Morgunblaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
✝ Kristín FjólaKristjánsdóttir
fæddist á Hóls-
landi í Eyjahreppi,
Hnappadalssýslu
28. október 1925.
Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ 17. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Pálsson bóndi, f. í Hrútsholti í
Miklaholtssókn 25. ágúst 1880,
d. 21. október 1962, og Dan-
fríður Brynjólfsdóttir f. á Gröf
í Breiðuvík 25. júní 1884, d. 17.
ágúst 1958. Foreldrar Krist-
jáns voru Páll Kristjánsson,
kennari og bóndi, og Kristín
Hannesdóttir. Foreldrar Dan-
fríðar voru Brynjólfur Daní-
elsson, bóndi og hreppstjóri,
og Guðríður Þorsteinsdóttir.
k) Kristján, f. 4. október 1918,
d. 31. október 1991, l) Ingólfur,
f. 12. desember 1919, d. 27.
mars 1974, m) Aðalheiður, f.
28. janúar 1921, d. 8. mars
1995, n) Skarphéðinn, f. 17.
maí 1922, d. 7. september
1984, o) Þórður, f. 13. janúar
1924, d. 30. júní 1991, p) Fann-
ey Unnur, f. 18. febrúar 1927,
d. 27. september 1982.
Eiginmaður Kristínar var
Stefán Þór Árnason f. 13. apríl
1930, d. 17. maí 2011, sonur
Árna Jónssonar stórkaup-
manns, f. 6. nóvember 1906, d.
13. janúar 1969, og Stefaníu
Ingibjargar Stefánsdóttur, f. 9.
ágúst 1903, d. 24. júní 1966.
Gengu þau í hjónaband 27.
maí 1956. Sonur þeirra er Stef-
án Árni, f. 16. mars 1972, maki
Guðmunda Hergeirsdóttir á
Mýrini, f. 17. ágúst 1976. Synir
þeirra eru: a) Ísak Esteban, f.
30. september 2003, b) Sölvi, f.
27. desember 2005, og c) Berg-
ur Ingi, f. 19. maí 2008.
Útför Kristínar Fjólu fer
fram frá Seljakirkju í dag, 28.
september 2015, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Systkin Krist-
ínar Fjólu voru: a)
Brynjólfur, f. 8.
september 1902, d.
7. september 1960,
b) Guðmundur
Thorberg, f. 18.
október 1903, d. 8.
maí 1988, c) Guð-
ríður Danía, f. 20.
nóvember 1904, d.
29. nóvember
1981, d) Páll Krist-
inn, f. 4. október 1906, d. 1.
desember 1930, e) Kristjón
Ingibert, f. 25. september
1908, d. 18. október 1981, f)
Kristín, f. 11. mars 1910, d. 28.
ágúst 1924, g) Egill, f. 1. nóv-
ember 1911, d. 14. desember
1911, h) Svafa Hildur, f. 18.
desember 1912, d. 27. maí
2004, i) Bragi, f. 1. apríl 1914,
d. 2. júlí 1935, j) Kristján, f. 15.
október 1915, d. 8. júní 1916,
Þessa dagana og vikurnar hríf-
umst við af litbrigðum haustsins
og þeirri djúpu kyrrð sem ríkir í
náttúrunni sem býr sig undir
vetrardvalann. Dagarnir minna á
hringrás lífsins og hvernig allt
hefur upphaf og endi. Löngu og
farsælu lífi Kristínar lauk á kyrr-
látum haustdegi. Hún var í „yngri
deild“ systkinanna sautján frá
Hólslandi og sú síðasta sem kveð-
ur jarðvistina. Það eru tímamót.
Með Hólslandsfólkinu er geng-
ið fólk sem ólst upp við sveita-
menningu eins og hún þekktist á
fyrri hluta síðustu aldar. Verald-
legum auði var ekki fyrir að fara
en lífsgæðin byggðust á þeim
dugnaði, kærleika og samheldni
sem systkinin ólust upp við í for-
eldrahúsum. Flest fluttu þau í
þéttbýlið og ræktuðu þar þessar
dyggðir og stóðu saman í gleði og
sorg.
Kristín var gæfusöm í lífi og
starfi. Hún var glæsileg kona,
björt yfirlitum, með ljúfa og blíða
lund og sérlega glaðvær. Hún og
maður hennar Stefán Þór Árna-
son áttu hamingjurík ár saman
allt þar til hann lést árið 2011. Í
hugum okkar var ákveðinn æv-
intýrablær yfir lífi þeirra. Þau
fóru stundum til útlanda áður en
slíkt varð algengt og fallega fág-
aða heimilið þeirra í Skeiðarvogi
fyllti okkur lotningu og jafnvel
feimni. Slíkt var óþarfi því hjá
þeim var bæði húsrúm og hjarta-
rúm. Þar var að sjálfsögðu pláss
fyrir ömmu og afa þegar leið á
lífsgöngu þeirra.
Margar minningar bernskuár-
anna tengjast Kristínu. Snyrti-
fræðingurinn sem átti ráð við
unglingabólum. Saumakonan
sem saumaði nýjar flíkur á litlar
systur sem sátu á tröppunum og
biðu þess að geta hlaupið heim í
nýjum fötum. Kristín að fylgjast
með námi og störfum frændfólks-
ins og hvetja það áfram.
Árið 1972 varð mikill gleðivið-
burður í lífi Kristínar og Stefáns
þegar einkasonurinn Stefán Árni
kom inn í líf þeirra. Þá hófst nýr
kafli í lífi þeirra. Þau voru svo
sannarlega tilbúin til að veita
barni hlutdeild í þeim kærleika
og þeirri hlýju sem einkenndi líf
þeirra. Stefán Árni er án efa
stærsta gjöfin sem þeim hlotnað-
ist í lífinu. Árin liðu og fjölskyld-
an stækkaði enn frekar með ynd-
islegri tengdadóttur og þremur
sonum sem auðguðu líf ömmu og
afa.
Síðustu árin átti Kristín við
sjúkdóm að stríða sem svipti
hana minni. Hún tók því af æðru-
leysi og með sinni ljúfu lund og
glaðværð tókst henni að njóta
daganna. Það var notalegt að
koma til hennar og fletta Pálsætt
undan Jökli þar sem myndir af
ættingjum rifjuðu upp góðar
stundir. Hún þekkti fólkið sitt og
gladdist við að sjá það.
Einstakt hefur verið að fylgj-
ast með umhyggjusemi Stefáns
Árna og fjölskyldu hans í lang-
varandi veikindum Kristínar.
Hún ljómaði ævinlega af gleði
þegar fjölskyldan birtist í Skóg-
arbæ. Ömmudrengirnir lífguðu
svo sannarlega upp á tilveruna
þar og sóttust einatt eftir að fá að
heimsækja hana.
Haustlitirnir koma og fara eins
og við mennirnir. Að Kristínu
genginni er lokið ákveðnum kafla
í lífi okkar. Nú er það á okkar
ábyrgð að ferja áfram þau lífs-
gildi sem hún og stóri systkina-
hópurinn frá Hólslandi miðluðu
til okkar. Við kveðjum Stínu
frænku með virðingu og þökk.
Fyrir hönd frændfólksins,
Danfríður Skarphéðinsdóttir.
Í dag kveðjum við Kristínu
Fjólu Kristjánsdóttur – Stínu. Ég
kynntist Stínu þegar hún giftist
Stefáni frænda mínum árið 1956
og hefi ég og fjölskylda mín notið
þeirra kynna. Bæði Stína og Stef-
án voru í hávegum höfð hjá okkur
enda sýndu þau okkur alltaf hlýju
og velvild. Stína var yndisleg
kona sem með ljúfu viðmóti, alúð
og umhyggjusemi dró alla að sér.
Þá var hjálpsemi hennar við-
brugðið. Á öllum þessum árum sá
ég Stínu aldrei skipta skapi. Hún
hafði afar góða nærveru. Stína
var snyrtifræðingur og áttu eig-
inleikar hennar án efa mikinn
þátt í þeim vinsældum sem hún
naut á starfssviði sínu. Það var
okkur öllum mikið ánægjuefni að
koma í heimsókn til þeirra hjóna
og Stefáns Árna á Skeiðarvoginn
eða í paradís þeirra á Laugar-
vatni. Á síðari árum nutum við
einnig samverustunda með Stínu
og Stefáni á Kanaríeyjum og átt-
um þar margar skemmtilegar
stundir.
Það er okkur mikils virði að
eiga þessar góðu minningar um
Stínu og þau bæði hjónin. Við
sendum Stefáni Árna og fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að blessa minningu Stínu.
Örn Marinósson.
Kristín Fjóla
Kristjánsdóttir
✝ GuðmundurFranklín Jóns-
son byggingameist-
ari fæddist í
Reykjavík 19. nóv-
ember 1949. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 3S, 17. sept-
ember 2015. Guð-
mundur var sonur
hjónanna Jóns
Franklíns útgerð-
armanns, f. 16.4. 1914, d. 3.7.
1995, og Önnu Lísu Bengtson
húsmóður, f. 24.5. 1920, d. 4.3.
2008, þau skildu. Seinni kona
Jóns var Guðmundía Berg-
mann, f. 25.5. 1925, d. 8.10.
1988. Seinni maður Önnu Lísu
var Pálmi Pétursson, f. 20.4.
1909, d. 2.3. 1977. Systkini Guð-
mundar eru Guðrún Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 6.1. 1948, Sigrún
Franklín Jónsdóttir, f. 7.6.
bæjar, kláraði síðan gagn-
fræðapróf í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Á barns- og ung-
lingsárum var hann í sveit í níu
sumur á Hesti í Borgarfirði,
þar sem hann undi sér alltaf
vel. Hann fékk snemma mikinn
áhuga á allri trésmíði og fór
eftir gagnfræðaskóla í Iðnskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan sem trésmiður. Eftir
nokkur ár þar sem hann vann
hin ýmsu trésmíðaverkefni fór
hann aftur í Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
sem byggingameistari 1976.
Þau hjónin höfðu mikið gaman
af því að ferðast, bæði innan og
utanlands og byggðu sér sum-
arhús í Hvítársíðu í Borg-
arfirði. Árið 1993 stofnaði Guð-
mundur Byggingarfélagið Gust
ehf., sem hann rak ásamt öðr-
um þar til hann varð frá að
hverfa vegna veikinda. Fjöl-
mörg iðnaðarhús, fjölbýlishús,
raðhús og einbýli sem Guð-
mundur reisti má finna víðs-
vegar um höfuðborgarsvæðið.
Guðmundur Franklín verður
jarðsunginn í Háteigskirkju í
dag, 28. september 2015, kl. 13.
1955, Rósamunda
Jónsdóttir, f. 30.5.
1957.
Guðmundur
kvæntist Kolbrúnu
Gestsdóttur
þroskaþjálfa, f.
11.2. 1954, árið
1976 og eignuðust
þau þrjú börn: 1.
Pálmi Franklín
smiður, f. 1977,
kvæntur Guðrúnu
Ásu Hjálmtýsdóttur bókara, f.
1978, eiga þau synina Guðmund
Franklín, f. 2004, Axel Frank-
lín, f. 2006, Jóhann Franklín, f.
2012, og Tómas Franklín, f.
2014. 2. Þorbjörg Anna þroska-
þjálfi, f. 1977. 3. Jón Franklín
nemi, f. 1988.
Guðmundur ólst upp í
Drápuhlíð 27 í Reykjavík. Hann
fór í Ísaksskóla 6 ára og þaðan
lá leiðin í Barnaskóla Austur-
Elsku pabbi. Ég er svo þakklát
fyrir allar þessar yndislegu
stundir sem við áttum saman.
Minning þín mun lifa í hjarta
mínu og verma mig um ókomin
ár.
Hugur minn reikar til þess
tíma þegar ég var lítil stelpa. Þú
varst að kenna okkur systkinun-
um arabastökk inni í stofu og
heljarstökk í hjónarúminu og
Pálmi bróðir braut blessað rúm-
ið.
Þú varst alltaf duglegur að
vera með okkur í ýmsum leikjum
og uppátækjum, enda mikill
grallari. Einnig er sterkt í minni
allar útilegurnar og skíðaferðirn-
ar okkar saman. Ég man þegar
við fórum í skíðakennslu í Kerl-
ingarfjöll og um jólin skelltum við
okkur til Austurríkis í alvöru
skíðaferð, enda varstu búinn að
fá nóg af öllum barnabrekkunum
og vildir gera þetta með stæl.
Þú varst alltaf tilbúinn til þess
að eyða tíma með mér og bræðr-
um mínum. Kenna mér nýja
hluti, hvattir mig áfram og varst
til staðar þegar þess þurfti.
Kenndir mér að vera sterk og
þann styrk mun ég bera, stolt.
Sumarbústaðurinn okkar í
Hvítársíðu í Borgarfirði var þinn
draumastaður og undir þú þér vel
þar. Eftir því sem fjölskyldan
stækkaði var bústaðurinn bara
rifinn niður og stærri byggður,
eins og ekkert væri sjálfsagðara,
bara klappað og klárt og þá var
málið afgreitt.
Allar þær stundir sem við átt-
um þar saman eru svo sannarlega
eftirminnilegar. Ein stendur þó
upp úr, þegar þú fórst með okkur
upp á Hestfjall í Borgarfirði. Þar
hafðir þú verið í sveit sem barn.
Þú fannst stein og sagðir við
barnabörnin þín að þú ætlaðir að
sýna þeim galdur. Barðir stein-
inum við annan stein og inni í
honum voru kristallar. Andlitin á
strákunum ljómuðu af gleði. Afi
var sko töframaður. Þeir hlupu út
um allar trissur með einskæra
undrun í hjarta, leitandi að fleiri
steinum, kannski óskasteinum.
Fann ég á fjalli fallega steina
faldi þá alla, vildi þeim leyna,
huldi þar í hellisskúta heilla steina,
alla mína unaðslegu óskasteina.
Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.
Gersemar mínar græt ég ei lengur,
geti þær fundið telpa eða drengur
silfurskæra kristalla með grænu og
gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.
(Hildigunnur Halldórsdóttir)
Elsku pabbi minn, hvíldu í
friði.
Saknaðarkveðja.
Þín elskulega dóttir,
Þorbjörg Anna.
Elsku Gummi bróðir okkar er
fallinn frá langt fyrir aldur fram
eftir harða baráttu við alzheimer-
sjúkdóm.
Gummi var góður bróðir, sem
okkur systrum þótti afar vænt
um. Við hittumst ekki oft sem
börn en við vorum hálfsystkini
samfeðra.
Þegar hann byrjaði að búa
með Kollu sinni og þau eignuðust
tvíburana Þorbjörgu Önnu og
Pálma Franklín og síðar Jón
Franklín, þá varð samgangurinn
meiri og eftir að við systur eign-
uðumst okkar eigin börn, þá voru
það afmælisveislur og ýmis boð
sem tengdu okkur saman. En
þrátt fyrir að við hittumst sjaldan
sem börn upplifðum við hann sem
náinn bróður sem við vorum afar
stoltar af. Okkur fannst hann svo
skemmtilegur og duglegur og svo
reytti hann af sér brandara. Þeg-
ar von var á Gumma þá vildum
við endilega fá vinkonur okkar í
heimsókn til þess að upplifa með
okkur þennan frábæra bróður
okkar og það var hlegið að öllu
sem hann sagði. Á þessum árum
var hann stóri bróðir að gantast
við litlu systur sínar sem voru á
unglingaskeiði og litu upp til
hans.
Móðir okkar tók Gumma alltaf
afar vel og fór vel á með þeim.
Hún dásamaði handverk hans og
sagði alltaf að þeir sem keyptu
íbúðir sem hann hefði byggt,
gætu treyst því að þær íbúðir
væru vel byggðar.
Gummi var stórhuga eins og
faðir okkar. Hann byggði hverja
blokkina á fætur annarri en faðir
okkar var á öðrum vettvangi og
gerði út skip. Báðir hugsuðu
stórt og ætluðu sér mikið. Lýs-
ingar af Mýrafólki í Dýrafirði
þaðan sem föðurafi okkar var
fæddur eru í takt við þá. Þar var
reist glæsihús og innbúið allt
keypt frá útlöndum. Til eru lýs-
ingar á innbúinu sem var úr rósa-
viði og glæsilegt gestahús sem
var byggt mun stærra en algengt
var á þeim tímum. Skúta var
keypt sem bar nafn húsmóður-
innar, Rósamundu langömmu
okkar.
Það var mikið áfall þegar við
fengum þær fregnir að Gummi
væri kominn með alzheimer,
þessi hrausti og sterki maður.
Kolla mágkona er búin að
standa eins og klettur með sínum
manni en það veit enginn fyrr en
reynt hefur hversu flókinn þessi
sjúkdómur er og átakamikill.
Það var mikil gæfa í þessum
erfiðu aðstæðum þegar Gummi
fékk búsetu í Mörkinni. Þar er
yndislegt heimili fyrir m.a. fólk
með alzheimer. Það skiptir svo
miklu máli að aðstandendur upp-
lifi fólkið sitt á góðum stað sem
Mörkin er sannarlega. Öll um-
gjörð er góð og einstaklega hæft
starfsfólk starfar þarna. Það upp-
lifðum við þegar við komum í
heimsókn til Gumma og skynjuð-
um hvað starfsfólkið sýndi heim-
ilisfólkinu mikla virðingu og aldr-
ei var talað niður til neins. Þeim
ber að þakka fyrir að gera fjöl-
skyldu Gumma auðveldara að lifa
með veikindum hans og skynja að
honum leið vel þarna. Úr því sem
komið var gat hann ekki búið á
betri stað.
En þetta er bara kafli í lífi
Gumma og ætlum við að minnast
bróður okkar eins og hann var,
bóngóður, tryggur og góður
bróðir sem okkur þótti einstak-
lega vænt um.
Við vottum allri fjölskyldu
Gumma okkar dýpstu samúð.
Megir þú svífa um loftin blá,
elsku bróðir, frjáls eins og fugl-
inn, laus úr þínum fjötrum.
Guð geymi þig og verndi.
Rósamunda og Sigrún.
Guðmundur
Franklín Jónsson
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
JÓNA KRISTÍN ENGILBERTSDÓTTIR,
Selvogsbraut 25, Þorlákshöfn,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
22. september. Útförin fer fram frá
Þorlákskirkju miðvikudaginn 30. september klukkan 14.
.
Guðfinnur Karlsson,
Helga Frímannsdóttir,
Reynir Guðfinnsson, Rebekka Ómarsdóttir,
Harpa Guðfinnsdóttir, Arnar Sch. Thorsteinsson,
Hrönn Guðfinnsdóttir, Garðar Geirfinnsson
og barnabörn.
Okkar ástkæra
SONJA GEORGSDÓTTIR
myndlistarkona
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
21. september. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 30. september
klukkan 13.
.
Hólmfríður Gunnarsdóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson
Georg Ahrens Hauksson Ingibjörg Sveina Þórisdóttir
Ingi Haukur Georgsson Sigrún Guðný Pétursdóttir
Ágústa Ruth Ahrens Þorsteinn Þórsson
Georgsdóttir
Ástkær sonur okkar, afa og ömmu, langafa
og langömmu strákur, frændi og vinur,
RÖKKVI ÞÓR BREKKAN SIGURÐSSON,
„Krabbi litli“,
lést þann 24. ágúst síðastliðinn. Útför hans
fór fram í kyrrþey. Foreldrar og
aðstandendur þakka kærlega fyrir auðsýnda vinsemd, ást og
hlýhug á þessum erfiðu tímum. Þeir sem vilja minnast Rökkva
Þórs er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
Elsku Rökkvi okkar, þú velur þína drauma. Ekkert er of stórt,
ekkert of lítið og sannarlega er ekkert of skrítið.
.
Sigurður Trausti Traustason, Kolbrún Ýr Einarsdóttir.