Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 14

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 14
● Fjórðungsuppgjör Nike var betra en reiknað hafði verið með og hækk- uðu hlutabréf bandaríska íþrótta- vöruframleiðandans um 9% á föstu- dag. Við lokun markaða kostuðu hlutir í Nike 125 dali og munar sára- litlu að markaðsvirði fyrirtækisins rjúfi 100 milljarða dala markið í fyrsta sinn. Er Nike nú orðið það fyrirtæki í Dow Jones-vísitölunni sem hækkað hefur mest það sem af er ári, að sögn Market Watch. Meðal gleðifrétta í fjórðungs- uppgjörinu var að eftirspurn virtist góð á kínverska markaðinum. Bendir Financial Times á að sala á Nike- skóm í Kína og Taívan jókst um 36% Nike trónir á toppi Dow Jones-vísitölunnar á þriggja mánaða tímabilinu sem endaði í ágústlok. Sala á fatnaði jókst um 22% á sama tíma. FT segir Nike einnig njóta góðs af vaxandi tilhneigingu bandarískra neytenda til að klæðast íþróttafatn- aði hversdags. Þá er pantanastaðan góð á yfirstandandi fjórðungi. ai@mbl.is Tiska Velgengni Nike skýrist að hluta til af breyttum áherslum bandarískra neytenda. Samband Palladíum gegnir mikilvægu hlutverki í hvarfakútum í vélum. ● Góðmálmurinn palladíum hækkaði um 1,7% á föstudag og endaði í 667.60 dölum á únsuna. Yfir vikuna hækkaði málmurinn um 9% og hefur ekki hækkað svo mikið á einni viku síðan 2011. MarketWatch fjallar um hækkunina og tengir hana fyrst og fremst við Volkswagen-hneykslið, en þýski bíla- framleiðandinn gerðist uppvís að því að hafa átt við hugbúnaðinn í dísel- bílum sínum til að gefa villandi nið- urstöðu í útblástursmælingum. Virð- ist markaðurinn reikna með að hneykslið geri neytendur afhuga bíl- um með díselvélar og þeir velji þá frekar bíla með bensínvélar. Er pall- adíum notað í hvarfakúta bensínbíla og ætti því eftirspurn eftir málm- inum að aukast. Hvarfakútar fyrir díselvélar nota aftur á móti platínu og lækkuðu framvirkir samningar á þeim málmi um 3,4% yfir vikuna. ai@mbl.is Palladíum hækkar vegna VW-hneykslis 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Matthias Müller, sem í síðustu viku tók við af Martin Winterkorn sem forstjóri hjá Volkswagen AG, vill stokka bílarisann upp og gera ákvarðanatöku skilvirkari. Bloom- berg hefur þetta eftir ónafngreind- um heimildarmanni. Müller, sem áður stýrði Porsche, hafi aðstoðað Winterkorn við að leggja drög að slíkri stefnubreytingu og vilji inn- leiða ný vinnubrögð án tafar. Á föstudag var greint frá að Volkswagen hygðist dreifa ákvarð- anatöku og ábyrgð betur innan samsteypunnar og færa stjórnend- um tiltekinna markaðssvæða og vörumerkja aukin völd. Til þessa hefur það þótt einkenna stjórn- unarhætti Volkswagen að vera handstýrt frá höfuðstöðvunum í Wolfsburg í Þýskalandi. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir viku varð Volkswagen uppvíst að svindli á útblásturspróf- unum með hugbúnaði sem gat greint hvenær prófun átti sér stað og breytt gangi vélarinnar á með- an. Svindlið hefur þegar haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir fyrir- tækið og í liðinni viku lækkaði markaðsvirði Volkswagen um rösklega 30%, að sögn FT, eða um u.þ.b. 20 milljarða evra, jafnvirði um 2.865 milljarða króna. Til sam- anburðar námu útgjöld íslenska ríkisins samtals 640 milljörðum króna á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Vissu að eitthvað var í ólagi Í vikunni hefur fleira komið í ljós um útblásturssvindlið. Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung greindi frá því á sunnudag að tæknimenn Volks- wagen hefðu uppgötvað svindlhug- búnaðinn árið 2011 en stjórnendur ekkert aðhafst. Jafnframt greindi Bild am Sonntag frá því á sunnu- dag að Bosch, sem býr til vél- arhluti fyrir Volkswagen, hefði þegar árið 2007 varað við þeim möguleika að hægt væri að nota hugbúnað Bosch til ólöglegra verka. Reuters segir að í dag séu í notkun um 11 milljón díselbílar frá Volkswagen, þar af 2,8 milljónir í Þýskalandi, sem losa meira af mengandi efnum en útblásturs- prófanir gáfu til kynna. Hafa þýsk stjórnvöld gefið bílaframleiðand- anum frest til 7. október til að gera áætlun sem miðar að því að ná útblásturstölum díselvéla undir þau mörk sem lög kveða á um. Á sunnudag tilkynnti Evrópski seðlabankinn (ECB) að bankinn myndi gera tímabundið hlé á kaup- um á skuldabréfum sem gefin hafa verið út af Volkswagen, á meðan lagt er mat á áhrif útblásturs- hneykslisins. Er Volkswagen AG einn stærsti útgefandi skuldabréfa í Evrópu. Müller vill breyta stjórnun- arháttum hjá Volkswagen  Þýskir fjölmiðlar segja tæknimenn hafa uppgötvað svindlhugbúnaðinn árið 2011 AFP Þungi Nýr forstjóri Volkswagen AG, Matthias Müller á blaðamannafundi á föstudag. Samsteypan hefur lengi haft á sér það orðspor að stjórnunarhættir séu óskilvirkir. Til stendur að gera ákvarðanatöku dreifðari. Stjórn fjarskipta- fyrirtækisins Símans hf. hefur óskað eftir því við Nasdaq Iceland að hlutabréf fé- lagsins verði tek- in til viðskipta á aðalmarkaði. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu sem send var fjölmiðlum á föstudagskvöld. Væntir Síminn þess að viðskipti geti hafist 15. október. Í aðdraganda skráningar á mark- að mun fara fram almennt útboð á hlutabréfum í Símanum. Dagana 5. til 7. október mun Arion banki hf. bjóða til sölu 18-21% eignarhlut í fé- laginu. Mun stærð útboðsins nema á bilinu 4,7 til 5,5 milljörðum króna miðað við lágmarksgengi 2,7 krónur á hlut. Myndi það samsvara því að markaðsvirði alls hlutafjár í Síman- um væri 26 milljarðar. Verða tvær tilboðsbækur í boði fyrir fjárfesta. Tilboðsbók A er fyrir kaup að andvirði á bilinu 100 þúsund upp í 10 milljónir króna. Verður þar tekið við áskriftum á verðbilinu 2,7 til 3,1 krónur á hlut en endanlegt út- boðsgengi ákvarðað af seljanda í lok útboðs. Tilboðsbók B er fyrir áskrift- ir að andvirði 10 milljónir króna og meira, og lágmarksverð þar 2,7 krónur á hlut en ekkert hámarks- verð. Verður eitt endanlegt útboðs- gengi í tilboðsbók B ákvarðað af selj- anda í lok útboðs, jafnt eða hærra en útboðsgengi tilboðsbókar A. Í tilkynningu er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra Símans að skráning félagsins í kauphöll sé mik- ilvægt skref. „Við teljum að félagið sé vel í stakk búið til skráningar og undirbúið fyrir þær áskoranir og að- hald sem skráningu fylgir.“ ai@mbl.is Síminn á markað í október  Arion banki hyggst selja 18-21% eignarhlut Orri Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.