpið verði
að lögum muni ÍNN ekki geta
starfað lengur. María Björk Ingva-
dóttir, framkvæmdastjóri N4, hefur
sömu áhyggjur og Sigmundur og
Ingvi. „Við vildum svo gjarnan að
við gætum gert þetta. Þetta er
náttúrlega aukakostnaður á alla,
hvort sem um er að ræða litla eða
stærri sjónvarpsstöð, en ég get
ekki sagt hvort við munum ráða við
þetta. Ég held að okkur langi að
leita allra leiða til að geta gert
þetta, því þetta eru ákveðin mann-
réttindi. Ég vildi óska að með
frumvarpinu fylgdu einhverjir pen-
ingar sem gerðu okkur kleift að
gera þetta,“ segir María.
Yrði litlum sjónvarpsstöðvum ofviða
Óvíst hvort sjónvarpsstöðvarnar Hringbraut, ÍNN og N4 hafi burði í að kosta
textun á öllu útsendu myndefni, líkt og þingmannafrumvarp gerir ráð fyrir
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Ingvi Hrafn
Jónsson
María Björk
Ingvadóttir
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
þingmaður Vinstri-grænna og
einn af flutningsmönnum frum-
varpsins, segist vera tilbúin til
þess að skoða þann möguleika
að hið opinbera komi til móts
við fjölmiðlaveitur varðandi
kostnað á textun íslensks
myndefnis. „Ég myndi allavega
ekki útiloka neitt í því, án þess
að ég sé að taka afstöðu til
þess. Ég myndi vilja sjá málið
ganga lengra áður og sjá tölur
frá þessum aðilum um hvað þeir
teldu að textunin myndi hugs-
anlega kosta þá og færa rök fyr-
ir því.“
Svandís Svavarsdóttir, fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins,
tekur undir með Bjarkeyju og
kveðst einnig vera opin fyrir að-
komu ríkissjóðs að málinu.
Vilja aðkomu
ríkissjóðs
KOSTNAÐURINN
Sigrún Þórey Guðrún Hjálmars-
dóttir fagnar hundrað ára afmæli
sínu í dag. Hún fæddist í Hólsgerði í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 28.
september 1915. Foreldrar hennar
voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og
Hjálmar Þorláksson, bæði fædd í
Skagafirði. Sigrún átti þrjú eldri
hálfsystkini samfeðra auk þriggja
albræðra sem allir bjuggu í Eyja-
firði og eru nú látnir. Sigrún er
mjög ættrækin og hefur ávallt hald-
ið góðu sambandi við skyldfólk sitt.
Árið 1922 flutti fjölskylda Sig-
rúnar í Syðri-Villingadal og í Ytri-
Villingadal árið 1934 þar sem Sig-
rún átti heima þar til hún tók við
störfum ljósmóður í sveitinni fram-
an Akureyrar.
Sigrún var fjóra vetur í farskóla,
nokkrar vikur á hverjum vetri.
Einn vetur var hún í Húsmæðra-
skólanum á Laugalandi í Eyjafirði
og lauk ljósmæðraprófi frá Ljós-
mæðraskóla Íslands 1944.
Hún starfaði sem ljósmóðir í
Hrafnagilshreppi og Saurbæjar-
hreppi 1944-1958 og í Öngulsstaða-
hreppi 1947-1958. Hafði aðsetur á
Espihóli í Hrafnagilshreppi þann
tíma.
Árið 1960 giftist hún Ólafi Rune-
bergssyni, bónda og handverks-
manni í Kárdalstungu í Vatnsdal,
og hefur átt þar heima síðan. Þau
Ólafur eignuðust einn son, Hjálmar
Þorlák, sem fæddist 7. janúar 1961.
Hjálmar er giftur Halldóru Bald-
ursdóttur og eiga þau soninn Sigur-
stein Víking.
Sigrún á létt með að skrifa og er
prýðilega hagmælt. Hafa birst eftir
hana ljóð og frásagnir í tímaritum,
mest í Húnavöku og Heima er bezt.
Hún hefur afburðaminni og man
fólk og atburði vel. sh@mbl.is
Sigrún er 100 ára í dag
100 ára Sigrún Hjálmarsdóttir
starfaði m.a. sem ljósmóðir.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar-
maður Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, segir að ræða forsætis-
ráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu
þjóðanna í gær marki ekki stefnu-
breytingu í loftslagsmálum hvað los-
un gróðurhúsalofttegunda varðar.
Í samtali við mbl.is sagði Árni
Finnsson, formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands, að ræða for-
sætisráðherra hefði verið „afdráttar-
lausari um minni losun“ en fyrri
yfirlýsingar, en í ræðu Sigmundar
Davíðs kom fram að Ísland hefði
skuldbundið sig til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 40%.
40% með Evrópusambandinu
Að sögn Jóhannesar Þórs felst
ekki stefnubreyting í ræðu Sigmund-
ar. „Þetta er ekki einhliða yfirlýsing
um 40% lækkun af Íslands hálfu,
heldur markmið um 40% lækkun í
samfloti með Evrópusambandinu.“
Stjórnvöld á Íslandi hyggist enn taka
við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildar-
minnkun losunar gróðurhúsaloftteg-
unda á ESB-svæðinu.
Taki Íslendingar við „sanngjörnu
hlutfalli“ hafa stjórnvöld síðan svig-
rúm til þess að semja við ESB um
hversu stór hluti Íslendinga verður í
nýju samkomulagi. isak@mbl.is
Óbreytt stefna í
loftslagsmálum
Ísland taki við sanngjörnu hlutfalli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Loftslagsmál Ágreiningur er um
orðalag í ræðu forsætisráðherra.