Morgunblaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.2015, Blaðsíða 23
Við stjórnarskiptin í janúar 2009 varð Indriði ráðu8neytisstjóri fjár- málaráðuneytisins og síðan aðstoð- armaður fjármálaráðherra og ráð- gjafi hans til 2013: „Þetta var tími mikilla átaka og sviptinga og eftir á er ánægjulegt að sjá hve miklu var komið í verk við erfiðar aðstæður.“ En það er framhaldslíf eftir störf í ráðuneytum. Er það ekki, Indriði? „Jú, ég hafði að gamni mínu farið í leiðsögunám og lokið slíku prófi á árinu 2008. Þegar tækifæri loksins gafst notaði ég mér þetta og hef ár- lega farið tvær til þrjár lengri ferðir um landið með þýskumælandi ferðamenn. Ég hef afskaplega gam- an af því auk þess sem það er bráð- holl hreyfing og útivera. Að öðru leyti hef ég dundað við greinaskrif um áhugamál mín, auð- lindamál og fleira, við misjafnar undirtektir. Annars hef ég hægt um mig, stunda tennis og sund og sil- ungsveiði eftir því sem geta leyfir.“ Fjölskylda Eiginkona Indriða er Rakel Sig- ríður Jónsdóttir, f. 17.6. 1941, pí- anókennari. Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson Björnsson, f. 5.9. 1913, d. 22.3. 1943, skipstjóri í Ólafsfirði, og Júlíana Jónsdóttir, f. 22.9. 1917, d. 14.9. 2003, húsfreyja í Ólafsfirði. Fósturfaðir Rakelar var Björn Stefánsson, f. 9.11. 1914, d. 30.3. 1986, skólastjóri í Ólafsfirði Börn Indriða og Rakelar eru Júl- íana Rún, 14.1.1965, skólastjóri Tónskóla Sigursveins en sambýlis- maður hennar er Gunnar Stef- ánsson stærðfræðikennari og dóttir hennar er Neval Rakel Kamils- dóttir, f. 1991; Indriði Haukur, f. 27.7. 1970, prófessor í stjórnmála- fræði við Kaliforníuháskóla en sam- býliskona hans er Na Yon Nam svæfingalæknir, og Úlfhildur Ösp, f. 10.11. 1974, mannauðsstjóri í Reykjavík. Hálfbróðir Indriða, sammæðra, var Gunnar Sævar Gunnarsson, f. 8.1. 1934, d. 10.1. 1970, sjómaður. Alsystkini Indriða: Anna Mar- grét, f. 3.5. 1938, húsfreyja á Sel- fossi; Björn Einar, f. 29.6. 1939, d. 5.7. 1994, mjólkurfræðingur að Eyj- arhólum í Mýrdal; Guðrún Steina, f. 21.3. 1942, d. 20.9. 2001, sjúkra- hússtarfsmaður á Selfossi; Þórólfur, f. 11.7. 1943, d. 28.10. 1973, bóndi að Eyjarhólum í Mýrdal; Ingólfur Helgi, f. 11.11. 1947, bakari á Sel- fossi; Nanna, f. 30.1. 1951, skóla- fulltrúi á Selfossi; Þórarinn, f. 30.8. 1953, verkamaður á Selfossi. Foreldrar Indriða voru Þorlákur Björnsson, f. 23.12. 1899, d. 14.11. 1987, bóndi að Eyjarhólum í Mýr- dal, og Ingibjörg Emma Emilía Indriðadóttir, f. 3.8. 1910, d. 25.3. 1995, húsfreyja að Eyjarhólum. Úr frændgarði Indriða Hauks Þorlákssonar Indriði Haukur Þorláksson Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfr. á Þorgrímsstöðum Friðrik Gunnarsson b. á Þorgrímsst. á Vatnsnesi Margrét Friðriksdóttir húsfr. á Blönduósi Indriði Jósepsson verkam. á Blönduósi Ingibjörg Emma Emilía Indriðadóttir húsfr. í Eyjarhólum Þórdís Stefánsdóttir vinnuk. í Vesturhópshólum Jóhann Frímann Jóhannsson b. að Helgavatni í Húnavatnss. Guðrún Elísabet Arnórsdóttir húsfr. á Skinnastað Sigurður Páls- son rithöfundur Þórarinn B. Þorláksson listmálari Arnór Þorláksson prestur á Hesti Jón Þorláksson prestur á Tjörn á Vatnsnesi Sigurbjörg Jónsdóttir rjómabússtýra og kennslukona Þorlákur S. Þorláksson b. í Vesturhópshólum dr. Björg C. Þorláksson orðabókahöfundur Stefán Björnsson skipstjóri Jósef Indriðason Ari Jósefsson skáld Björn Friðriksson kvæða- maður og hagyrðingur Þuríður Ottesen verkalýðsfrömuður Jón Guðmann Björns- son skrifstofustj. ÍAV Guðrún Magnúsdóttir húsfr. í Eystri-Skógum og í Drangshlíð Jón Hjörleifsson hreppstj. og dbrm. í Eystri- Skógum og í Drangshlíð Anna Jónsdóttir húsfr. að Varmá Björn Einar Þorláksson hreppstj. að Varmá í Mosfellssveit og stofnandi Álafossverksmiðju Þorlákur Björnsson b. í Eyjarhólum í Mýrdal Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. að Undirfelli, af Bólstaðarhlíðarætt Þorlákur Stefánsson pr. að Undirfelli í Vatnsdal Jón Þorláksson forsætisráðherra Páll Bergur Jónsson (Púlli) kaupm. og skrifstofum. í Eyjum og Rvík Stefán Pálsson bankastjóri ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 102 ára Lára Sæmundsdóttir 100 ára Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir 90 ára Guðrún D. Kristjánsdóttir Magnús Sigurðsson María Sigurðardóttir 85 ára Guðmundur Helgi Ágústss. Guðrún Árnadóttir Karen Lövdahl Júlíusson Salóme Gunnlaugsdóttir Unnur Friðþjófsdóttir 80 ára Ásmundur Þórhallsson Björn Klemens Ólafsson Erla Ingólfsdóttir Jónas Ragnar Guðmundss. Kjartan R. Blöndal Ólafur Valdim. Valdimarss. Sigríður K. Guðmundsd. 75 ára Ester Þorsteinsdóttir Magnús Kristjánsson Ragnhildur Jónsdóttir Þórdís Haraldsdóttir 70 ára Axel Jónsson Bergþóra Jónsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Hinrik Einarsson Jón Sverrir Dagbjartsson Margrét Oddsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Ágústa Þórarinsd. Sjöfn Þorvarðardóttir Soffía Sverrisdóttir Stefán Þór Sigríðarson Sveinn Þór Ísaksson Trausti B. Fjólmundsson Valgarður Valgarðsson 60 ára Elínborg Eggertsdóttir Guðmundur Þ. Þorkelsson Guðrún Svana Zophoníasdóttir Hlífar Þorsteinsson Inga Aðalheiður Hjálmarsd. Ingileif S. Kristjánsdóttir Jón Birgir Ragnarsson Karl Alfreðsson Marek Pruszkowski Sigurbjörn Skarphéðinsson 50 ára Arnheiður Harðardóttir Axel Blöndal Birkir Marteinsson Bryndís Jenny Björnsdóttir Hjalti Sigurðarson Hrönn Hakansson Jóhannes Kristinn Steinss. Matthías Jónsson Ragnheiður Thorsteinsson Stella Þórisdóttir Styrmir Petersen Þórhallur Árni Ingason 40 ára Anna Rósa Þórðardóttir Berglind Jean Goldstein Einar Ólafur Bragason Ellý Dröfn Kristjánsdóttir Haraldur Sævinsson Helga Agnes Björnsdóttir Magnús Gunnlaugsson Piotr Andrzej Misztela Örn Traustason 30 ára Eva Dögg Steingrímsdóttir Jenný Sigríðardóttir Jón Helgi Sveinbjörnsson Kristjana Guðjónsdóttir Valgeir Sveinsson Til hamingju með daginn 30 ára Eva er Reykvík- ingur, tölvunarfræðingur og forritari hjá OZ. Maki: Jónas Reynir Gunnarsson, f. 1987, rit- höfundur. Systkini: Brynjar Daði, Sindri Leó, Anna María og Steingrímur Magnús. Foreldrar: Steingrímur Sigfússon, f. 1966, endur- skoðandi hjá KPMG, og Kolbrún Jónsdóttir, f. 1967, heimavinnandi, bús. í Reykjavík. Eva Dögg Steingrímsdóttir 30 ára Harpa er Reykvík- ingur, ferðamálafræð- ingur og starfar sem verk- efnastjóri hjá Atlantik. Maki: Þórarinn Ásdísar- son, f. 1977, nemi í raf- eindavirkjun. Systkini: Anna Júlía Wenger, Davíð Pétur Stef- ánsson og Ísak Wenger. Foreldrar: Eiríkur Tóm- asson, f. 1958, lögreglu- maður, og Hulda Svav- arsdóttir, f. 1958, vinnur í apóteki. Harpa María Wenger 40 ára Sara er borinn og barnfæddur Grindvík- ingur. Hún er nemi í fé- lagsráðgjöf við HÍ. Systkini: Aldís Garð- arsdóttir og Gunnar Arn- björnsson. Börn: Sigrún Harpa, f. 1995, og Birgir Örn, f. 1998. Foreldrar: Arnbjörn Gunnarsson, f. 1948, fv. sjómaður, og Sigrún Sig- urgeirsdóttir, f. 1947, hús- móðir, bús. í Grindavík. Sara Arnjörnsdóttir Eva H. Önnudóttir hefur varið doktors- verkefni sitt, „Nature and Outcome of Representation“, í stjórnmálafræði við „Center for Doctoral Studies in Social and Behavioral Sciences“ (CDSS) við Háskólann í Mannheim. Leiðbeinendur hennar voru Hermann Schmitt, pró- fessor við Háskólann í Mannheim, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Há- skóla Íslands. Doktorsverkefnið var styrkt af Háskólanum í Mannheim (CDSS og MZES) og Rannsóknanáms- sjóði Íslands. Doktorsverkefni Evu samanstendur af þremur greinum, þar af tvær birtar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, „West European Politics“ og „Party Politics“. Í verkefninu er fjallað um eðli og útkomu fulltrúatengsla á milli stjórnmálaflokka og kjósenda þeirra, að meginhluta innan Evrópu. Greint er hversu mikil áhersla er innan stjórn- málaflokka á það hvort kjörnir fulltrú- ar eigi fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu, stefnu flokksins eða vilja kjósenda, og hvaða afleiðingar það hefur fyrir útkomu fulltrúatengsla. Sýnt er fram á að því meiri yfirráð sem flokksforysta hefur yfir því hverjir eru valdir á framboðslista því meiri áhersla er á það innan flokka að fylgja eigi stefnu flokksins. Þar sem flokksforysta hef- ur minni stjórn, því meiri áhersla er á að kjörnir fulltrúar eigi að fylgja eigin sannfæringu og á það sama við um flokka sem eru oftar í ríkisstjórn. Varðandi útkomu fulltrúatengsla er sýnt fram á að því meiri áhersla innan flokka á að þingmenn eigi að fylgja eigin sannfæringu, því nær eru kjós- endur sínum flokki í hugmyndafræði (vinstri-hægri) og ánægðari með frammistöðu lýðræðis. Aftur á móti þegar mikil áhersla er á að fylgja stefnu flokksins eru flokkar fjær sín- um kjósendum í hugmyndafræði. Í þeim örfáu tilfellum þar sem er tölu- verð áhersla á að fylgja eigi vilja kjós- enda er um að ræða stjórnmálaflokka sem gjarnan eru kenndir við öfga- hægri eða hægri-popúlíska flokka og eru þeirra kjósendur mun óánægðari með frammistöðu hins lýðræðislega kerfis. Eva H. Önnudóttir Eva H. Önnudóttir lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands vorið 2002 og MSc-gráðu í rannsóknaraðferðum félagsvísinda (tölfræðilína) frá London School of Economics and Political Science haustið 2004. Eva hlaut nýverið þriggja ára nýdoktorastyrk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hefur störf 1. október 2015. Styrkinn hlýtur hún til að vinna verkefnið Fulltrúalýðræði í mótun: Stjórnmálaflokkar, stjórnkerfi og kjósendur. Börn hennar eru Daníel Birgir Björgvinsson og Sólrún Freyja Sen. Doktor Flest þurfum við að kljást við eitthvað sem við vildum gjarnan breyta. Vöðvabólga eða liðverkir, þyngdarstjórnun, svefnleysi eða bakverkir. Það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin ogmargir vita ekki hvernig er best að byrja á því að bæta heilsuna og auka vellíðan. www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Viltu láta þér líða betur? - Þín brú til betri heilsu FRÍ RÁÐGJÖ F BÓKAÐU T ÍMA Í Í SÍMA 560 1010 OG VIÐ RÁÐ UM ÞÉR HEI LT UM NÆSTU SKR EF Í HEILSU RÆKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.