Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Sandra Ýr Dungal er viðburðastjóri og framleiðandi hjá Saga-film en hún er með BA-próf í viðburðastjórnun frá Malasíuog Bretlandi. Sandra vinnur í deild sem heitir Saga Events sem er ferðaskrif- stofa fyrir hópa og fyrirtæki. „Við gerum í raun allt, skipuleggjum galaferðir og -kvöldverði, árshátíðir og starfsdaga, ýmiss konar hópefli. Ég hef einnig verið að aðstoða við kvikmyndir, sjónvarps- þætti og auglýsingar, síðast við sjónvarpsþættina The Voice.“ Sandra er mikil útivistarkona og utan vinnu skipuleggur hún ferðir fyrir vini sína og er mikið uppi á jöklum og fjöllum. „Ég er með gönguhóp sem heitir Vinir Dungal og á hverju ári förum við austur til foreldra minna og höldum upp á þakkargjörðardaginn þar og förum svo hringinn í kringum landið og förum í náttúru- laugar og fleira. Sandra var um síðustu helgi uppi á Langjökli. „Ég hef samt gengið minna í sumar en síðustu sumur því að var svo mikill snjór á hálendinu. Í staðinn skelltum við kærastinn minn okkur út og keyrðum gegnum Þýskaland og gistum þar í tjaldi. Við fórum í litl- ar göngur og keyrðum einnig til Belgíu og Hollands.“ Sandra hélt heilmikið partí um helgina í stúdíói Sagafilm og var m.a. með hoppukastala og poppvél í partíinu. Ittala og blómakrans- ar voru afþakkaðir „Á afmælisdaginn sjálfan ætla ég að gista á Hellu og svo getur verið að við keyrum upp í Skaftafell.“ Sambýlismaður Söndru er Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður hjá Sagafilm. Foreldrar hennar eru Ævar Orri Dungal fasteignasali og Ásdís Ámundadóttir hönnuður en þau eru búsett á Kaldá á Fljótsdalshéraði. Jöklafarinn Sandra stödd inni í íshelli við Sólheimajökul . Skipuleggur partí og ferðir upp á fjöll Sandra Ýr Dungal er þrítug í dag I ndriði fæddist að Eyjar- hólum í Mýrdal 28.9. 1940 og ólst þar upp til ferming- araldurs. Hann var í barna- skóla sveitarinnar, var hálf- an annan vetur í Miðbæjar- skólanum, lauk landsprófi frá Skógum 1956, en var í vegavinnu á sumrin hjá Vatna-Brandi og í brú- arvinnuflokki hjá Valmundi Björns- syni í Vík. Indriði lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1960 en á menntaskólaárum starfaði hann á sumrin í Mjólkurbúi Flóamanna við allt frá brúsa- móttöku upp í ostagerð, og við skurðgröft á Akureyri. Hann var kennari við barna- og unglingaskóla Bolungarvíkur í eitt ár, eyddi sumr- inu í að gera upp við trillukarla fyr- ir Einar Guðfinnsson stórútgerðar- mann, stundaði nám í viðskipta- fræði við HÍ og kenndi við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í for- föllum. Hann starfaði við jarðbor- anir víða um land, stundaði nám í hagfræði við Freie Universität í Vestur-Berlín frá 1963, lauk dip- lómaprófi 1969 og var aðstoðar- maður aðalkennara síns. „Á Berlínarárunum gekk mikið á í pólitík. Kennedy var fyrir nokkru orðinn forseti Bandaríkjanna og Willy Brandt var yfirborgarstjóri Berlínar og fór fyrir krötum í nýrri hugsun í alþjóðamálum, en Kristi- legi Demókrataflokkurinn var að mestu staðnaður í borgaralegum gildum og vesturevrópskri sam- vinnu. Þessir þræðir komu saman í Rathaus Schöneberg 26.6. 1963. Af tilviljun slóst ég í för með fjölda fólks sem stefndi að ráðhúsinu. Þar stigu Willy Brandt, John F. Ken- nedy og Konrad Adenauer kanslari út á svalir hússins og Kennedy flutti þar fræga ræðu sem náði há- punkti í orðum „Ich bin ein Berl- iner“. „Það var líka gróska í stúdenta- pólitíkinni. Andstaða gegn stöðn- uðum valdastrúktúr í háskólum náði hámarki í stúdentauppreisnum 68- kynslóðarinnar, en Berlín og París voru þungamiðja mótmælanna.“ Indriði snéri heim 1970, starfaði í menntamálaráðuneytinu til 1980, sinnti launamálum og starfsmanna- málum í fjármálaráðuneytinu og síðan skattamálum þar, varð hag- sýslustjóri 1988-91, varafulltrúi Norðurlandanna í stjórn AGS í Washington 1991, starfaði síðan í fjármálaráðuneytinu og var ríkis- skattstjóri 1999-2008. Indriði H. Þorláksson, fyrrv. ríkisskattstjóri – 75 ára Leiðsögumaðurinn Indriði fræðir áhugasama þýska ferðamenn um Alþingi og Lögberg þegar hetjur riðu um héruð. Fyrrv. ríkisskattstjóri orðinn leiðsögumaður Fjölskyldan Indriði og Rakel með börnunum sínum þremur heima í stofu. Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit Brynjar Nolsöe Baldursson fæddist 21. júlí 2014 kl. 5.55. Hann vó 3.270 g og var 48,5 cm langur. Foreldrar hans eru Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Baldur Helgi Benjamíns- son. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.