Morgunblaðið - 28.09.2015, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Múmínálfarnir skemmtu börnum í sundbíói RIFF í Kópavogslaug í gær
Morgunblaðið/Golli
Falleg mynd Múmínálfarnir og halastjarnan er einstaklega falleg mynd með góðan boðskap.
Sund Börnin skemmtu sér konunglega á myndinni og vakti hún mikil hughrif. Kynning Áður en myndin hófst voru Múmínálfarnir kynntir.
Áhorfendur Það má vart sjá hvort börnin eða foreldrarnir skemmtu sér betur í sundbíóinu.
» Seinni sundbíósýning RIFF, ætluðbörnum og fjölskyldum þeirra, fór
fram í Kópavogslaug í gær. Barna-
myndin Múmínálfarnir og halastjarn-
an var sýnd og fengu gestir kynningu
á Múmínálfunum áður en sýning hófst
og boðið var upp á drykki á bakk-
anum. Fyrra sundbíó RIFF fór fram í
fyrradag í Sundhöll Reykjavíkur þar
sem sýnd var hryllingsmyndin
Suspiria eftir Dario Argento.
Haltu kjafti & skrifaðu handrit nefn-
ist viðburður sem fram fer í kvöld kl.
20 á LOFT hosteli, Bankastræti 7a.
Aðgangur er ókeypis og verður fólki
boðið að skrifa handrit í þögn í eina
klukkstund. Að því loknu gefst kost-
ur á því að lesa upp textann, fá sér
drykk og spjalla. Handritshöfund-
urinn Margrét Örnólfsdóttir verður
með kynningu á handritaskrifum og
tekur þátt í samtali að skrifum lokn-
um. Haltu kjafti & skrifaðu var
stofnað í New York og hafa við-
burðir að þeirri fyrirmynd verið
haldnir út um allan heim, að því er
segir á vef RIFF. Viðburðurinn er
haldinn í samstarfi við Meðgöngu-
ljóð og LOFT hostel.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Spjall Margrét Örnólfsdóttir kynnir handritaskrif og ræðir við gesti að
loknum klukkustundarlöngum skrifum á LOFT hosteli í kvöld.
Haltu kjafti og skrifaðu
handrit á LOFT hosteli
EVEREST 3D 5:30,8,10:30
SICARIO 8,10:30 (P)
HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 6
MAZE RUNNER 8
NO ESCAPE 10:40
ABSOLUTELY ANYTHING 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:35