Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
✝ JónmundurStefánsson
fæddist í Ólafsfirði
17. júní 1922. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku
20. september
2015.
Foreldrar hans
voru Jónína Kristín
Gíslasdóttir hús-
móðir, f. 24.8. 1895,
d. 3.12. 1979, og
Stefán Hafliði Steingrímsson
verkamaður, f. 9.5. 1892, d. 19.2.
1972. Jónmundur var fjórði í röð
tíu systkina. Látin eru Gíslína
Kristín, Kristinn Eiríkur, Ólafur
Steingrímur, Guðlaug Krist-
björg, Sigurjón Þór, Sigurveig
Anna og Þorfinna. Eftirlifandi
systkini eru Sigþór Magnús og
Margrét Sigurhelga.
Fórsturforeldrar Jónmundar
frá 11 ára aldri voru Guð-
mundur Gíslason, f. 1893, d.
1969, Jónína Jónsdóttir, f. 1898,
d. 1985, fóstursystur, Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 5.10.
2006, eftirlifandi uppeldissystir
Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir,
f. 1934.
Jónmundur byrjar sem
strákpolli að beita og stokka
upp ásamt annarri verkamanna-
1949, hennar maki er Jón Viðar
Óskarsson, börn þeirra eru: a)
Þorsteinn Snævarr Björnsson,
börn hans eru Jón Björn, Auður
Birna og Bjarni Snær. b) Kristín
Jónína Rögnvaldsdóttir, maki
Þorsteinn Sveinsson, börn
þeirra eru Ólíver, Sylvía og
Tómas Leó. c) Petrína Þórunn
Jónsdóttir, maki Björgvin Harð-
arson, börn þeirra eru Hjördís
Bára, Rakel Ósk, Auðunn
Magni, Guðný Vala og Sindri
Snær. d) Elín Sigurveig Jóns-
dóttir, maki Hlynur Haf-
steinsson, synir þeirra eru Jón
Viðar, Kristján Snævarr og Ey-
þór Júlíus. e) Óskar Gunnþór
Jónsson. 2. Guðrún Kristín Jón-
mundsdóttir, f. 17. febrúar 1950,
hennar maki er Sigtryggur Val-
geir Jónsson, börn þeirra eru: a)
Valgerður Sigtryggsdóttir,
maki Tryggvi Jónsson, börn
þeirra eru Davíð Birkir, maki
Eydís Inga og er þeirra barn
Snædís Stefanía, Lilja Dögg,
Guðrún Ósk, Jón Valgeir og Ey-
björg Rós. b) Óskírður Sig-
tryggsson. c) Steingerður Sig-
tryggsdóttir, maki Ólafur
Ægisson, börn þeirra eru Ægir
Óli og Karítas Rún. d) Jónína
Kristín Sigtryggsdóttir, maki
Guðjón Andri Guðjónsson, börn
þeirra eru Sigtryggur Valgeir,
Þuríður Helga, Steingerður
Klara, Ásdís Elfa og Sigurrós
Lilja.
Útför Jónmundar fer fram
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 28.
september 2015, kl. 13.
vinnu sem bauðst.
Jónmundur hóf
snemma störf
tengd sjómennsku,
var á síld á sumrin
en fór síðan á ver-
tíð suður með sjó
og beitti línu. Sam-
hliða verkaði hann
grásleppuhrogn á
vorin í nokkur ár.
Aðalstarf Jón-
mundar var olíu-
afgreiðsla, en hann tekur við ol-
íuafgreiðslu Skeljungs af
tengdaföður sínum, Þorsteini
Þorsteinssyni, eftir lát hans
1958. Jónmundur starfaði fyrir
Skeljung fram yfir sjötugt.
Hann starfaði einnig í slökkvi-
liði Ólafsfjarðar, söng með
karlakórnum, var ötull félagi í
Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og
slysavarnadeild karla. Jón-
mundur og Kristín bjuggu alla
sína tíð að Brekkugötu 9, eða
þar til þau fluttu á Dvalarheim-
ilið Hornbrekku í Ólafsfirði árið
2008.
Þann 11. janúar 1946 giftist
Jónmundur Kristínu G. Þor-
steinsdóttur húsmóður, f. 18.10.
1923, d. 4.10. 2014. Dætur
þeirra eru: 1. Snjólaug Steinunn
Jónmundsdóttir, f. 26. janúar
Elsku hjartans afi, við kveðj-
um þig með söknuði og gleði í
senn. Við vorum svo heppnar að
hafa átt þig að, þú veittir okkur
ófáar gleðistundir í gegnum tíð-
ina. Þeir sem þekktu afa vissu
að hann var forvitinn, stríðinn
og skemmtilegur. Á einu ætt-
armóti hjá Miðbæjarættinni
fékk afi borða sem á stóð
„Herra athyglissjúkur“. Helga
systir hans sagði að hann hefði
einnig átt að fá borða sem á
hefði staðið „Herra forvitinn“,
þetta segir heilmikið um hann
afa. Á þessum mótum voru
margar sögur rifjaðar upp af
honum og þeim systkinum, mik-
ið var nú hlegið, já hann afi gat
svo sannarlega látið fólk hlæja.
Gleðin sem afi hefur gefið okkur
í gegnum árin er ómetanleg.
Það væri hægt að gefa út heila
bók af prakkarastrikum afa, en
þau verða ekki þulin upp hér. Í
staðinn viljum við systur þakka
fyrir allar stundirnar sem við
höfum átt með afa. Afi Jómbi
vann hjá Skeljungi eða Shell
lungann úr sinni starfsævi, enda
kölluðum við hann oft olíukóng.
Við fengum að þvælast með
honum á bryggjunni í Shell-hús-
inu og fengum oft að sitja í
traktornum, þegar við lítum til
baka eru þetta ómetanlegir
tímar. Einnig var alltaf hægt að
fara til afa og spila við hann,
hvort sem það var að leggja
kapal sem hann gerði mikið af
eða spila ólsen-ólsen. Hann hik-
aði þó ekki við að beita brögðum
í spilum, hvort sem um var að
ræða gegn okkur barnabörnun-
um eða síðar meir barnabarna-
börnunum og höfðum við öll
gaman af. Það voru ófáar æv-
intýraferðirnar sem við fórum
með afa og ömmu um fjörðinn
okkar og einnig til Akureyrar.
Þeim fannst svo gaman að
renna inn í Vín og kaupa ís á
góðviðrisdögum. Margar góðar
stundir áttum við systur í
Höfða, sumarbústað ykkar
Magga frænda, þar var mikið
brallað og dundað sér við.
Haustið var í miklu uppáhaldi
hjá afa, þá lagðist hann í berja-
mó og naut útiverunnar.
Það sem okkur systrum
finnst líka svo dásamlegt þegar
við förum að rifja upp minn-
ingar um afa er hvað hann hafði
mikla næmni fyrir náttúrunni.
Það átti að bera virðingu fyrir
henni og okkur var meðal ann-
ars kennt að tína ber með fingr-
unum, ekki með tínu það var al-
gjörlega bannað. Taka upp rusl
ef við sæjum slíkt og ganga vel
um landið.
Afi Jómbi var mikill mann-
vinur og var hann okkur systr-
um mikil fyrirmynd, efst eru
okkur í huga ferðir með honum
inn á Akureyri, hann átti það til
að taka upp puttalinga. Óháð
því hvort þeir töluðu íslensku
eða ekki, hann notaði bara ein-
hver tákn með tali til að gera
sig skiljanlegan. Hann vildi allt-
af hjálpa öðrum, fannst líka svo
gaman að vera í kringum fólk,
tala við það og spá í hvað aðrir
væru að gera. Á veturna gaf afi
alltaf fuglunum fuglafóður og
annað góðgæti, hann hafði mikla
ánægju af að fylgjast með þeim.
Á Brekkugötunni hjá ömmu og
afa var alltaf dásamlegt að vera,
fá hlýtt faðmlag og ekki verra ef
við gátum lagst á bumbuna á
afa þegar við vorum litlar, sem
við kölluðum „afakodda“.
Afi var mikill öðlingur og fyr-
irmynd. Við systur kveðjum
hann fullar þakklætis, takk fyrir
allt, elsku afi, elskum þig ávallt.
Valgerður, Steingerður
og Jónína Kristín Sig-
tryggsdætur.
Í dag verður elskulegur afi
okkar jarðsunginn frá Ólafs-
fjarðarkirkju. Hann sem var
okkur svo kær. Á stundu sökn-
uðar, sorgar og tómleika er dýr-
mætt að eiga ljúfar minningar
um besta afa í heimi. Afi var
skemmtilegur með eindæmum
og prakkari í sér, góður og gjaf-
mildur ekki bara við okkur,
heldur við alla sem hann þekkti.
Við litum mjög upp til hans og
hann var okkur góð fyrirmynd.
Það var gaman að alast upp á
Ólafsfirði, fara með afa niður á
bryggju þar sem hann afgreiddi
olíu í bátana og skipin þegar
þau komu að landi. Á haustin
var fastur liður hjá okkur að
fara með afa í berjamó. Hann
elskaði að tína ber og ekki síður
að borða þau. Á haustin notaði
hann mikið af frítíma sínum í
berjaferðir og að tína fjallagrös
í seyði, sem hann taldi allra
meina bót. Hann spilaði mikið
við okkur og kenndi okkur að
leggja kapal. Það var alltaf
gaman að vera heima hjá afa og
ömmu, gott að spjalla við þau og
þau alltaf til staðar fyrir okkur.
Afi hafði gaman af saklausum
prakkarastrikum og að gantast
við fólk og eru margar skemmti-
legar sögur til um það.
Upp í hugann kemur ferm-
ingardagur hans, þegar hann
fékk lánað hjól og hjólaði beint
út í sjó og var dreginn upp úr
sjónum í fermingarfötunum.
Þekktust í fjölskyldunni er
sennilega sagan af því þegar
hann bauð systrum sínum í bíl-
túr upp í sveit. Eftir akstur um
stund lét hann bílinn hökta og
drepa á sér, sagði þeim að fara
út að ýta, sem þær og gerðu, en
þegar þær voru búnar að ýta
lengi setti hann bílinn í gang og
keyrði í bæinn. Skildi þær eftir
svo þær urðu að ganga heim.
Systrunum var ekki skemmt en
þær fyrirgáfu þessum hrekkj-
ótta bróður sínum og seinna
gátu þau endalaust hlegið að
þessu.
Þannig að það var ekki skrít-
ið að Ella systir hélt, þegar hún
var lítil, að bókin Langafi
prakkari væri skrifuð um hann
afa Jómba.
Eftir að hann fór á dvalar-
heimilið Hornbrekku, og meðan
hann hafði heilsu til, létti hann
lund fólksins þar bæði með
gamansemi og góðmennsku
sinni.
Nú á kveðjustund þökkum við
fyrir hverja samverustund með
afa og fyrir allt það sem hann
kenndi okkur. Minningarnar eru
okkur mikill fjársjóður sem við
munum ávallt varðveita. Þannig
að þegar við lítum til baka rifj-
ast upp skemmtilegar minning-
ar og sögur af afa, sem við deil-
um með börnunum okkar,
þannig lifir minning hans.
Elsku mamma og Gunna
frænka, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Megi algóður Guð blessa
minningu þína, elsku besti afi.
Þorsteinn Snævarr,
Kristín Jónína, Elín Sig-
urveig og Óskar Gunnþór.
Elsku afi Jómbi, ég trúi ekki
að þú sért farinn frá mér.
Þú varst besti vinur sem
hægt er að hugsa sér og verður
ávallt efst í huga mér. Ég er
endalaust þakklát fyrir allar
minningarnar okkar saman og
allt sem við höfum gert, alla
rúntana okkar saman og öll
skiptin sem við spiluðum og
svindluðum á hvort öðru og allt
yndislega spjallið okkar. Ég
man sérstaklega eftir einum
rúntinum okkar þegar þú keyrð-
ir upp að Múlagöngum og ætl-
aðir að snúa við fyrir utan þau,
ég hef verið ca. 7 ára, og hélt að
þetta væri mitt síðasta því þú
varst svo nálægt brúninni en
auðvitað tókst þér að snúa við
eins og ekkert væri og komumst
við heil heim. Tattúið mitt til
heiðurs þér mun ég bera með
stolti þangað til ég kem til þín
og mun ég alltaf halda upp á
töluna þína, 21. Það verður
skrítið að fara til Ólafsfjarðar
þegar það er enginn afi Jómbi
þar til að grínast í manni! Þú
varst fyndnasti maður í heim-
inum og aldrei langt í brand-
arana hjá þér, t.d. síðasta af-
mælisdaginn þinn þegar þú
sagðir við alla að þú værir nú
bara 72 ára en ekki 93 ára og
fussaðir yfir því að enginn kynni
stærðfræði! Elsku besti, yndis-
legi, fallegi og fyndnasti afi
minn, ég er svo heppin að hafa
átt 19 ár með þér og ég er svo
glöð yfir því hvað við vorum
mikið saman. Ég veit að þú ert
glaður að vera loksins kominn
aftur til ömmu Stínu og getur
passað upp á hana aftur, knús-
aðu hana fast frá mér og von-
andi getið þið tínt fullt af fal-
legum aðalbláberjum saman
aftur. Ég mun sjá til þess að 17.
júní verði alltaf haldinn hátíð-
legur sem dagurinn þinn, ég
lofa því. Ég mun aldrei gleyma
því þegar við hlustuðum í síð-
asta sinn á lögin Villa Vill sam-
an og þegar þú brostir í síðasta
sinn til mín, þá minningu mun
ég geyma á góðum stað í hjart-
anu mínu.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku afi Jómbi, hvíldu í friði,
ég mun sakna þín á hverjum
degi, þangað til minn tími kem-
ur og við hittumst aftur, vertu
tilbúinn með spilin!
Þín
Auður Birna.
Góður drengur er genginn, já
ef einhver á skilið það sæmd-
arheiti er það Jónmundur Stef-
ánsson, fósturbróðir minn og
frændi, sem kvaddi þessa jarð-
vist á dvalarheimilinu Horn-
brekku í Ólafsfirði 20. septem-
ber síðastliðinn, 93 ára að aldri.
Hann kom í fóstur til foreldra
minna, Jónínu Jónsdóttur og
Guðmundar Gíslasonar í Ós-
garði, 11 ára gamall, ári áður en
ég fæddist. Svo ég naut sam-
vista hans sem stóra bróður. Ég
minnist hans sem ljúfmennis og
gleðigjafa og þakka honum fyrir
umhyggju hans og kærleik við
mig og foreldra mína alla tíð.
Minningar um dásamlega
æskudaga í firðinum mínum
fagra hrannast upp. Frjálsræði
og leikir æskuáranna. Það eru
forréttindi að alast upp í litlu
samfélagi þar sem allir þekkjast
og vinátta og samstaða ríkir.
Jónmundur var mikill náttúru-
unnandi, hafði gaman af því að
renna fyrir silung í vatninu og
lax í ánni. Hann elskaði að fara í
berjamó, þekkti gróður
fjallanna og átti sínar uppá-
haldsberjabrekkur, þar naut
hann fegurðar og friðar náttúr-
unnar.
Minningar mínar um heim-
sóknir til Ólafsfjarðar eru mér
dýrmætar. Eiginkona Jónmund-
ar, Kristín Guðfinna Þorsteins-
dóttir, var mikil sómakona, list-
feng og skemmtileg. Heimili
þeirra var fallegur sælureitur.
Þau bjuggu allan sinn búskap í
Brekkugötu 9, öðru nafni Fé-
lagahúsinu, þar var tekið á móti
gestum með opnum faðmi og
frábærum veitingum. Þegar
heilsu þeirra hrakaði fluttu þau
á dvalarheimilið Hornbrekku
þar sem þau nutu frábærrar
umönnunar síðustu árin og voru
þakklát fyrir dvölina þar.
Kristín lést 4. október 2014,
við kistulagningu hennar flutti
Jónmundur henni þakkir fyrir
sambúðina, ástina, umhyggjuna
og hve dýrmæt hún var honum
á lífsgöngunni. Þessi stund er
mér ógleymanleg því hún var
svo undurfalleg. Víða sáust tár á
hvarmi viðstaddra að henni lok-
inni.
Elsku systur, Snjólaug og
Guðrún. Ég votta ykkur samúð
mína vegna andláts ykkar ást-
kæra föður og er þakklát ykkur
fyrir alla þá ást og hlýju sem
þið sýnduð honum alla tíð.
Ég þakka innilega fyrir allar
góðu minningarnar.
Jóna Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Jónmundur
Stefánsson
Fleiri minningargreinar
um Jónmund Stefánsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
LÁRU GUÐBJARGAR
AÐALSTEINSDÓTTUR,
Hjaltabakka,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans á deildum 11G,
11E og 12G fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð.
.
Bjarni Sveinsson,
Þórunn Ólafsdóttir, Meyvant Einarsson,
Hulda Bjarnadóttir, Haukur Óskarsson,
Bjarney Bjarnadóttir,
Sveinn Ingi Bjarnason, Kristín Geirsdóttir.
Móðir okkar,
JÓFRÍÐUR HELGADÓTTIR
frá Ólafsfirði,
lést þann 23. september á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 30.
september,
kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem
vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
.
Helga Eiríksdóttir, Gunnar H. Jóhannsson,
Guðlaug P. Eiríksdóttir
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri
HILMAR JÓN BRAGASON,
fyrrum kennari í Menntaskólanum á
Laugarvatni,
lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn
24. september.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 2. október kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
.
Óliver Hilmarsson, Helga Björt Möller,
Georg Hilmarsson, Fríða Einarsdóttir,
Claudia Ósk Georgsdóttir
og barnabörn.
Bróðir minn,
HELGI BJÖRNSSON,
Kvískerjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Hornafirði sunnudaginn 27. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
.
Hálfdán Björnsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AGATHA HEIÐUR ERLENDSDÓTTIR,
Álftamýri 48,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 21.
september.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 2. október
kl. 13.00.
.
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Lárus Jóhannesson, Tanya Zharov,
Erlendur Davíðsson,
Anna Björg Davíðsdóttir, Ægir Haraldsson,
Ólafía Björk Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.